Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júlí 2024 18:53 Sölvi og Linda horfa til þess að flytja aftur til Grindavíkur. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim. Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón
Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira