Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 18:15 Guðjón Valur Sigurðsson fer í gegn á móti Makedóníu í dag. vísir/afp Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. Það var mikið talað um í aðdraganda leiksins hversu þreyttir Makedónarnir yrðu eftir aðeins 19 tíma hvíld milli leikja. Má vel vera að þeir hafi verið þreyttir en það skipti ekki máli því spennan var svo mikil í íslenska liðinu að það gat ekkert í upphafi leiks. Fyrstu fimm skot leiksins klikkuðu og Makedónar komust í 0-4. Fyrsta mark Íslands skoraði Ólafur Guðmundsson eftir 6.30 mínútur. Þetta mark virtist létta álögum af íslenska liðinu því það fór á kostum í kjölfarið. Skoraði fimm mörk í röð og komst yfir, 5-4. Það gekk allt upp og meira að segja Björgvin Páll skoraði úr markinu. Liðið fór á 9-2 sprett og í stöðunni 9-6 var Lino Cervar, þjálfara Makedóníu, nóg boðið og hann tók leikhlé. Við það lagaðist leikur Makedónanna á ný og þeir jöfnuðu, 11-11. Taugar strákanna héldu og þeir héldu frumkvæðinu og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Afar sérstakur hálfleikur að baki. Makedóníu spilaði lengstum með sjö í sókn þó svo liðinu hefði ítrekað verið refsað fyrir það. Það var lítil markvarsla hjá íslenska liðinu, fimm boltar, og vinstri vængurinn var nánast lamaður þar sem lítið kom út úr Ólafi og Janusi Daða. Rúnar Kárason dró vagninn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Geggjaður. Byrjun á síðari hálfleik var frábær. Aron Rafn kom sterkur í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði vel. Hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Bjarki Már kom inn í hornið og skoraði að vild. Geggjuð innkoma. Vinstri vængurinn var áfram lamaður en strákarnir náðu fimm marka forskoti, 20-15. Þarna vildi maður sjá strákana okkar keyra Makedónana í kaf en þeir eru ótrúlega seigir og neituðu að gefast upp. Minnkuðu í þrjú mörk og hótuðu að gera meira. Makedónar misstu tvo menn af velli í stöðunni, 24-21, en íslenska liðið kastaði frá sér boltanum í stað þess að ganga frá andstæðingnum. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Makedónía. Grátlegt! Tveggja marka leikur, 24-22, og ellefu mínútur eftir. Taugarnar voru eitthvað að stríða okkar mönnum þarna því þeir misstu boltann aftur í næstu sókn. Björgvin Páll kom þá aftur inn af bekknum og varði tvo hrikalega mikilvæga bolta á meðan menn virtust vera að fara á taugum í sókninni. Arnór Atlason steig þá upp, bar ábyrgð enn eina ferðina og lúðraði boltanum í markið. 25-22 og fyrsta markið í átta mínútur. Aftur koma Makedónarnir til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 25-24, er rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá fékk Geir Sveinsson nóg og tók leikhlé. Liðið stanslaust að kasta boltanum frá sér og einfaldlega að fara á taugum. Makedónar jöfnuðu svo 25-25 er fjórar mínútur voru eftir. Algjört hrun hjá okkar mönnum. Kiril Lazarov kom svo Makedónum yfir, 25-26, er tvær og hálf mínúta var eftir. Bjarki Már Elísson jafnaði. Allt í járnum en Makedónar svöruðu að bragði. Rúnar Kára jafnaði aftur er rúm mínúta var eftir og allt brjálað í húsinu. Makedónía missti boltann og Ísland í sókn með 50 sekúndur eftir. Rúnar lét verja frá sér er 18 sekúndur voru eftir. Ísland tók ekki leikhlé þarna sem var með ólíkindum. Bekkurinn virtist hafa frosið. Makedónar reyndu ekki að sækja, tóku þriðja sætið og gáfu okkur fjórða sætið og leik gegn Frökkum. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. Það var mikið talað um í aðdraganda leiksins hversu þreyttir Makedónarnir yrðu eftir aðeins 19 tíma hvíld milli leikja. Má vel vera að þeir hafi verið þreyttir en það skipti ekki máli því spennan var svo mikil í íslenska liðinu að það gat ekkert í upphafi leiks. Fyrstu fimm skot leiksins klikkuðu og Makedónar komust í 0-4. Fyrsta mark Íslands skoraði Ólafur Guðmundsson eftir 6.30 mínútur. Þetta mark virtist létta álögum af íslenska liðinu því það fór á kostum í kjölfarið. Skoraði fimm mörk í röð og komst yfir, 5-4. Það gekk allt upp og meira að segja Björgvin Páll skoraði úr markinu. Liðið fór á 9-2 sprett og í stöðunni 9-6 var Lino Cervar, þjálfara Makedóníu, nóg boðið og hann tók leikhlé. Við það lagaðist leikur Makedónanna á ný og þeir jöfnuðu, 11-11. Taugar strákanna héldu og þeir héldu frumkvæðinu og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Afar sérstakur hálfleikur að baki. Makedóníu spilaði lengstum með sjö í sókn þó svo liðinu hefði ítrekað verið refsað fyrir það. Það var lítil markvarsla hjá íslenska liðinu, fimm boltar, og vinstri vængurinn var nánast lamaður þar sem lítið kom út úr Ólafi og Janusi Daða. Rúnar Kárason dró vagninn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Geggjaður. Byrjun á síðari hálfleik var frábær. Aron Rafn kom sterkur í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði vel. Hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Bjarki Már kom inn í hornið og skoraði að vild. Geggjuð innkoma. Vinstri vængurinn var áfram lamaður en strákarnir náðu fimm marka forskoti, 20-15. Þarna vildi maður sjá strákana okkar keyra Makedónana í kaf en þeir eru ótrúlega seigir og neituðu að gefast upp. Minnkuðu í þrjú mörk og hótuðu að gera meira. Makedónar misstu tvo menn af velli í stöðunni, 24-21, en íslenska liðið kastaði frá sér boltanum í stað þess að ganga frá andstæðingnum. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Makedónía. Grátlegt! Tveggja marka leikur, 24-22, og ellefu mínútur eftir. Taugarnar voru eitthvað að stríða okkar mönnum þarna því þeir misstu boltann aftur í næstu sókn. Björgvin Páll kom þá aftur inn af bekknum og varði tvo hrikalega mikilvæga bolta á meðan menn virtust vera að fara á taugum í sókninni. Arnór Atlason steig þá upp, bar ábyrgð enn eina ferðina og lúðraði boltanum í markið. 25-22 og fyrsta markið í átta mínútur. Aftur koma Makedónarnir til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 25-24, er rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá fékk Geir Sveinsson nóg og tók leikhlé. Liðið stanslaust að kasta boltanum frá sér og einfaldlega að fara á taugum. Makedónar jöfnuðu svo 25-25 er fjórar mínútur voru eftir. Algjört hrun hjá okkar mönnum. Kiril Lazarov kom svo Makedónum yfir, 25-26, er tvær og hálf mínúta var eftir. Bjarki Már Elísson jafnaði. Allt í járnum en Makedónar svöruðu að bragði. Rúnar Kára jafnaði aftur er rúm mínúta var eftir og allt brjálað í húsinu. Makedónía missti boltann og Ísland í sókn með 50 sekúndur eftir. Rúnar lét verja frá sér er 18 sekúndur voru eftir. Ísland tók ekki leikhlé þarna sem var með ólíkindum. Bekkurinn virtist hafa frosið. Makedónar reyndu ekki að sækja, tóku þriðja sætið og gáfu okkur fjórða sætið og leik gegn Frökkum. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira