Hildur Sverrisdóttir

Fréttamynd

Einni af okkur nauðgað

Í vikunni barst sú hræðilega frétt að danskri konu hefði verið nauðgað á Indlandi. Konan hafði villst af leið og hópur manna króaði hana af og nauðgaði henni. Við lestur frétta af þessu tagi setur mann hljóðan. Það er nánast ómennskt að finna ekki til samkenndar og hugsa hvað heimurinn getur verið ljótur.

Bakþankar
Fréttamynd

Össur og strákarnir

Ein af jólabókunum sem ég las er bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans. Hún er skemmtileg lesning enda Össur litríkur stjórnmálamaður. Hann fer á ítarlegan hátt yfir hvernig hann var að plotta og stússast í pólitík eins og þarf þegar maður er utanríkisráðherra.

Bakþankar
Fréttamynd

Gleðilegar vetrarsólstöður

Aðventuljósin okkar eru þannig tilkomin að heildsali flutti þau inn frá Svíþjóð á sjöunda áratugnum og þau komust fljótt í mikinn og landlægan móð. Sem sagt eitt af æðum landsmanna sem enduðu ekki á haugunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Karlar sem hjálpa konum

Fyrir tíu árum bjó ég í hverfi í London sem var heldur skuggalegt. Eitt kvöldið var ég að ganga heim og sé að fram undan er maður sem gengur til móts við mig en annars vorum við alein. Ósjálfráðar hugsanir um hvort ég væri mögulega í hættu stödd spruttu fram, en úr þeim var svo sem ekki unnið að öðru leyti en að halda bara göngunni áfram en hafa þó lykla í krepptri lúkunni til að vera smá vopnbúin ef hann réðist á mig.

Bakþankar
Fréttamynd

Ferskir vindar og framtíð fyrir borgina

Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni.

Skoðun
Fréttamynd

Beint lýðræði og borgarstjóri

Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg aukið samtal við borgarbúa og fengið þeim tæki til að taka beinar ákvarðanir í nærsamfélagi sínu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með að borgarbúar taki þátt í ákvörðunum um hvernig peningunum þeirra er forgangsraðað

Skoðun
Fréttamynd

Of auðvelt að taka meira

Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt

Skoðun
Fréttamynd

Símakrókur, húsbóndaherbergi, bílastæði

Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi.

Skoðun
Fréttamynd

Mengun hinna ilmandi snúða

Þytur í laufum og árniður trufla okkur minna en umferðarniður. Við höfum meira þol gagnvart hljóðum sem við erum vön og tökum sem sjálfsögðum. Því heyrum við varla fuglasönginn en pirrumst yfir tónlistaróm í grenndinni. Það er áhugavert að velta upp hvaða fleiri hlutum í umhverfi okkar við höfum vanist þannig að þeir trufla okkur ekkert, þó við myndum taka þeim með fyrirvara ef þeir kæmu fyrst til sögunnar nú.

Bakþankar
Fréttamynd

"Britney olli hjólreiðaslysi“

Um daginn var ég á gangi og með mér í eyrunum var Britney vinkona mín með leyni-uppáhalds-vonda-laginu Piece of me. Sem er sko stórkostlegt lag þegar maður þarf smá auka kjarnakonukraft.

Bakþankar
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfi á hlaupum

Undanfarna daga er búið að vera einstaklega notalegt að vera á Facebook þar sem hver á fætur öðrum tilkynnir um maraþonhlaup í þágu góðgerða. Það er fallegt hvað margir styrkja eitthvað sem er þeim tengt, í minningu eða til stuðnings einhverjum sem þeim þykir vænt um. Það minnir okkur á það góða við að vera í samfélagi manna.

Bakþankar
Fréttamynd

Fávitar og hommar

Ég sagði vinum mínum frá þeirri upplifun að hafa farið á afskekkta eyju í Viktoríuvatni þar sem börnin örmögnuðust af hlátri yfir að ég væri svo hvít að það væri enginn litarmunur á handarbakinu og lófanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Druslufantasíur

Eldgamalt, landlægt og óþolandi er eitt fyrirbæri sem á ensku kallast "victim blaming“. Það er þegar fundnar eru fordómafullar og ómálefnalegar ástæður til að skella skuldinni á þolendur ofbeldis.

Bakþankar
Fréttamynd

Blessuð!

Í íslenskum kveðjum eru klassískar óskirnar um blessun guðs, en fallegasta kveðjan finnst mér vera vertu sæll.

Bakþankar
Fréttamynd

Steypiskúr úr hrákadalli

Þegar heitt er í hamsi er skiljanlegt að fólk vilji koma sínu á framfæri á beinskeyttan hátt. Í þeim anda líkir forsætisráðherra gagnrýni á sig við loftárásir. Hann er ekki sá eini sem grípur til samlíkinga við stríðsverk til að fjalla um pólitísk bitbein.

Bakþankar
Fréttamynd

Slóri til varnar

Ég hef alltaf unnið allt á síðustu stundu. Ég hef skammað mig talsvert fyrir það enda glatað að vera lífsins ómögulegt að gera handtak nema í tímahraki. Svo kynntist ég lögmáli herra Parkinson, nýs vinar míns.

Bakþankar
Fréttamynd

Játning úr aðdáendaklúbbi Jennifer

Ég veit ekki af hverju ég tók skýra afstöðu í skilnaði sem kom mér ekkert við og ég vissi ekkert um. En ég skyldi halda með Jennifer hvað sem tautaði og raulaði. Þessi Angelina virtist eitthvað tvöföld. Svo fór Angelina að ættleiða börn og vekja athygli á bágum aðstæðum barna víða um heim. Ég tók því með fyrirvara. Svo varð hún einhvers konar góðgerðasendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og finnst víst merkilegra að heimsækja flóttamannabúðir en rauða dregla.

Bakþankar
Fréttamynd

I approve this message

Í nýafstöðnum kosningum klæddu gamlar konur sig upp, einhverjir flögguðu, allavega einn fékk ís og enginn gerði þarfir sínar í kjörkassa. ÖSE-menn voru sáttir, herbergi var innsiglað og svo fundið út úr því hvernig ætti að komast inn í það. Formenn flokkanna tóku niðurstöðum af jafnaðargeði enda í þjálfun eftir málefnalega og skætingslitla kosningabaráttu.

Bakþankar
Fréttamynd

Að læka skatta

Um daginn áttum við vinur minn spjall sem hefur setið í mér. Ég talaði um nauðsyn þess að lækka skatta til að auka hagvöxt og svo ætlaði ég eflaust að segja eitthvað annað mikilvægt þar að lútandi þegar hann grípur fram í fyrir mér. Hann spyr mig hvernig eigi að greiða fyrir þessar skattalækkanir þar sem hver einasta króna ríkisins sé þegar nýtt. Um leið og hann spurði áttaði ég mig á að yfirleitt þegar ég viðra þá skoðun mína að það þurfi að lækka skatta fæ ég þessa sömu spurningu frá mér skoðanaóskyldum.

Bakþankar
Fréttamynd

Kippir í kynið

Feðgar lenda í bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er fluttur á spítala og í aðgerð. Þá segir læknirinn: "Ég get ekki framkvæmt aðgerðina því hann er sonur minn.“ Hvernig má svo vera?

Bakþankar
Fréttamynd

Myndin af heiminum

Það er sniðugt þegar augnablik nást á filmu sem gefa spaugilegri mynd af aðstæðum en þær kannski voru. Nýleg dæmi eru þegar tveir ráðherrar virtust sofa í þingsal, sem og sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég veit ekki hvert sannleiksgildi myndanna er og það skiptir minna máli – stundum má skemmtanagildið ráða för.

Bakþankar
Fréttamynd

Fantasíur

Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskt, nei takk

Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér.

Skoðun
Fréttamynd

Er vændi auglýst í Fréttablaðinu?

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sagði í fréttum RÚV 28. september sl. að enginn vafi léki á því að vændi sé auglýst í smáauglýsingum Fréttablaðsins undir yfirskini nuddauglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milligöngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakanir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum.

Skoðun
Fréttamynd

Þar sem ábyrgðin liggur

Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur.

Skoðun
Fréttamynd

Frestum 15 metrunum

Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Eru Píkusögur klám?

Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám.

Skoðun