Umfjöllun: Belgía - Ísland 80-65 | Fyrsta tapið kom í Belgíu Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2016 19:45 Martin Hermannsson. vísir/ernir Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira