Þvers og kruss í félagsmálum 22. október 2004 00:01 Nú þegar átta dagar eru til kosninga í Bandaríkjunum ríkir enn mikil spenna um hver heldur um stjórnvölinn í valdamesta ríki heims næstu fjögur árin. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um stríðið í Írak og það hvor frambjóðendanna er betur til þess fallinn að vernda Bandaríkin gegn hryðjuverkum. Þrátt fyrir mun á málflutningi frambjóðendanna í þessum málum má telja líklegt að forsetakjörið ráði meiru um framvindu ýmissa innanríkismála heldur en hvernig málum vindur fram í Írak. Frambjóðendurnir tveir eru með ólíka sýn í skattamálum og boða ólíkar lausnir í atvinnumálum. Þá eru þeir ósammála um hvernig taka eigi á því að 45 milljónir manna njóta ekki sjúkratrygginga. Einna mestur er þó munurinn þegar kemur að afstöðu þeirra til dauðarefsinga og fóstureyðinga, tveggja málefna sem hafa löngum valdið deilum í Bandaríkjunum. Umdeildar skattalækkanir Ef undan er skilin innrásin í Írak og stríðið gegn hryðjuverkum hefur skattalækkanir borið einna hæst í stjórnartíð George W. Bush. Hann segir að skattalækkanirnar hafi verið nauðsynlegar til að koma efnahagslífinu af stað eftir mikinn samdrátt fyrir utan að peningunum sé betur komið hjá einstaklingunum sem vinna fyrir þeim heldur en stjórnmálamönnum. John Kerry hefur gagnrýnt skattalækkanir Bush harkalega og segir þær fyrst og fremst gagnast þeim ríku, að auki hafi verið óábyrgt að lækka skatta við núverandi kringumstæður því það eigi þátt í mesta fjárlagahalla í sögu Bandaríkjanna. Hann segist því ætla að afturkalla skattalækkanir á alla þá sem hafa meira en 200 þúsund dollara, eða fjórtán milljónir króna, í laun á ári. 45 milljónir án trygginga Eitt af einkennum bandaríska kerfisins er að 45 milljónir Bandaríkjamenn njóta engra heilbrigðistrygginga. Lausnir forsetaefnanna á þessu eru gjörólíkar. Með því að veita lág- og millitekjufólki skattaafslátt vill Bush gera þeim kleift að kaupa sér sjálf tryggingar. Þetta er skref í átt frá því kerfi að fyrirtæki kaupi tryggingar fyrir starfsfólk sitt og áherslan lögð á val einstaklingsins. Hann vill líka veita minni fyrirtækjum skattaafslátt til að kaupa tryggingar fyrir starfsmenn sína. Verði Kerry kjörinn ætlar hann að beita sér fyrir lækkun tryggingaiðgjalda sem hafa hækkað mjög síðustu ár. Það vill hann gera með því að ríkissjóður greiði fyrir kostnaðarsömustu meðferðir þannig að fyrirtæki þurfi ekki að tryggja starfsmenn sína fyrir þeim. Hann vill líka að ríkissjóður aðstoði einstök ríki við að sjá lágtekjufólki og börnum fyrir tryggingum. Leitin að nýjum störfum Fækkun starfa á fyrri hluta kjörtímabilsins veldur því að störf eru nærri milljón færri en þau voru þegar Bush tók við völdum. Forsetinn segir að besta leiðin til að fjölga störfum sé að lækka skatta og bæta skilyrði fyrirtækja, þannig bæti þau hag sinn og geti ráðið fleira starfsfólk. Lokun verksmiðja í Bandaríkjunum og flutningur starfa til útlanda hefur verið í brennidepli í umræðu Kerry um atvinnumál. Hann segist ætla að afnema skattaafslátt af hagnaði bandarískra fyrirtækja erlendis og veita frekar skattalækkanir sem ýti undir sköpun nýrra starfa innanlands. Með og á móti fóstureyðingum Munurinn á stefnu Bush og Kerry í félagsmálum kemur einna best fram í afstöðu þeirra til fóstureyðinga. Að undanskildum undantekningartilfellum á borð við nauðgun, sifjaspell og að móðirin sé í lífshættu er Bush andvígur fóstureyðingum. Hann er einnig hlynntur því að tilkynna verði foreldrum ef dóttir þeirra ætlar í fóstureyðingu og er talinn líklegur til að skipa í Hæstarétt dómara sem eru andvígir fóstureyðingum. Kerry hefur fengið toppeinkunn hjá samtökum sem berjast fyrir réttinum til fóstureyðingar og núll í einkunn hjá samtökum sem berjast gegn fóstureyðingum. Hann er hlynntur réttinum til fóstureyðingar og andvígur því að tilkynna verði foreldrum ef dóttir þeirra ætlar í fóstureyðingu. Segist aðeins skipa hæstaréttardómara sem takmarka ekki réttinn til fóstureyðinga. Hjónaböndin umdeildu Þegar Hæstiréttur Massachusetts, heimaríki Kerry, úrskurðaði að lög sem bönnuðu hjónabönd samkynhneigðra stönguðust á við stjórnarskrá ríkisins varð réttindabarátta samkynhneigðra að einu helsta deilumáli Bandaríkjamanna. Bush er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra og meðmæltur því að breyta stjórnarskránni svo þau verði bönnuð alls staðar í Bandaríkjunum. Hann er andvígur því að samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Kerry er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra en andvígur stjórnarskrárbreytingunni og segir réttast að hvert og eitt ríki ráði þessu. Hann vill annað sambúðarform sem tryggir samkynhneigðum pörum stærstan hluta þeirra réttinda sem hjón njóta. Á öndverðum meiði um dauðarefsingar Bush var um sex ára skeið ríkisstjóri í Texas, því ríki Bandaríkjanna þar sem flestar aftökur eiga sér stað. Hann er fylgjandi þeim og náðaði engan þeirra dauðadæmdu manna sem áfrýjuðu málum sínum. Kerry er andvígur dauðarefsingum nema ef um hryðjuverkamenn er að ræða og segir ævilangt fangelsi þyngri refsingu en dauðadóm. Hann vill fresta aftökum meðan rannsakað er hvernig dauðarefsingunni hefur verið beitt. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Nú þegar átta dagar eru til kosninga í Bandaríkjunum ríkir enn mikil spenna um hver heldur um stjórnvölinn í valdamesta ríki heims næstu fjögur árin. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um stríðið í Írak og það hvor frambjóðendanna er betur til þess fallinn að vernda Bandaríkin gegn hryðjuverkum. Þrátt fyrir mun á málflutningi frambjóðendanna í þessum málum má telja líklegt að forsetakjörið ráði meiru um framvindu ýmissa innanríkismála heldur en hvernig málum vindur fram í Írak. Frambjóðendurnir tveir eru með ólíka sýn í skattamálum og boða ólíkar lausnir í atvinnumálum. Þá eru þeir ósammála um hvernig taka eigi á því að 45 milljónir manna njóta ekki sjúkratrygginga. Einna mestur er þó munurinn þegar kemur að afstöðu þeirra til dauðarefsinga og fóstureyðinga, tveggja málefna sem hafa löngum valdið deilum í Bandaríkjunum. Umdeildar skattalækkanir Ef undan er skilin innrásin í Írak og stríðið gegn hryðjuverkum hefur skattalækkanir borið einna hæst í stjórnartíð George W. Bush. Hann segir að skattalækkanirnar hafi verið nauðsynlegar til að koma efnahagslífinu af stað eftir mikinn samdrátt fyrir utan að peningunum sé betur komið hjá einstaklingunum sem vinna fyrir þeim heldur en stjórnmálamönnum. John Kerry hefur gagnrýnt skattalækkanir Bush harkalega og segir þær fyrst og fremst gagnast þeim ríku, að auki hafi verið óábyrgt að lækka skatta við núverandi kringumstæður því það eigi þátt í mesta fjárlagahalla í sögu Bandaríkjanna. Hann segist því ætla að afturkalla skattalækkanir á alla þá sem hafa meira en 200 þúsund dollara, eða fjórtán milljónir króna, í laun á ári. 45 milljónir án trygginga Eitt af einkennum bandaríska kerfisins er að 45 milljónir Bandaríkjamenn