Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2019 22:09 Alexandra Helga og Gylfi Þór á EM 2016. Getty Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. Ítalska höllin Villa Balbiano við bæinn Ossuccio við Como-vatn varð fyrir valinu og var þar haldin glæsileg brúðkaupsathöfn ásamt því að slegið var upp veislu.Aron Can, Bríet og Jökull úr Kaleo fluttu öll lög fyrir hjónin.InstagramMikill fjöldi prúðbúinna gesta var á svæðinu og má þar nefna landsliðsmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, ásamt eiginkonum og kærustum. Þá voru á svæðinu einnig vinkonur Alexöndru eins og Trendnet bloggarana Fanney Ingvarsdóttur, ungfrú Ísland 2010 og Pöttru Sriyanonge, fyrirsætuna og markaðsstjóra World Class, Birgittu Líf Björnsdóttur auk fleiri þekktra íslenskra andlita. Þá voru meðal gesta fyrrverandi liðsfélagar Gylfa. Velski fyrrverandi landsliðsmaðurinn Simon Church, sem lék með Gylfa hjá Reading var meðal gesta ásamt fyrrverandi fyrirliða Tottenham, varnarmanninum Ledley King sem gerði sér ferð til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni Amy King. Þá var einnig á svæðinu leikkonan Julie Benz sem gerði garðinn frægan með leik sínum í Dexter þáttunum, þar sem hún lék Ritu Bennett, auk þess að hún lék hlutverk Dörlu í Buffy the Vampire Slayer. Benz samgladdist Gylfa og Alexöndru ásamt eiginkanni sínum Rich Orosco sem starfar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Los Angeles FC.Sóli Hólm, Jón Jónsson og Friðrik Dór skemmtu brúðkaupsgestum við Como-vatn.InstagramEftir athöfnina fallegu var komið að veisluhöldunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór voru veislustjórar og stigu á svið, það gerði einnig skemmtikrafturinn Sóli Hólm en fyrr um daginn hafði söngkonan Bríet flutt sína fögru tóna. Síðar í athöfninni var komið að hvítklæddum Jökli úr Kaleo sem lék á gítar og flutti nokkur lög. Síðar um kvöldið þegar leikar tóku að æsast steig rapparinn Aron Can á svið, söngkonan Bríet sneri þá aftur og fluttu þau lag sitt, FEIMIN(N). Þá hefur einnig sést til rapparans úr Kópavogi, Herra Hnetusmjörs í veislunni.Aron Einar Gunnarsson, Ledley King. Herra Hnetusmjör og Sverrir Ingi Ingason.Instagram/AronGunnarsson Ingason15Til heiðurs brúðhjónunum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu við vatnið fallega. Hægt var að fylgjast með gangi mála á Instagram með hashtaginu #LexaSig. Sjá má valdar myndir af Instagram hér að neðan. View this post on Instagram#lexasig A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on Jun 15, 2019 at 9:16am PDT View this post on InstagramVið getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. #lexasig A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT View this post on Instagram#LexaSig A post shared by Elsa Harðar (@elsahardar) on Jun 15, 2019 at 7:05am PDT View this post on InstagramWhat a wedding #lexasig A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on Jun 15, 2019 at 11:38am PDT View this post on InstagramCelebrating love in Lake Como @alexandrahelga + @gylfisig23 A post shared by Julie Benz (@juliebenzmft) on Jun 14, 2019 at 9:15pm PDT Ítalía Tímamót Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu. Ítalska höllin Villa Balbiano við bæinn Ossuccio við Como-vatn varð fyrir valinu og var þar haldin glæsileg brúðkaupsathöfn ásamt því að slegið var upp veislu.Aron Can, Bríet og Jökull úr Kaleo fluttu öll lög fyrir hjónin.InstagramMikill fjöldi prúðbúinna gesta var á svæðinu og má þar nefna landsliðsmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, ásamt eiginkonum og kærustum. Þá voru á svæðinu einnig vinkonur Alexöndru eins og Trendnet bloggarana Fanney Ingvarsdóttur, ungfrú Ísland 2010 og Pöttru Sriyanonge, fyrirsætuna og markaðsstjóra World Class, Birgittu Líf Björnsdóttur auk fleiri þekktra íslenskra andlita. Þá voru meðal gesta fyrrverandi liðsfélagar Gylfa. Velski fyrrverandi landsliðsmaðurinn Simon Church, sem lék með Gylfa hjá Reading var meðal gesta ásamt fyrrverandi fyrirliða Tottenham, varnarmanninum Ledley King sem gerði sér ferð til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni Amy King. Þá var einnig á svæðinu leikkonan Julie Benz sem gerði garðinn frægan með leik sínum í Dexter þáttunum, þar sem hún lék Ritu Bennett, auk þess að hún lék hlutverk Dörlu í Buffy the Vampire Slayer. Benz samgladdist Gylfa og Alexöndru ásamt eiginkanni sínum Rich Orosco sem starfar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Los Angeles FC.Sóli Hólm, Jón Jónsson og Friðrik Dór skemmtu brúðkaupsgestum við Como-vatn.InstagramEftir athöfnina fallegu var komið að veisluhöldunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór voru veislustjórar og stigu á svið, það gerði einnig skemmtikrafturinn Sóli Hólm en fyrr um daginn hafði söngkonan Bríet flutt sína fögru tóna. Síðar í athöfninni var komið að hvítklæddum Jökli úr Kaleo sem lék á gítar og flutti nokkur lög. Síðar um kvöldið þegar leikar tóku að æsast steig rapparinn Aron Can á svið, söngkonan Bríet sneri þá aftur og fluttu þau lag sitt, FEIMIN(N). Þá hefur einnig sést til rapparans úr Kópavogi, Herra Hnetusmjörs í veislunni.Aron Einar Gunnarsson, Ledley King. Herra Hnetusmjör og Sverrir Ingi Ingason.Instagram/AronGunnarsson Ingason15Til heiðurs brúðhjónunum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu við vatnið fallega. Hægt var að fylgjast með gangi mála á Instagram með hashtaginu #LexaSig. Sjá má valdar myndir af Instagram hér að neðan. View this post on Instagram#lexasig A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on Jun 15, 2019 at 9:16am PDT View this post on InstagramVið getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. #lexasig A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT View this post on Instagram#LexaSig A post shared by Elsa Harðar (@elsahardar) on Jun 15, 2019 at 7:05am PDT View this post on InstagramWhat a wedding #lexasig A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on Jun 15, 2019 at 11:38am PDT View this post on InstagramCelebrating love in Lake Como @alexandrahelga + @gylfisig23 A post shared by Julie Benz (@juliebenzmft) on Jun 14, 2019 at 9:15pm PDT
Ítalía Tímamót Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira