„Auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 12:20 Framkvæmdir í bænum munu hefjast eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Arnar Enn er stefnt að umfangsmiklum framkvæmdum í Grindavík þrátt fyrir uppfært hættumat Veðurstofunnar sem segir mikla hættu á eldgosi innan bæjarmarkanna. Þetta segir formaður Grindavíkurnefndar en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna. Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira