Aníta Hinriksdóttir er með boð um að keppa á hinum frægu Bislett-leikum í Ósló þann 15. júní en mótið er hluti af Demantamótaröðinni í frjálsíþróttum.
Þetta hefur Rúv eftir umboðsmanni hennar, Jasper Buitink, sem bætir við að verið sé að vinna í að koma saman dagskrá fyrir utanhússtímabilið í sumar. Aníta náði frábærum árangri í vetur og vann til bronsverðlauna EM innanhúss í Serbíu.
Sjá einnig: Aníta í skýjunum og ætlar að safna kröftum í snjónum á Íslandi
Aníta keppir líklega á HM fullorðinna í London í ágúst en einnig EM U-23 ára í Póllandi í júlí. Fyrsta mót hennar í vor verður í Kaliforníu í Bandaríkjunum þann 5. maí.
Aníta á eftir að ná lágmarki fyrir HM í sumar en það er sett á 2:01,00 mínútur sem hún hefur verið nálægt á vetrartímabilinu innanhúss.
Sport
Anítu boðið á Demantamót í Ósló
Tengdar fréttir
Aníta vann bronsverðlaun á EM
Aníta Hinriksdóttir varð þriðja í dag í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Belgrad í Serbíu.
Aníta og amman glaðar í Leifsstöð | Myndband
Aníta Hinriksdóttir fékk hlýjar móttökur í Leifsstöð í dag.
Bronsverðlaunum Anítu fagnað | Myndir
Boðað var til samkomu í nýja hluta Laugardalshallarinnar í dag til að fagna árangri Anítu Hinriksdóttur sem vann sem kunnugt er til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM í Belgrad um helgina.
Aníta í skýjunum og ætlar að safna kröftum í snjónum á Íslandi
Aníta Hinriksdóttir varð í gær fimmti Íslendingurinn sem vinnur verðlaun á Evrópumóti í frjálsum íþróttum innanhúss en íslenska hlaupadrottningin lendir á Íslandi í dag með EM-brons í farteskinu.