Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Óðinn bæði á fyrsta og tuttugasta Stórmóti ÍR

Besti kúluvarpari landsins um árabil, Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR, verður í eldlínunni í kúluvarpskeppninni á tuttugasta Stórmóts ÍR í frjálsum íþróttum sem fer fram í Laugardalshöllinni um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Stefni á Ólympíuleikana

Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt Íslandsmet í langstökki á Reykjavíkurleikunum um helgina. Árangurinn kom henni á óvart en hún stefnir hátt og ætlar sér að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó.

Sport
Fréttamynd

Lyfjaskandallinn í frjálsum verri en spillingin hjá FIFA

Ólympíumeistarinn og spretthlaupsgoðsögnin Michael Johnson telur frjálsíþróttirnar hafi orðið verr úti en knattspyrnan þegar kemur að spillingarmálum en báðar íþróttagreinar hafa verið mikið í heimsfjölmiðlum að undanförnu fyrir allt annað en afrek íþróttafólksins síns.

Sport
Fréttamynd

Þetta verður mitt ár

Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona, flytur til Svíþjóðar í dag. Ætlar að breyta um umhverfi og vonast til að ná sentimetrunum 14 sem upp á vantar til að komast á ÓL í Ríó.

Sport
Fréttamynd

Bolt betri en Messi

Spretthlauparinn Usain Bolt og tenniskonan Serena Williams voru kosin íþróttafólk ársins af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna en valið var opinberað í gær.

Sport
Fréttamynd

Rússar líklega ekki með í Ríó

Forseti frjálsíþróttasambands Evrópu, Svein Arne Hansen, á ekki von á því að frjálsíþróttamenn frá Rússlandi verði með á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 10. desember 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema nema samtals 142 milljónum króna að þessu sinni sem er meira en undanfarin ár en framundan er Ólympíuár.

Sport
Fréttamynd

Aníta komin á Ólympíuleikana

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið breytti lágmörkum fyrir nokkrar greinar í gær og með því komst Aníta Hinriksdóttir til Ríó á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Kúluvarpsmót á miðju hallargólfinu á morgun

Pétur Guðmundsson bætti bæði Íslandsmetin í kúluvarpi fyrir 25 árum síðan og hann mun standa fyrir afmælismóti Íslandsmetanna á morgun í nýju Laugardalshöllinni. Mótið kallast Afmæliskastmót PG.

Sport
Fréttamynd

Isinbajeva reynir að komast bakdyramegin inn á ÓL 2016

Rússneski stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva leitar nú allra leiða til að fá að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári en eins og kunnugt er setti Alþjóðafrjálsíþróttasambandið Rússa í bann frá þátttöku í öllum alþjóðlegum keppnum.

Sport
Fréttamynd

Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg

Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands.

Sport