njóta engra heilbrigðistrygginga. Lausnir forsetaefnanna á þessu eru gjörólíkar. Með því að veita lág- og millitekjufólki skattaafslátt vill Bush gera þeim kleift að kaupa sér sjálf tryggingar. Þetta er skref í átt frá því kerfi að fyrirtæki kaupi tryggingar fyrir starfsfólk sitt og áherslan lögð á val einstaklingsins. Hann vill líka veita minni fyrirtækjum skattaafslátt til að kaupa tryggingar fyrir starfsmenn sína. Verði Kerry kjörinn ætlar hann að beita sér fyrir lækkun tryggingaiðgjalda sem hafa hækkað mjög síðustu ár. Það vill hann gera með því að ríkissjóður greiði fyrir kostnaðarsömustu meðferðir þannig að fyrirtæki þurfi ekki að tryggja starfsmenn sína fyrir þeim. Hann vill líka að ríkissjóður aðstoði einstök ríki við að sjá lágtekjufólki og börnum fyrir tryggingum. Leitin að nýjum störfum Fækkun starfa á fyrri hluta kjörtímabilsins veldur því að störf eru nærri milljón færri en þau voru þegar Bush tók við völdum. Forsetinn segir að besta leiðin til að fjölga störfum sé að lækka skatta og bæta skilyrði fyrirtækja, þannig bæti þau hag sinn og geti ráðið fleira starfsfólk. Lokun verksmiðja í Bandaríkjunum og flutningur starfa til útlanda hefur verið í brennidepli í umræðu Kerry um atvinnumál. Hann segist ætla að afnema skattaafslátt af hagnaði bandarískra fyrirtækja erlendis og veita frekar skattalækkanir sem ýti undir sköpun nýrra starfa innanlands. Með og á móti fóstureyðingum Munurinn á stefnu Bush og Kerry í félagsmálum kemur einna best fram í afstöðu þeirra til fóstureyðinga. Að undanskildum undantekningartilfellum á borð við nauðgun, sifjaspell og að móðirin sé í lífshættu er Bush andvígur fóstureyðingum. Hann er einnig hlynntur því að tilkynna verði foreldrum ef dóttir þeirra ætlar í fóstureyðingu og er talinn líklegur til að skipa í Hæstarétt dómara sem eru andvígir fóstureyðingum. Kerry hefur fengið toppeinkunn hjá samtökum sem berjast fyrir réttinum til fóstureyðingar og núll í einkunn hjá samtökum sem berjast gegn fóstureyðingum. Hann er hlynntur réttinum til fóstureyðingar og andvígur því að tilkynna verði foreldrum ef dóttir þeirra ætlar í fóstureyðingu. Segist aðeins skipa hæstaréttardómara sem takmarka ekki réttinn til fóstureyðinga. Hjónaböndin umdeildu Þegar Hæstiréttur Massachusetts, heimaríki Kerry, úrskurðaði að lög sem bönnuðu hjónabönd samkynhneigðra stönguðust á við stjórnarskrá ríkisins varð réttindabarátta samkynhneigðra að einu helsta deilumáli Bandaríkjamanna. Bush er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra og meðmæltur því að breyta stjórnarskránni svo þau verði bönnuð alls staðar í Bandaríkjunum. Hann er andvígur því að samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Kerry er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra en andvígur stjórnarskrárbreytingunni og segir réttast að hvert og eitt ríki ráði þessu. Hann vill annað sambúðarform sem tryggir samkynhneigðum pörum stærstan hluta þeirra réttinda sem hjón njóta. Á öndverðum meiði um dauðarefsingar Bush var um sex ára skeið ríkisstjóri í Texas, því ríki Bandaríkjanna þar sem flestar aftökur eiga sér stað. Hann er fylgjandi þeim og náðaði engan þeirra dauðadæmdu manna sem áfrýjuðu málum sínum. Kerry er andvígur dauðarefsingum nema ef um hryðjuverkamenn er að ræða og segir ævilangt fangelsi þyngri refsingu en dauðadóm. Hann vill fresta aftökum meðan rannsakað er hvernig dauðarefsingunni hefur verið beitt.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira