Sport

Ný stjarna fædd í spretthlaupum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Coleman hefur fengið góð ráð frá Justin Gatlin.
Christian Coleman hefur fengið góð ráð frá Justin Gatlin. Mynd/UT Track & Field/XC‏
Christian Coleman er nafn sem frjálsíþróttaáhugafólk á örugglega eftir að heyra mikið af í framtíðinni.

Þessi 21 árs strákur sem keppir fyrir University of Tennessee sýndi á háskólameistaramótinu að þar fer einn fljótasti maður heims í dag.

Christian Coleman hljóp þá 100 metra á 9.82 sekúndum sem er besti tími ársins í greininni og níundi besti tími sögunnar.

Coleman hefur vissulega bæði tímann og hæfileikana til að ógna metum Usain Bolt í framtíðinni og það verður því fróðlegt að fylgjast með þessum eldfljóta Bandaríkjamanni.





Þetta var nýtt háskólamet en hann bætti sitt perónulega met um 0,14 sekúndur. Christian Coleman komst líka upp í fjórða sætið meðal þeirra Bandaríkjamanna sem hafa hlaupið hundrað metrana hraðast.

Gamla háskólametið var 9,89 sekúndum en það átti Ngonidzashe Manusha frá árinu 2011.

Christian Coleman er líka mjög öflugur 200 metra hlaupari og kláraði undanúrslitin á 20,21 sekúndu þrátt fyrir að slaka greinilega á í lokin. Úrslitahlaupið er á morgun og þar gæti kappinn komist nær bestu tímum allra tíma í 200 metrunum líka. Hann á best hlaup upp á 19,85 sekúndur í 200 metrunum.





Hér fyrir neðan má sjá frekari fróðleik um Christian Coleman sem og þetta magnaða 100 metra hlaup hans.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×