Úkraína

Fréttamynd

Úkraínu­menn hafa náð valdi yfir Súdsja

Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk

Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

Pútín hótar hefndum fyrir inn­rásina í Kúrsk

Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínu­menn vilji valda upp­lausn

Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Rússar lýsa yfir neyðar­á­standi

Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu.

Erlent
Fréttamynd

Tók á móti fyrstu F-16 þotunum

Úkraínumenn hafa tekið á móti fyrstu F-16 herþotunum. Þetta staðfesti Volódómír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi þar sem tvær slíkar þotur voru í bakgrunni. 

Erlent
Fréttamynd

Selenskí til­búinn að vinna með Trump

Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir það gæti orðið erfitt að vinna með Donald Trump, verði hann endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, en hann óttist ekki erfiði. Hann kveðst tilbúinn til að vinna með hverjum sem er við völd í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mikill aðstoðarpakki á leiðinni

Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, segist ætla að bandalagsþjóðir samþykki að veita Úkraínumönnum umfangsmikinn aðstoðarpakka á afmælisfundi bandalagsins sem hófst í Washington í gær og stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum.

Erlent
Fréttamynd

Eld­flaugin greini­lega úr rúss­nesku vopna­búri

Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri.

Erlent
Fréttamynd

Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu

Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar.

Erlent