„Auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 12:20 Framkvæmdir í bænum munu hefjast eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Arnar Enn er stefnt að umfangsmiklum framkvæmdum í Grindavík þrátt fyrir uppfært hættumat Veðurstofunnar sem segir mikla hættu á eldgosi innan bæjarmarkanna. Þetta segir formaður Grindavíkurnefndar en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna. Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira