Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á jarð­skjálfta­hrinunni

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga

„Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Engar tilkynningar um tjón eða slys

Engar tilkynningar um tjón eða slys á fólki hafa borist á borð Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir landið á áttunda tímanum í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 5,6 að stærð reið yfir Norðurland

Enn heldur skjálftavirkni áfram fyrir utan strendur norðurlands en nú rétt um klukkan hálf átta í kvöld skjálfti af stærðinni 5,6 yfir en upptök hans var að finna 15,3 km norðvestur af Gjögurtá.

Innlent
Fréttamynd

Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan

Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá.

Innlent
Fréttamynd

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum

Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið.

Innlent