Fávitar og hommar Hildur Sverrisdóttir skrifar 9. ágúst 2013 10:15 Ég sagði vinum mínum frá þeirri upplifun að hafa farið á afskekkta eyju í Viktoríuvatni þar sem börnin örmögnuðust af hlátri yfir að ég væri svo hvít að það væri enginn litarmunur á handarbakinu og lófanum. Í samhengi sögunnar notaði ég orðið blökkubörn og var snupruð fyrir að nota svo fordómafullt orð. Það var áhugavert því það er að ég held ekki að finna örðu af fordómum hjá mér í garð þessara fallegu barna. Ég veit heldur satt best að segja ekki alveg hvaða íslenska orð væri pólitískt réttara að nota um húðlit þeirra – eða hvort hægt sé meta meinta fordóma eða fordómaleysi út frá slíkri orðnotkun. Við þekkjum flest hvað það kemur illa við okkur að sjá texta frá síðustu öld þar sem er talað um fávitahæli. Við jesúsum okkur og hugsum með hryllingi til þess að fötluðum einstaklingum hafi mætt svona fordómar. En orðið fáviti er reyndar í grunninn mjög fallegt– sem og orðið vangefinn. Falleg orð sem hafa skrumskælst og orðið ljót með árunum. Þá hefur verið gripið til þess að búa til ný orð. Þegar orðið fáviti var orðið of neikvætt var fundið nýtt orð yfir fötlunina – og svo koll af kolli. Mér skilst að í dag sé við hæfi að tala um þroskahömlun ýmiss konar. Sem er gott og blessað. Þangað til börn í dag fara að uppnefna hvert annað þroskahamlað þegar pólitískt rétthugsandi foreldrar þeirra eru að leggja sig. Þá þarf að finna annað orð. Það er umhugsunarvert af hverju við búum til ný og ný orð til að reyna að stemma af og breiða yfir fordóma – þegar nær væri að tækla bara sjálfa fordómana. Það er því töff að samkynhneigt fólk notar sjálft með stolti flest ef ekki öll þau orð sem notuð hafa verið til að uppnefna það í niðrandi merkingu. Með því hafa þau snúið á fordómaraddirnar – fordóma sem hverfa nefnilega ekki úr ljótum hugsunum með nýjum og áferðarfallegri orðum. Í tilefni gleðilegra og mikilvægra Hinsegin daga segi ég því: Áfram hommar og lessur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Ég sagði vinum mínum frá þeirri upplifun að hafa farið á afskekkta eyju í Viktoríuvatni þar sem börnin örmögnuðust af hlátri yfir að ég væri svo hvít að það væri enginn litarmunur á handarbakinu og lófanum. Í samhengi sögunnar notaði ég orðið blökkubörn og var snupruð fyrir að nota svo fordómafullt orð. Það var áhugavert því það er að ég held ekki að finna örðu af fordómum hjá mér í garð þessara fallegu barna. Ég veit heldur satt best að segja ekki alveg hvaða íslenska orð væri pólitískt réttara að nota um húðlit þeirra – eða hvort hægt sé meta meinta fordóma eða fordómaleysi út frá slíkri orðnotkun. Við þekkjum flest hvað það kemur illa við okkur að sjá texta frá síðustu öld þar sem er talað um fávitahæli. Við jesúsum okkur og hugsum með hryllingi til þess að fötluðum einstaklingum hafi mætt svona fordómar. En orðið fáviti er reyndar í grunninn mjög fallegt– sem og orðið vangefinn. Falleg orð sem hafa skrumskælst og orðið ljót með árunum. Þá hefur verið gripið til þess að búa til ný orð. Þegar orðið fáviti var orðið of neikvætt var fundið nýtt orð yfir fötlunina – og svo koll af kolli. Mér skilst að í dag sé við hæfi að tala um þroskahömlun ýmiss konar. Sem er gott og blessað. Þangað til börn í dag fara að uppnefna hvert annað þroskahamlað þegar pólitískt rétthugsandi foreldrar þeirra eru að leggja sig. Þá þarf að finna annað orð. Það er umhugsunarvert af hverju við búum til ný og ný orð til að reyna að stemma af og breiða yfir fordóma – þegar nær væri að tækla bara sjálfa fordómana. Það er því töff að samkynhneigt fólk notar sjálft með stolti flest ef ekki öll þau orð sem notuð hafa verið til að uppnefna það í niðrandi merkingu. Með því hafa þau snúið á fordómaraddirnar – fordóma sem hverfa nefnilega ekki úr ljótum hugsunum með nýjum og áferðarfallegri orðum. Í tilefni gleðilegra og mikilvægra Hinsegin daga segi ég því: Áfram hommar og lessur!
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun