Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 21:39 Jóhanna Vigdís brýnir til fyrirtækja og stofnanna að leita að öryggisveikleikum með forvirkum hætti. Vísir/Samsett Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún. Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún.
Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira