Sport

Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlynur Andrésson er annar frá hægri.
Hlynur Andrésson er annar frá hægri. mynd/frí
Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá.

Kári Steinn Karlsson átti gamla metið sem var 14:01,99 mínútur.

Kári setti gamla metið fyrir sjö árum, einnig í Stanford.

Hlynur stundar nám og hleypur fyrir Eastern Michigan háskólann í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×