„Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 06:46 Mariana Betsa er varautanríkisráðherra Úkraínu. Vísir/Ívar Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi. Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira