Óákveðnir og nýir ráða úrslitum 18. október 2004 00:01 Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. David Rohde kennir stjórnmálafræði við Michigan-háskóla og hefur um árabil fylgst með og rannsakað kosningahegðun bandarískra kjósenda. Hann segir að það séu nokkrir óvissuþættir í kapphlaupinu um Hvíta húsið þó að fáir séu óákveðnir. Hann telur sig vita á hverju líklegt sé að úrslitin velti og þess vegna viti hann ekki hver niðurstaðan verði. Rohde segist þess fullviss að niðurstaðan velti kosningaþátttöku. „Oft er það ekki þannig en ég tel að sú sé raunin núna,“ segir Rohde. Þetta getur komið báðum frambjóðendum til góða. Árið 2000 kusu til að mynda óvenjufáir kristnir íhaldsmenn sem eru sterkur hópur meðal repúblikana. Daginn fyrir kosningar var Bush með allt að fimm prósentustiga forskot í könnunum en var að lokum með um hálfri milljón atkvæða færra, að hluta til vegna þessa. Rohde segir hina hliðina á þátttökujöfnunni snúast um skráningu nýrra kjósenda sem hafi verið að gerast í stórum stíl undanfarið. Það sé hins vegar staðbundið, þ.e. dreifist ekki jafnt yfir landið og ekki jafnt innan ríkjanna. „Mest hefur verið um þetta í stórborgum þar sem eru stórir minnihlutahópar,“ segir Rohde. „Ef þessir nýju kjósendur mæta á kjörstað kemur það sér vel fyrir demókrata - en við vitum það ekki. Þótt þeir séu nýskráðir kjósendur er ekki víst að þeir mæti á kjörstað.“ Það sem skipti því mestu máli í sambandi við kosningaþátttökuna er hvað íhaldssamir, kristnir kjósendur geri og hvað hinir nýskráðu geri. „Þeir geta jafnað hver annan út eða þá að annar hópurinn verður miklu stærri en hinn. Ég held að þetta muni ráða úrslitum,“ segir David Rohde. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. David Rohde kennir stjórnmálafræði við Michigan-háskóla og hefur um árabil fylgst með og rannsakað kosningahegðun bandarískra kjósenda. Hann segir að það séu nokkrir óvissuþættir í kapphlaupinu um Hvíta húsið þó að fáir séu óákveðnir. Hann telur sig vita á hverju líklegt sé að úrslitin velti og þess vegna viti hann ekki hver niðurstaðan verði. Rohde segist þess fullviss að niðurstaðan velti kosningaþátttöku. „Oft er það ekki þannig en ég tel að sú sé raunin núna,“ segir Rohde. Þetta getur komið báðum frambjóðendum til góða. Árið 2000 kusu til að mynda óvenjufáir kristnir íhaldsmenn sem eru sterkur hópur meðal repúblikana. Daginn fyrir kosningar var Bush með allt að fimm prósentustiga forskot í könnunum en var að lokum með um hálfri milljón atkvæða færra, að hluta til vegna þessa. Rohde segir hina hliðina á þátttökujöfnunni snúast um skráningu nýrra kjósenda sem hafi verið að gerast í stórum stíl undanfarið. Það sé hins vegar staðbundið, þ.e. dreifist ekki jafnt yfir landið og ekki jafnt innan ríkjanna. „Mest hefur verið um þetta í stórborgum þar sem eru stórir minnihlutahópar,“ segir Rohde. „Ef þessir nýju kjósendur mæta á kjörstað kemur það sér vel fyrir demókrata - en við vitum það ekki. Þótt þeir séu nýskráðir kjósendur er ekki víst að þeir mæti á kjörstað.“ Það sem skipti því mestu máli í sambandi við kosningaþátttökuna er hvað íhaldssamir, kristnir kjósendur geri og hvað hinir nýskráðu geri. „Þeir geta jafnað hver annan út eða þá að annar hópurinn verður miklu stærri en hinn. Ég held að þetta muni ráða úrslitum,“ segir David Rohde.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira