Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Bilið fer vaxandi

Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við.  

Erlent
Fréttamynd

Óákveðnir og nýir ráða úrslitum

Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Allt logar í málaferlum

Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times.

Erlent
Fréttamynd

Barist um hvert atkvæði

Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði.

Erlent
Fréttamynd

Kerry er ekki góður maður

"Ég fékk annað tækifæri til að meta John Kerry og það eina sem ég get sagt er þetta: Þetta er ekki góður maður," sagði Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney varaforseta, þegar hún kynnti eiginmann sinn á kosningafundi. Hún er ósátt Kerry fyrir að hafa blandað samkynhneigðri dóttur Cheney-hjónanna inn í kappræður forsetaefnanna í fyrrinótt.

Erlent
Fréttamynd

Tókust á af hörku

Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir.

Erlent
Fréttamynd

Kerry hafði betur en Bush

John Kerry, forsetaefni demókrata, virðist hafa komist heldur betur frá þriðju og síðustu kappræðum forsetaefna stóru flokkanna en George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hann hafði mun betur í tveimur könnunum sem birtar voru eftir kappræðurnar og sjónarmun betur í þeirri þriðju.

Erlent
Fréttamynd

Lokakappræður Kerry og Bush

Lokakappræður forsetaframbjóðendanna George Bush og Johns Kerrys verða háðar í Arizona í Bandaríkjunum í kvöld. Innanríkismál eiga að vera í brennidepli. Þetta verða þriðju og jafnframt síðustu kappræður þeirra fyrir kosningarnar og vilja sumir sérfræðingar meina að þær muni ekki skipta meginmáli í baráttunni.

Erlent
Fréttamynd

Líklega ekki senditæki

Bungan sem sást á bakinu á George Bush Bandaríkjaforseta í kappræðum á dögunum er að líkindum tilkomin vegna lélegs saumaskapar að mati skraddara á Skólavörðustíg. Þeir sem þekkja til hlustunarbúnaðar telja afar ólíklegt að bungan sé senditæki.

Erlent
Fréttamynd

Fylgið nákvæmlega jafnmikið

Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin.

Erlent
Fréttamynd

Konurnar hrifnar af Kerry

Mjótt er á munum milli demókratans Johns Kerry og sitjandi forseta, George W. Bush í Bandaríkjunum. Eins og danska fréttablaðið, Politiken greinir frá, eru konurnar frekar hrifnar af Kerry en karlarnir af Bush.

Erlent
Fréttamynd

Bush fengi fleiri kjörmenn í dag

George W. Bush Bandaríkjaforseti næði endurkjöri ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri kosningaspá CNN sjónvarpsstöðvarinnar. John Kerry er hins vegar í sókn og getur velgt honum verulega undir uggum, segir í sömu spá.

Erlent
Fréttamynd

Samsæriskenningar í algleymingi

Forsetaframbjóðandi sem hefur með sér bönnuð gögn í kappræðum og forseti sem fær svör sín við spurningum í sömu kappræðum frá aðstoðarmönnum sínum sem segja honum til í gegnum falinn hljóðnema. Þetta er meðal þess sem gengið hefur um netheima að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Kerry með forskot

John Kerry virðist hafa mjakað sér fram úr George Bush miðað við niðurstöður nýjustu könnunar Reuters og Zogbi sem birt var fyrir stundu. Samkvæmt henni hefur Kerry einnar prósentu forskot sem er þó innan skekkjumarka.

Erlent
Fréttamynd

Tókust á af hörku

George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Stríðið í Írak, skattar og atvinnumál voru efst á dagskránni.

Erlent
Fréttamynd

Bush og Kerry nánast jafnir

George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum.  

Erlent
Fréttamynd

Jafntefli varamannanna

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og John Edwards, varaforsetaefni demókrata, tóku hvorn annan engum vettlingatökum þegar þeir mættust í kappræðum í fyrrinótt.

Erlent
Fréttamynd

Kappræður Cheneys og Edwards

Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi.

Erlent
Fréttamynd

Kerry heiðursborgari í Tékklandi?

Sama hvort John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði eða ekki þá stendur honum alla vega til boða að verða heiðursborgari tékkneska bæjarins Horni Benesov.

Erlent
Fréttamynd

Bush og Kerry með jafn mikið fylgi

George Bush og John Kerry hafa jafn mikið fylgi samkvæmt nýrri könnun CBS og New York Times sem birt var í morgun. Báðir njóta stuðnings fjörutíu og sjö prósenta aðspurðra. Viku fyrr var Kerry átta prósentum á eftir Bush.

Erlent
Fréttamynd

Kerry með meira fylgi hjá Newsweek

John Kerry nartar nú í hælana á keppinaut sínum George Bush samkvæmt nýjum fylgiskönnunum og er jafnvel kominn með meira fylgi samkvæmt einni könnun.

Erlent
Fréttamynd

Hnífjafnt hjá Bush og Kerry

George W. Bush Bandaríkjaforseti og öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry njóta jafn mikils fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir sjónvarpsstöðina CNN og dagblaðið USA Today.

Erlent
Fréttamynd

Forskot Bush horfið

Forskot George Bush á John Kerry er horfið samkvæmt nýrri könnun CNN og <em>USA Today</em>. Báðir frambjóðendurnir hafa fjörutíu og níu prósenta fylgi. Sé aðeins litið til skráðra kjósenda er Bush þó ennþá með forskot, 49 prósent á móti 47 prósentum.

Erlent
Fréttamynd

Sjaldan meiri kosningaáhugi

Starfsmenn kosningastjórna víða í Bandaríkjunum höfðu vart undan í gær þegar fjöldi fólks streymdi á skrifstofur kosningastjórna og sýslumannsembætta til að skrá sig á kjörskrá. Víðast hvar í Bandaríkjunum er sömu sögu að segja, mun meira er um nýskráningar kjósenda en fyrir fjórum árum og skráningamet falla í hrönnum.

Erlent
Fréttamynd

Spenna komin í kapphlaupið

Spenna hefur á ný færst í kapphlaupið um Hvíta húsið. Kannanir benda til þess að John Kerry hafi sótt verulega á í kjölfar kappræðna við George Bush í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Stórsókn hjá John Kerry

Demókratinn og forsetaframbjóðandinn John Kerry er kominn með meira fylgi en keppinautur hans, George W. Bush Bandaríkjaforseti, samkvæmt skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Newsweek.

Erlent
Fréttamynd

Kerry betri en Bush hafði betur

Viðbrögð almennings við fyrstu kappræðum forsetaefnanna ættu að gefa John Kerry vonarneista eftir erfitt gengi í kosningabaráttunni undanfarið. Hann þykir almennt hafa staðið sig betur en George W. Bush og bætti ímynd sína. Frammistaða hans virðist þó ekki endilega skila sér í auknu fylgi, í það minnsta fyrst um sinn.

Erlent