Koma á fót nýjum áfangaheimilum og vilja fækka neyðarskýlum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 20:29 Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur ákveðið að koma á fót nýju millistigs úrræði fyrir heimilislausa, meðal annars í formi áfangahúsnæðis. Markmiðið er að takmarka þann tíma sem fólk dvelur í neyðarskýlum en formaður velferðarráðs vonar að í framtíðinni verði ekki þörf á slíkum skýlum. Ríki og sveitarfélög þurfi að marka sér stefnu í málaflokknum. Borgin samþykkti upprunalega stefnu í málefnum heimilislausra árið 2019 og frá þeim tíma hafa aðgerðaráætlanir til skemmri tíma verið samþykktar í velferðarráði. Nú er unnið að nýrri áætlun í velferðarráði og skiluðu þau áfangaáætlun í vikunni. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir það hafa verið ákveðið að koma inn með nýtt milli húsnæði eða áfangahúsnæði þar sem fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir getur búið í skemmri tíma í húsnæði með stuðningi. Um er að ræða millistig frá neyðarskýlunum, sem að sögn Heiðu hefur vantað, þar sem tekið er tillit til óska og þarfa einstakling í auknum mæli. „Þannig við getum í rauninni úthlutað í framhaldinu varanlegri búsetumöguleikum fyrir viðkomandi með stuðningi sem að hentar. Þannig helst kannski að reyna að takmarka þann tíma sem að fólk er í þessum neyðarskýlum en líka vanda okkur enn meira þegar það er úthlutað í varanlegt húsnæði,“ segir Heiða. Þegar hafa fimm konur fengið úthlutað slíku húsnæði og sex munu fá úthlutað á næstu dögum en sömuleiðis var ákveðið að opna áfangaheimili fyrir átta karlmenn á næstu mánuðum. Vilja fækka neyðarskýlum á endanum Ýmis neyðarrými eru þegar til og var þeim tímabundið fjölgað nýverið en Heiða bendir á að það sé ekki búseta eða góður staður til að vera á. Þau vilji takmarka þann tíma sem fólk er í slíkum úrræðum og stendur ekki til að fjölga þeim meira í framhaldinu, enda sé það andstætt þeirra stefnu. „Við ættum að geta tekið betur utan um það fólk sem að þarna lendir og gera það hraðar og betur. Þannig í framtíðinni ætlum við okkur, og höfum sett okkur það markmið, að vera með færri svona rými. Þau ættu ekki að þurfa að vera svona mörg og það á ekki að þurfa að staldra við þar svona lengi,“ segir Heiða. Farið verður nú í að greina kostnaðinn og möguleika til að opna fleiri úrræði og niðurstaðan lögð fram í lok maí. Ríki og sveitarfélög geti tekið borgarfulltrúa til fyrirmyndar Samhljómur sé í borgarstjórn í málaflokknum en Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti meðal annars athygli á málinu í aðsendri grein á Vísi í dag. Öflugur stuðningur fólks víðs vegar að og þvert á flokka hafi gefið tillögu, sem hún hafi upprunalega lagt fram um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur árið 2021, byr undir báða vængi og stefna til framtíðar mörkuð. „Við höfum verið það lánsöm í Reykjavíkurborg að borgarfulltrúarnir hafa verið mjög samstíga í þessum málaflokki og ég held að það sé mikið gæfuspor og hefur gert okkur kleift að gera mjög margt á mjög skömmum tíma,“ segir Heiða og bætir við að Alda hafi tekið fullan þátt í vinnunni. Þingmenn og sveitarstjórnir megi taka það til fyrirmyndar en ekki sé um að ræða flokkspólitískt mál heldur mál samfélagsins. „Við höfum kallað eftir því að fá bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið með okkur í lið með það að það verði gerð stefna fyrir Ísland um það hvernig við ætlum að gera þetta og við höfum séð að það er þannig í löndunum í kringum okkur, það er einhvers konar landsstefna og áætlun þar sem að ríki og sveitarfélög taka sig öll saman um að þjónusta þennan hóp sem lendir þarna eins hratt og vel og hægt er,“ segir Heiða. Málefni heimilislausra Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Borgin samþykkti upprunalega stefnu í málefnum heimilislausra árið 2019 og frá þeim tíma hafa aðgerðaráætlanir til skemmri tíma verið samþykktar í velferðarráði. Nú er unnið að nýrri áætlun í velferðarráði og skiluðu þau áfangaáætlun í vikunni. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir það hafa verið ákveðið að koma inn með nýtt milli húsnæði eða áfangahúsnæði þar sem fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir getur búið í skemmri tíma í húsnæði með stuðningi. Um er að ræða millistig frá neyðarskýlunum, sem að sögn Heiðu hefur vantað, þar sem tekið er tillit til óska og þarfa einstakling í auknum mæli. „Þannig við getum í rauninni úthlutað í framhaldinu varanlegri búsetumöguleikum fyrir viðkomandi með stuðningi sem að hentar. Þannig helst kannski að reyna að takmarka þann tíma sem að fólk er í þessum neyðarskýlum en líka vanda okkur enn meira þegar það er úthlutað í varanlegt húsnæði,“ segir Heiða. Þegar hafa fimm konur fengið úthlutað slíku húsnæði og sex munu fá úthlutað á næstu dögum en sömuleiðis var ákveðið að opna áfangaheimili fyrir átta karlmenn á næstu mánuðum. Vilja fækka neyðarskýlum á endanum Ýmis neyðarrými eru þegar til og var þeim tímabundið fjölgað nýverið en Heiða bendir á að það sé ekki búseta eða góður staður til að vera á. Þau vilji takmarka þann tíma sem fólk er í slíkum úrræðum og stendur ekki til að fjölga þeim meira í framhaldinu, enda sé það andstætt þeirra stefnu. „Við ættum að geta tekið betur utan um það fólk sem að þarna lendir og gera það hraðar og betur. Þannig í framtíðinni ætlum við okkur, og höfum sett okkur það markmið, að vera með færri svona rými. Þau ættu ekki að þurfa að vera svona mörg og það á ekki að þurfa að staldra við þar svona lengi,“ segir Heiða. Farið verður nú í að greina kostnaðinn og möguleika til að opna fleiri úrræði og niðurstaðan lögð fram í lok maí. Ríki og sveitarfélög geti tekið borgarfulltrúa til fyrirmyndar Samhljómur sé í borgarstjórn í málaflokknum en Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti meðal annars athygli á málinu í aðsendri grein á Vísi í dag. Öflugur stuðningur fólks víðs vegar að og þvert á flokka hafi gefið tillögu, sem hún hafi upprunalega lagt fram um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur árið 2021, byr undir báða vængi og stefna til framtíðar mörkuð. „Við höfum verið það lánsöm í Reykjavíkurborg að borgarfulltrúarnir hafa verið mjög samstíga í þessum málaflokki og ég held að það sé mikið gæfuspor og hefur gert okkur kleift að gera mjög margt á mjög skömmum tíma,“ segir Heiða og bætir við að Alda hafi tekið fullan þátt í vinnunni. Þingmenn og sveitarstjórnir megi taka það til fyrirmyndar en ekki sé um að ræða flokkspólitískt mál heldur mál samfélagsins. „Við höfum kallað eftir því að fá bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið með okkur í lið með það að það verði gerð stefna fyrir Ísland um það hvernig við ætlum að gera þetta og við höfum séð að það er þannig í löndunum í kringum okkur, það er einhvers konar landsstefna og áætlun þar sem að ríki og sveitarfélög taka sig öll saman um að þjónusta þennan hóp sem lendir þarna eins hratt og vel og hægt er,“ segir Heiða.
Málefni heimilislausra Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira