Bush og Kerry hnífjafnir 19. október 2004 00:01 Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Fáir hafa gleymt vandræðunum sem urðu á Flórída fyrir fjórum árum þegar margra vikna þras og endurtalning kom í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna lægju fyrir. Yfirvöld í ríkinu hafa síðan gert hvað þau gátu til að koma í veg fyrir að sama sagan endurtæki sig, en miðað við tíðindi morgunsins hefur þeim ekki tekist ætlunarverk sitt. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. Kjörseðill fyrir utankjörstaðakosningu í Palm Beach reyndist rangur. Og fulltrúar minnihlutahópa kvarta sáran yfir því að kjörstaðir á svæðum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta séu allt of fáir. Víða mynduðust svo langar biðraðir við kjörstaði að kjósendur gáfust upp eftir klukkustunda landa bið. Aðrir þraukuðu, staðráðnir í að greiða atkvæði og hafa áhrif á úrslit kosninganna með þeim hætti. Flórída er eitt þeirra ríkja sem ráðið gæti úrslitum í kosningunum í ár. Samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby eru fylgi beggja frambjóðenda jafnt á landsvísu. Báðir eru með fjörutíu og fimm prósenta fylgi. Ennþá eru sjö prósent kjósenda óákveðin. John Zogby, yfirmaður Zogby-könnunarfyrirtækisins, segir Kerry þó sækja á, mjög hægt og rólega. Að sama skapi hefur hlutfall líklegra kjósenda, sem telja að Bush eigi skilið að vera endurkjörinn, lækkað. Þeim sem vilja skipta um forseta hefur að sama skapi fjölgað. Jafnt fylgi frambjóðendanna bendir því til þess að Kerry gangi illa að sannfæra óákveðna og óánægða. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Kjósendur virðist samkvæmt könnuninni líta Bush gagnrýnum augum og ánægja með frammistöðu hans er mjög lág, fjörutíu og fjögur prósent. En kjósendur treysta að sama skapi ekki Kerry og telja hann haga seglum eftir vindi. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Fáir hafa gleymt vandræðunum sem urðu á Flórída fyrir fjórum árum þegar margra vikna þras og endurtalning kom í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna lægju fyrir. Yfirvöld í ríkinu hafa síðan gert hvað þau gátu til að koma í veg fyrir að sama sagan endurtæki sig, en miðað við tíðindi morgunsins hefur þeim ekki tekist ætlunarverk sitt. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. Kjörseðill fyrir utankjörstaðakosningu í Palm Beach reyndist rangur. Og fulltrúar minnihlutahópa kvarta sáran yfir því að kjörstaðir á svæðum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta séu allt of fáir. Víða mynduðust svo langar biðraðir við kjörstaði að kjósendur gáfust upp eftir klukkustunda landa bið. Aðrir þraukuðu, staðráðnir í að greiða atkvæði og hafa áhrif á úrslit kosninganna með þeim hætti. Flórída er eitt þeirra ríkja sem ráðið gæti úrslitum í kosningunum í ár. Samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby eru fylgi beggja frambjóðenda jafnt á landsvísu. Báðir eru með fjörutíu og fimm prósenta fylgi. Ennþá eru sjö prósent kjósenda óákveðin. John Zogby, yfirmaður Zogby-könnunarfyrirtækisins, segir Kerry þó sækja á, mjög hægt og rólega. Að sama skapi hefur hlutfall líklegra kjósenda, sem telja að Bush eigi skilið að vera endurkjörinn, lækkað. Þeim sem vilja skipta um forseta hefur að sama skapi fjölgað. Jafnt fylgi frambjóðendanna bendir því til þess að Kerry gangi illa að sannfæra óákveðna og óánægða. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Kjósendur virðist samkvæmt könnuninni líta Bush gagnrýnum augum og ánægja með frammistöðu hans er mjög lág, fjörutíu og fjögur prósent. En kjósendur treysta að sama skapi ekki Kerry og telja hann haga seglum eftir vindi.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira