Erlent

Tókust á af hörku

George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Stríðið í Írak, skattar og atvinnumál voru efst á dagskránni. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum. Kerry dró dómgreind Bush í efa en Bush sagði Kerry veikgeðja og láta undan pólitískum þrýstingi. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og var talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×