Myndin af heiminum Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. mars 2013 06:00 Það er sniðugt þegar augnablik nást á filmu sem gefa spaugilegri mynd af aðstæðum en þær kannski voru. Nýleg dæmi eru þegar tveir ráðherrar virtust sofa í þingsal, sem og sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég veit ekki hvert sannleiksgildi myndanna er og það skiptir minna máli – stundum má skemmtanagildið ráða för. Í vikunni varð ég sjálf efniviður slíkrar ljósmyndar þar sem ég virtist mædd á svip undir ræðuhöldum á málfundi meðan sessunautur minn sat sem bugaður með andlit í greipum sér. Þetta var fyndin mynd sem var gripin á lofti og fór á kreik á netinu. Fyrir mig var það nokkuð áhugaverð reynsla, þar sem ég hef fyrir löngu greint sjálfa mig með fóbíu fyrir myndavæðingu samtímans. Vitaskuld má búast við opinberum myndum frá opinberum vettvangi. En fóbían felst í að mörkin liggja ekki lengur þar. Lengi vel fólst eina áhættutakan á mörkum einkalífs og hinnar opinberu ásýndar í því að stelast nývaknaður á náttbuxunum út í bakarí. Það var vel hægt að komast upp með að mæta sjúskaður í fjölskylduboð eða í saumaklúbb og háma í sig tertu án þess að þurfa að svara til saka fyrir það gagnvart öðrum en sínum nánustu. Í dag skrifast það á ábyrgðarlausa áhættuhegðun ef ekki er um leið haft vökult auga með tagg-glaða frændanum eða æstu vinkonunni á Instagram. Fóbía er skilgreind sem órökrétt hræðsla og eflaust er órökrétt að vera hræddur við fjölskyldumyndatökur. Það á hins vegar rétt á sér að setja spurningarmerki við að Pétur og Páll, stóri bróðir og vinkona hans hafi með þessari þróun aukinn og auðveldari aðgang að því hvað allir aðrir eru að bauka. Almennt gerum við ráð fyrir að vera vernduð með vísan til réttarins til friðhelgi einkalífs. Mannréttindi eiga þó til að rekast hver utan í önnur og því ekki svart á hvítu hvort réttindi þess sem lendir inni á mynd trompi tjáningarfrelsi þess sem tekur hana. Þar gæti sumsé togast á réttur minn til að njóta tertu í friði með rjóma út á kinn og réttur Nonna frænda til að festa það á mynd og deila með umheiminum. Það er ekki að ástæðulausu að sérstakar reglur laga um persónuvernd gilda um upptökur úr öryggismyndavélum. Á hinn bóginn höfum við sjálf komið okkur upp okkar eigin handhæga myndavélabúnaði sem getur kortlagt tilveru okkar nánast eins og hún leggur sig án þess að við séum sérstaklega vernduð gagnvart því. Kannski erum við aðeins að upplifa vaxtarverki tæknivæðingarinnar sem munu jafna sig áður en við skiptum óvart á friðhelgi einkalífsins fyrir nokkur læk. Annars mæli ég bara með að ávallt viðbúinn öðlist nýja merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Það er sniðugt þegar augnablik nást á filmu sem gefa spaugilegri mynd af aðstæðum en þær kannski voru. Nýleg dæmi eru þegar tveir ráðherrar virtust sofa í þingsal, sem og sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég veit ekki hvert sannleiksgildi myndanna er og það skiptir minna máli – stundum má skemmtanagildið ráða för. Í vikunni varð ég sjálf efniviður slíkrar ljósmyndar þar sem ég virtist mædd á svip undir ræðuhöldum á málfundi meðan sessunautur minn sat sem bugaður með andlit í greipum sér. Þetta var fyndin mynd sem var gripin á lofti og fór á kreik á netinu. Fyrir mig var það nokkuð áhugaverð reynsla, þar sem ég hef fyrir löngu greint sjálfa mig með fóbíu fyrir myndavæðingu samtímans. Vitaskuld má búast við opinberum myndum frá opinberum vettvangi. En fóbían felst í að mörkin liggja ekki lengur þar. Lengi vel fólst eina áhættutakan á mörkum einkalífs og hinnar opinberu ásýndar í því að stelast nývaknaður á náttbuxunum út í bakarí. Það var vel hægt að komast upp með að mæta sjúskaður í fjölskylduboð eða í saumaklúbb og háma í sig tertu án þess að þurfa að svara til saka fyrir það gagnvart öðrum en sínum nánustu. Í dag skrifast það á ábyrgðarlausa áhættuhegðun ef ekki er um leið haft vökult auga með tagg-glaða frændanum eða æstu vinkonunni á Instagram. Fóbía er skilgreind sem órökrétt hræðsla og eflaust er órökrétt að vera hræddur við fjölskyldumyndatökur. Það á hins vegar rétt á sér að setja spurningarmerki við að Pétur og Páll, stóri bróðir og vinkona hans hafi með þessari þróun aukinn og auðveldari aðgang að því hvað allir aðrir eru að bauka. Almennt gerum við ráð fyrir að vera vernduð með vísan til réttarins til friðhelgi einkalífs. Mannréttindi eiga þó til að rekast hver utan í önnur og því ekki svart á hvítu hvort réttindi þess sem lendir inni á mynd trompi tjáningarfrelsi þess sem tekur hana. Þar gæti sumsé togast á réttur minn til að njóta tertu í friði með rjóma út á kinn og réttur Nonna frænda til að festa það á mynd og deila með umheiminum. Það er ekki að ástæðulausu að sérstakar reglur laga um persónuvernd gilda um upptökur úr öryggismyndavélum. Á hinn bóginn höfum við sjálf komið okkur upp okkar eigin handhæga myndavélabúnaði sem getur kortlagt tilveru okkar nánast eins og hún leggur sig án þess að við séum sérstaklega vernduð gagnvart því. Kannski erum við aðeins að upplifa vaxtarverki tæknivæðingarinnar sem munu jafna sig áður en við skiptum óvart á friðhelgi einkalífsins fyrir nokkur læk. Annars mæli ég bara með að ávallt viðbúinn öðlist nýja merkingu.