Borgarstjórn

Fréttamynd

Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál

Ég fór í Borgarleikhúsið að sjá sýninguna 9 líf á dögunum og var upprifin. Í verkinu er rakin saga okkar ástsæla Bubba Morthens, þjóðareign að gefnu tilefni. Það er hvert mannsbarn hér á landi með tengingu við hann og þá sérstaklega tónlistina hans, hvort sem við erum aðdáendur eða ekki. En svo er líka önnur tenging sem stór hópur á við söguna hans Bubba, sú tenging er kannski heldur falin. Eða jafnvel týnd?

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir íbúða í pípunum í Reykjavík

Á næstu tíu árum verða byggðar um eða yfir tíu þúsund íbúðir í Reykjavík og tuttugu og fimm þúsund á næstu tveimur áratugum sem þýðir að fjöldi íbúða í borginni tvöfaldist á þeim tíma. Þá verði tuttugu og fjórum milljörðum varið í uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúða.

Innlent
Fréttamynd

Dag­gæsla á vinnu­stað

Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur segir Ey­þór skjóta pólitískum púður­skotum

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Sveigjan­leg þjónusta fyrir fatlað fólk

Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts

„Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Háaleiti og Bústaðir - hverfis­skipu­lag í þágu íbúa

Kynning á hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði stendur nú yfir en borgarhlutinn, sem samanstendur af Bústaðahverfi, Fossvogi, Háaleiti og Múlum, er sá þriðji á eftir Árbæ og Breiðholti til að fá staðbundið skipulag fyrir sitt nærsamfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili

Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti.

Skoðun
Fréttamynd

Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust

Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast gegn smá­hýsum fyrir heimilis­lausa í Laugar­dal

Borgar­full­trúum Sjálf­stæðis­flokksins líst ekkert á á­form meiri­hlutans um að koma upp smá­hýsum fyrir heimilis­laust fólk í Laugar­dalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir í­búða­á­formum“. Meiri­hlutinn vill koma þeim fyrir í Laugar­dalnum þar sem ekki hefur reynst auð­velt að ná sátt um slík úr­ræði fyrir heimilis­lausa í í­búða­byggð.

Innlent
Fréttamynd

„Er mis­skilningur lygi?“

Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja

Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Skotsvæðið Álfsnesi

Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfn tækifæri til náms fyrir öll börn

Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­ráð sam­þykkir stofnun Jafn­­launa­­stofu

Borgarráð samþykkti í dag einróma að setja á fót sjálfstæða starfseiningu á sviði jafnlaunamála. Starfseiningin ber heitið Jafnlaunastofa og verður einingin sameignarfélag í eigu Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Sér­stakur frí­stunda­styrkur – mikil­vægt rétt­lætis­mál!

Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi.

Skoðun
Fréttamynd

Brugðið eftir alvarlegar hótanir

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­­þægi­­leg stemmning eftir að Ólafur sneri aftur

Ólafur Guð­munds­son, vara­borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, hefur tekið aftur sæti sem vara­maður í ráðum sem hann sat í hjá borginni áður en hann vék úr þeim í byrjun árs vegna um­mæla sem hann lét falla um skot­á­rás á fjöl­skyldu­bíl Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra. Borgar­full­trúi Pírata furðar sig á þessu og segir það hafa verið ó­þægi­legt að sitja fund með Ólafi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Regnboginn á heima í miðborginni

Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um.

Skoðun
Fréttamynd

Göngu­götur Regn­bogans

Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál.

Skoðun
Fréttamynd

Lang­þreyttir for­eldrar leik­skóla­barna í Reykja­vík

Til þeirra sem málið varðar. Ég er foreldri tveggja barna á leikskólaaldri. Yngri sonur minn er að hefja skólagöngu sína í leikskóla hjá Reykjavíkurborg núna á föstudaginn, hann er rúmlega tveggja ára. Eldri sonur minn er að hefja síðasta vetur sinn á leikskólanum.

Skoðun