Netglæpir

Fréttamynd

Vara við tor­tryggi­legum Toyota-gjafa­leik

„Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í.

Innlent
Fréttamynd

CERT-IS varar við vef­veiðum í gegnum smá­skila­boð

Netöryggis- og viðbragðsteymi CERT-IS segir ástæða til að vara við vefveiðum í gegnum smáskilaboð, sem teymið segir hafa færst í aukana á síðustu vikum. Nýmæli er að nú virðist svindlið beinast gegn rafrænum skilríkjum fólks.

Innlent
Fréttamynd

Réttur net­svika­brota­þola enn ó­ljós

Fjölmörg mál sem varða svokölluð Messenger svik hafa komið inn á borð Neytendasamtakanna undanfarna daga. Neytendasamtökin hvetja brotaþola til að ganga úr skugga hvort þeir eigi einkaréttakröfu á sinn viðskiptabanka.

Innlent
Fréttamynd

„Messenger svikabylgja“ herjar á landann

Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir.

Innlent
Fréttamynd

Netöryggi og samskipti: Lyktar þú eins og phiskur?

Stafræna umbreytingin er á fullri ferð sem þýðir að við þurfum að læra á nýjar hættur. Ein stærsta ógnin sem bæði einstaklingar og fyrirtæki standa frammi fyrir í dag eru svikapóstar (phishing). Þessir póstar eru ýmist til þess fallnir að reyna að svíkja peninga af viðkomandi, komast inn í kerfi til að taka þau yfir, eða nálgast viðkvæmar eða leynilegar upplýsingar.

Skoðun
Fréttamynd

Netárás á vef Fréttablaðsins

Netárás var gerð í morgun á vef Fréttablaðsins. Hótun barst ritstjórn blaðsins um að vefnum yrði lokað í kvöld verði hún ekki við beiðni um opinbera afsökun vegna myndar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Taktu tvær – vörumst netglæpi

Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka?

Skoðun
Fréttamynd

Net­þrjótarnir þaul­skipu­lagðir í Lands­banka-svikum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. 

Innlent
Fréttamynd

Vara við falskri vef­síðu Lands­bankans

Landsbankinn varar við svikum sem hafa átt sér stað að undanförnu í nafni bankans. Töluvuþrjótar hafa stofnað vefsíðu, keimlík vefsíðu Landsbankans, þar sem fólk hefur misst háar upphæðir fjár, haldandi að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu

Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni.

Skoðun
Fréttamynd

Gífur­leg aukning í til­kynningum um nets­vindl

Tilkynningum um netárásir hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt ársskýrslu CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptasofu. Rúm tvöföldun hefur verið í tilkynningum um netsvindl milli áranna 2020 og 2021 á sama tíma og tölvuþrjótar nota æ þróaðri aðferðir til að herja á lykilorðabanka og viðkvæm gögn.

Innlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótur sendi 400 tilhæfulausa reikninga í nafni Orra Vignis

Um 400 einstaklingar tengdir framkvæmdastjóra Frumherja fengu senda tilhæfulausa reikninga í nafni hans nú í morgun. Bíræfinn einstaklingur bjó til reikning í nafni framkvæmdastjórans. Yfirmaður netöryggisráðgjafar hjá Deloitte segist merkja aukningu í veiðipóstum sem beint er að stjórnendum fyrirtækja.

Innherji
Fréttamynd

Kapp­kosta við þjálfun starfs­fólks til að geta sinnt verk­efnum kollega sinna á flótta í Úkraínu

Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim.

Viðskipti innlent