Eldgos og jarðhræringar Hrauntungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin. Innlent 17.3.2024 10:29 Byrjað að flæða úr tjörninni Enn flæðir hraun úr sprungunni á Reykjanesi, þó dregið hafi úr virkni þar og hraunflæði. Hraunið flæðir í tvær áttir, til vesturs í átt að Grindavíkurvegi, þar sem hraunið hefur farið yfir veginn og nálgast Njarðvíkuræð, og til suðurs í átt að Suðurstrandavegi. Innlent 17.3.2024 10:26 Sjáðu aukafréttatímann vegna eldgossins í heild sinni Aukafréttatími vegna eldgossins á Reykjanesskaga verður í beinni útsendingu klukkan 12 á Stöð 2, Stöð 2 Vísi, Vísi og á Bylgjunni. Innlent 17.3.2024 10:03 Eldgosið í nótt í myndum Svo virðist sem að dregið hafi töluvert úr gosvirkni í nótt og í morgun en þegar mest var, var hraunflæðið við Grindavík mikið. Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg og fór einnig í átt að Suðurstrandaveg. Innlent 17.3.2024 08:26 Vaktin: Meiri gasmökkur nú en í öllum hinum gosunum Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. Innlent 17.3.2024 06:58 Rafmagn tekið af Grindavík Rafmagn var tekið af í Grindavík rétt í þessu en á vefmyndavélum sést að ljós í bænum hafa slokknað. Innlent 17.3.2024 01:19 Fylgst með Íslandi úr öllum áttum Fjölmiðlar um allan heim fjalla um gosið sem hófst milli stóra Skógfells og Hagafells í kvöld. Þó virðist áhugi sumra miðla minni en á síðustu gosum sem voru í kastljósi fjölmiðla. Innlent 16.3.2024 23:46 Hraunið rennur hratt og stefnir á Suðurstrandarveg Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum segir að hrauntungurnar tvær frá gosinu við Grindavík valdi mönnum áhyggjum. Stutt er í að hraun renni bæði yfir Grindavíkur- og Suðurstrandaveg. Innlent 16.3.2024 23:19 Öflugasta gosið hingað til Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri. Innlent 16.3.2024 23:04 Sjö hundruð manns drifu sig úr Bláa lóninu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rýming í Grindavík og í Bláa lóninu hafi gengið vel. Örfáir voru í bænum að hans sögn, en sex- til sjöhundruð í Bláa lóninu. Innlent 16.3.2024 22:35 Þúsundir fylgjast með bandaríska jarðfræðingnum Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey er mikill áhugamaður um eldgos og jarðhræringar á Íslandi. Þegar gýs er hann fljótur að kveikja á vefmyndavél Vísis, rýna í gögnin og sýna frá öllum saman á YouTube. Innlent 16.3.2024 22:32 „Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Innlent 16.3.2024 22:23 Bein útsending: Enn gýs í grennd við Grindavík Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra-Skógfells norðan Grindavíkur klukkan 20:23 í kvöld. Örfáir Grindvíkingar yfirgáfu bæinn og Bláa lónið var rýmt með hraði. Innlent 16.3.2024 21:54 Viðvörunarlúðrar hljóma í Grindavík Síðustu nætur hefur verið gist í fimm til tíu húsum í Grindavík og sáust bílar aka Grindavíkurvegi út úr bænum eftir að eldgosið hófst á níunda tímanum í kvöld. Innlent 16.3.2024 21:50 Virðist vera endurtekið efni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að hann telji að eldgosið muni byggja sig upp í afli og hugsanlega toppa eftir einn til tvo klukkutíma.Síðan muni líklega draga úr gosinu og því ljúka eftir nokkra daga. Innlent 16.3.2024 21:37 Búið að rýma í Bláa lóninu Bláa lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði vegna eldsumbrotanna við Sundhnjúkagígaröðina nú í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu. Innlent 16.3.2024 21:30 Myndband sýnir upphaf eldgossins Eldgos hófst með miklum krafti yfir kvikuganginum í Sundhnúksgígum klukkan 20:23 í kvöld. Sjónarvottar lýsa töluverðu gjóskufalli yfir Grindavíkurvegi undan gosmekkinum. Innlent 16.3.2024 21:22 „Það er verið að rýma Grindavík“ Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu. Innlent 16.3.2024 21:08 Vaktin: Eldgos er hafið á Sundhnúkagígaröðinni Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. Innlent 16.3.2024 20:27 Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. Innlent 16.3.2024 13:00 Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 15.3.2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. Innlent 15.3.2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Innlent 14.3.2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. Innlent 14.3.2024 14:44 Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. Innlent 13.3.2024 14:27 Allt að 75 hús ónýt Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist um fimm hundruð tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember síðastliðinn. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Innlent 13.3.2024 10:43 Kvikumagn komið yfir þau mörk sem hleypt hafa af stað eldgosi Veðurstofan varar við því að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk, sem sett hafa af stað kvikuhlaup og eldgos í Sundhnúksgígaröðinni. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Innlent 12.3.2024 22:11 Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Innlent 12.3.2024 12:02 Grindvíkingar fái sömu kjör og fyrstu kaupendur Bæjarstjórn Grindavíkur ásamt nokkrum félagasamtökum í bænum fer fram á að Grindvíkingar fái sömu kjör við fasteignakaup líkt og um fyrstu kaupendur væri að ræða. Viðskipti innlent 12.3.2024 07:53 Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. Innlent 11.3.2024 21:21 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 133 ›
Hrauntungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin. Innlent 17.3.2024 10:29
Byrjað að flæða úr tjörninni Enn flæðir hraun úr sprungunni á Reykjanesi, þó dregið hafi úr virkni þar og hraunflæði. Hraunið flæðir í tvær áttir, til vesturs í átt að Grindavíkurvegi, þar sem hraunið hefur farið yfir veginn og nálgast Njarðvíkuræð, og til suðurs í átt að Suðurstrandavegi. Innlent 17.3.2024 10:26
Sjáðu aukafréttatímann vegna eldgossins í heild sinni Aukafréttatími vegna eldgossins á Reykjanesskaga verður í beinni útsendingu klukkan 12 á Stöð 2, Stöð 2 Vísi, Vísi og á Bylgjunni. Innlent 17.3.2024 10:03
Eldgosið í nótt í myndum Svo virðist sem að dregið hafi töluvert úr gosvirkni í nótt og í morgun en þegar mest var, var hraunflæðið við Grindavík mikið. Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg og fór einnig í átt að Suðurstrandaveg. Innlent 17.3.2024 08:26
Vaktin: Meiri gasmökkur nú en í öllum hinum gosunum Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. Innlent 17.3.2024 06:58
Rafmagn tekið af Grindavík Rafmagn var tekið af í Grindavík rétt í þessu en á vefmyndavélum sést að ljós í bænum hafa slokknað. Innlent 17.3.2024 01:19
Fylgst með Íslandi úr öllum áttum Fjölmiðlar um allan heim fjalla um gosið sem hófst milli stóra Skógfells og Hagafells í kvöld. Þó virðist áhugi sumra miðla minni en á síðustu gosum sem voru í kastljósi fjölmiðla. Innlent 16.3.2024 23:46
Hraunið rennur hratt og stefnir á Suðurstrandarveg Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum segir að hrauntungurnar tvær frá gosinu við Grindavík valdi mönnum áhyggjum. Stutt er í að hraun renni bæði yfir Grindavíkur- og Suðurstrandaveg. Innlent 16.3.2024 23:19
Öflugasta gosið hingað til Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri. Innlent 16.3.2024 23:04
Sjö hundruð manns drifu sig úr Bláa lóninu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rýming í Grindavík og í Bláa lóninu hafi gengið vel. Örfáir voru í bænum að hans sögn, en sex- til sjöhundruð í Bláa lóninu. Innlent 16.3.2024 22:35
Þúsundir fylgjast með bandaríska jarðfræðingnum Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey er mikill áhugamaður um eldgos og jarðhræringar á Íslandi. Þegar gýs er hann fljótur að kveikja á vefmyndavél Vísis, rýna í gögnin og sýna frá öllum saman á YouTube. Innlent 16.3.2024 22:32
„Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Innlent 16.3.2024 22:23
Bein útsending: Enn gýs í grennd við Grindavík Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra-Skógfells norðan Grindavíkur klukkan 20:23 í kvöld. Örfáir Grindvíkingar yfirgáfu bæinn og Bláa lónið var rýmt með hraði. Innlent 16.3.2024 21:54
Viðvörunarlúðrar hljóma í Grindavík Síðustu nætur hefur verið gist í fimm til tíu húsum í Grindavík og sáust bílar aka Grindavíkurvegi út úr bænum eftir að eldgosið hófst á níunda tímanum í kvöld. Innlent 16.3.2024 21:50
Virðist vera endurtekið efni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að hann telji að eldgosið muni byggja sig upp í afli og hugsanlega toppa eftir einn til tvo klukkutíma.Síðan muni líklega draga úr gosinu og því ljúka eftir nokkra daga. Innlent 16.3.2024 21:37
Búið að rýma í Bláa lóninu Bláa lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði vegna eldsumbrotanna við Sundhnjúkagígaröðina nú í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu. Innlent 16.3.2024 21:30
Myndband sýnir upphaf eldgossins Eldgos hófst með miklum krafti yfir kvikuganginum í Sundhnúksgígum klukkan 20:23 í kvöld. Sjónarvottar lýsa töluverðu gjóskufalli yfir Grindavíkurvegi undan gosmekkinum. Innlent 16.3.2024 21:22
„Það er verið að rýma Grindavík“ Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu. Innlent 16.3.2024 21:08
Vaktin: Eldgos er hafið á Sundhnúkagígaröðinni Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. Innlent 16.3.2024 20:27
Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. Innlent 16.3.2024 13:00
Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 15.3.2024 16:39
Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. Innlent 15.3.2024 12:05
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Innlent 14.3.2024 20:24
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. Innlent 14.3.2024 14:44
Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. Innlent 13.3.2024 14:27
Allt að 75 hús ónýt Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist um fimm hundruð tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember síðastliðinn. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Innlent 13.3.2024 10:43
Kvikumagn komið yfir þau mörk sem hleypt hafa af stað eldgosi Veðurstofan varar við því að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk, sem sett hafa af stað kvikuhlaup og eldgos í Sundhnúksgígaröðinni. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Innlent 12.3.2024 22:11
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Innlent 12.3.2024 12:02
Grindvíkingar fái sömu kjör og fyrstu kaupendur Bæjarstjórn Grindavíkur ásamt nokkrum félagasamtökum í bænum fer fram á að Grindvíkingar fái sömu kjör við fasteignakaup líkt og um fyrstu kaupendur væri að ræða. Viðskipti innlent 12.3.2024 07:53
Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. Innlent 11.3.2024 21:21