Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 12:01 Virknin í morgun var í grennd við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17
Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54