Jólafréttir Leika bókatitla á aðfangadagskvöld Á heimili Aldísar Guðmundsdóttur, sálfæðikennara við MH, hefur sá siður komist á að leika Actionary við opnun pakkanna á aðfangadagskvöld. Sá getspakasti má svo opna einn pakka. Jólin 1.11.2011 00:01 Krónhjartar-carpaccio með brómberjasósu 200 g krónhjartar-fillet eða lund salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía Kryddið krónhjartar-fillet með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum, þangað til kjötið er orðið fallega brúnt. Breiðið plastfilmu yfir og frystið í a.m.k. 4 klst. Jólin 1.11.2011 00:01 Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Það er jólalegt í umferðinni þessa dagana, því strætisvagnar Strætó bs. skarta nú skrautlegum jólamyndum að utan og innan. Óhætt er að segja að listamennirnir séu ungir og upprennandi, því það voru leikskólabörn hvaðanæva að af höfuðborgarsvæðinu sem hönnuðu skreytingarnar. Með þessu verkefni vill Strætó leggja sitt af mörkum til að færa borgina í hátíðarbúning um leið og ungviðið er hvatt til að virkja sköpunargleðina. Jólin 1.11.2011 00:01 Hjá tengdó á aðfangadagskvöld „Ég er aðeins byrjaður að undirbúa jólin með fjölskyldunni, skreyta og þess háttar. Svo er ég að gíra mig upp í að fara út og skreyta trén fyrir utan húsið," segir Sjonni Brink tónlistarmaður sem gefur út plötu fyrir þessi jól, 10 ný íslensk lög eftir hann sjálfan og Guðmund Jónsson. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir þessi jól, hlakka mikið til." Þegar talið berst að aðfangadagskvöldi segir Sjonni: „Ég verð heima hjá tengdamömmu minni á aðfangadagskvöld með fjölskyldunni. Það verður margrétta eins og alltaf, sumir borða rjúpur og aðrir hamborgarahrygg. Jólin eru frekar hefðbundin og heimilsleg hjá okkur. Við reynum að hitta fjölskyldumeðlimi og spila." Jól 1.12.2009 19:04 Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum „Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega en að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel". Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir brosandi aðspurð um eftirminnileg jól sem hún gleymir ekki. Jól 1.12.2009 07:11 Með sínum heittelskaða á jólunum „Það er allur gangur á því. Ég er voða lítið með einhverjar hefðir. En maður skreytir alltaf og gerir kósý heima. Ég, Reynir og Una, fósturdóttir mín, skreytum jólatréð saman. Ég bakaði í fyrra og það var gaman og gefandi," segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona aðspurð um jólahefðirnar á hennar heimili. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Nú til dæmis að baka og finna ilminn og hlusta á klassísk jólalög. Fara í göngutúr með sínum heittelskaða og vera með Unu, - hún er svo skemmtileg." „Við ætlum að vera tvö saman heima hjá okkur þar sem að Una okkar er í útlöndum," segir Elma Lísa spurð með hverjum og hvar hún verður á aðfangadagskvöld. „Góða bók eða gott ilmkerti og ást og hlýju," segir hún að lokum spurð hvaða hana langar í jólagjöf. -elly@365.is Jól 4.12.2009 15:25 Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum „Þegar ég var yngri var það um leið og jólaserían var sett á svalirnar heima og það er ein af þeim hefðum sem ég hef haldið eftir að við konan fórum að búa að setja jólaseríu á svalahandriðið og konan býr alltaf til aðventukrans. Fyrsti í aðventu er því svona sá tímapunktur þar sem jólaundirbúningurinn hefst." Jól 6.12.2009 07:28 Búin að setja seríur í gluggana „Þegar ég hugsa um eftirminnileg jól dettur mér fyrst í hug þegar ég var sirka 11 ára og við bjuggum í Los Angeles þá fékk ég alltaf svo mikla heimþrá á jólunum af því fyrir utan ljós og skreytingar er ekki mjög jólalegt þar," segir leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Jól 7.12.2009 14:27 Fróðlegar föndurbækur Jól 25.11.2008 10:44 Jólatrukkar með tölvuleikjahelli og stofu jólasveinsins Þessir vel skreyttu og ríkulega búnu jólatrukkar Coca Cola munu leggja fyrir framan stærri verslunarkjarna landsins og bjóða fólki inn á hverjum degi út aðventuna. Jólin 1.11.2011 00:01 Réttu kvikmyndirnar fyrir jólaskapið Margir nýta jólin til kvikmyndaáhorfs og oftar en ekki verða fyrir valinu myndir sem hverfast með einum eða öðrum hætti um jólin þótt þau séu ekki endilega meginviðfangsefnið. Hér fer listi yfir nokkrar slíkar sem ættu að koma manni í rétta jólaskapið: Jól 25.11.2008 10:44 Salan á jólaöli Carlsberg slær met Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra Jól 16.11.2007 17:17 Litlar jólakringlur Smjör og hveiti hrært saman. Sykur og sítrónubörkur settur í og síðan rjóminn. Hnoðað. Jól 4.12.2009 23:48 Brotið blað um jól Jón Víðis Jakobsson hjá Origami Ísland segir einfalt að útbúa fallegt jólaskraut og jólakort með origami. Fjölskyldan geti hjálpast að og átt notalega föndurstund á aðventunni. Jólin 1.11.2011 00:01 Fyrsta jólatré heimsins Elstu heimildir um skreytt tré í heimahúsum á jólum er frá Suður Þýskalandi á 16. öld en ekki eru nema 200 ár síðan farið var að festa kerti á þessi grenitré. Jólin 1.11.2011 00:01 Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu 1 kg bein hreinsað laxa flak 50 gr smjör 3 msk ólífu olía ½ sítróna 1 kg skrældar kartöflur 2 stk hvítlauksgeirar 200 ml rjómi 150 gr smjör salt ½ krukka súrsað sushi engifer 200ml rjómi Jólin 1.11.2011 00:01 Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Hangikjöt er líklega sú fæða sem lengst hefur fylgt jólahaldi þjóðarinnar og kunnáttan við verkun þess gengur víða í arf milli kynslóða. Þeir Úlfar Helgason, bóndi í Hoffelli í Hornafirði, og Páll Benediktsson, bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, voru inntir eftir aðferðunum. Jól 25.11.2008 11:04 Snjókorn falla Söngvarinn Jón Jónsson tekur hér frábæra útgáfu af jólalaginu Snjókorn falla. Jólin 1.11.2011 00:01 Ekki byrjuð inni ennþá Lítil fjölskylda í Hlíðunum hefur skreytt garðinn sinn jólaljósum í nóvemberrigningunni. „Jólin hafa alltaf verið uppáhaldstími ársins hjá mér, en foreldrar mínir eiga bæði afmæli á aðfangadag,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir, en jólaljósin eru í garðinum heima hjá þeim Ómari Valdimarssyni og Sölku, þriggja ára dóttur þeirra. Jólin 1.11.2011 00:01 Hafdís Huld: Humarkokteillinn hans pabba ómissandi „Við erum með nokkrar jólahefðir heima hjá mér. Til dæmis hlustum við mamma alltaf á jólaplötuna með Jackson 5 í jólaundirbúningnum og höfum gert síðan ég man eftir mér." Jólin 1.11.2011 00:01 Ást og englar allt um kring Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing. Jólin 1.11.2011 00:01 Engar kaloríur Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar. Jól 3.12.2007 16:25 Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. Jól 24.11.2009 07:17 Engar jólagjafir hjá Sálinni „Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan. En við höfum í gegnum tíðina sent reglulega frá okkur nýtt efni og þurfum að æfa það," svarar Stefán Hilmarsson söngvari hljómsveitarinnar og heldur áfram: „Síðan er það nú svo að lögin lög slípast mikið til á tónleikum og þróast yfir tíma. Tónleikarnir eru þannig í senn æfingabúðir." „Fyrsta giggið var 10. mars 1988. Síðan eru liðin nokur ár. Ég og Gummi vorum með frá upphafi, Friðrik og Jens komu inn ári seinna og loks Jóhann árið 1998. Bandið hefur því starfað í núverandi mynd í ellefu ár," segir Stefán Hilmarsson þegar talið berst að aldri hljómsveitarinnar. Gefið þið hvor öðrum jólagjafir? „Nei, það hefur ekki tíðkast." Jól 10.12.2009 16:56 Jólahátíð í Kópavogi - myndir Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi. Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Eins og myndirnar sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldustemning. Jól 29.11.2009 09:33 Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög „Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." Jól 10.12.2009 14:39 Bjarni Haukur: Góður matur og familían „Ég undirbý jólin með því að minnka vinnu," svarar Bjarni Haukur Þórsson leikari afslappaður aðspurður út í undirbúning fyrir hátíðarnar. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Helga Möller á jólin skuldlaust og Pálmi Gunnars kemur sterkur inn á kantinum," svarar hann og bætir við: „Og Skröggurinn hans Ladda. Charles Dickens og Laddi. Það eru jól. „Að kaupa jólatréð með syninum er auðvitað líka málið." Eftirminnileg jól? „Fyrstu jólin með Hauki Bjarnasyni syni mínum," svarar Bjarni Haukur án umhugsunar. „Að upplifa fyrstu jólin með barninu sínu - það er ekkert sem kemst nálægt því. Guð er með þetta!" „Góður matur og familían. Og SMS frá Sigga Hlö: „Gleðileg jól pungur". Svo fer maður bara kannski í bað," segir Bjarni Haukur spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Þessi kæruleysislega ringulreið milli 15-17.55. Umferð, pakkar, matarlykt, bað, símtöl, teiknimyndir. Gotta love it!" segir Bjarni Haukur áður en kvatt er með jólakveðju.-elly@365.is Jól 8.12.2009 15:56 Skreytt á skemmtilegan máta Þegar að skreytingum kemur er oft gaman að leika sér með það sem til er á heimilinu, enda þarf maður ekki að vera á grunnskólaaldri til að njóta þess að munda skæri og lím. Finnið gömlu gjafaborðana og leikið ykkur að því að klippa, hengja upp og líma. Á litlum heimilum getur komið vel út að finna agnarlítið jólatré og setja það síðan upp á borð í blómapott. Á jólatréð er svo til að mynda hægt að setja hvít afmæliskerti, límónur og litlar, skreyttar piparkökur. Barnaherbergi getur verið fallegt að skreyta á einfaldan máta, enda nóg af litríku dóti þar fyrir. Hvað með að setja eitthvað úr piparkökubakstrinum á herðatré og hengja það upp. Jólakúlur í einum hnapp Það getur komið vel út að hengja kúlur saman í tveimur til þremur litatónum, til dæmis rauðu, grænu og gylltu, í einn hnapp á gardínustöng úti í glugga. Veljið stað þar sem birtan er hvað fallegust. - jma. Dugnaðardagatalið má prenta út hér. Jól 24.11.2009 16:30 Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju. Jól 3.12.2007 17:44 Jólatré Gaultiers Jean-Paul Gaultier er margt annað til lista lagt en fatahönnun. Hann hefur til dæmis hannað jólatré árlega hin síðari ár. Flest hefur hann hannað til styrktar góðu málefni og hafa þá trén verið boðin hæstbjóðanda. Trén eru afar ólík og hugmyndaauðgina van Jólin 1.11.2011 00:01 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 … 24 ›
Leika bókatitla á aðfangadagskvöld Á heimili Aldísar Guðmundsdóttur, sálfæðikennara við MH, hefur sá siður komist á að leika Actionary við opnun pakkanna á aðfangadagskvöld. Sá getspakasti má svo opna einn pakka. Jólin 1.11.2011 00:01
Krónhjartar-carpaccio með brómberjasósu 200 g krónhjartar-fillet eða lund salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía Kryddið krónhjartar-fillet með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum, þangað til kjötið er orðið fallega brúnt. Breiðið plastfilmu yfir og frystið í a.m.k. 4 klst. Jólin 1.11.2011 00:01
Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Það er jólalegt í umferðinni þessa dagana, því strætisvagnar Strætó bs. skarta nú skrautlegum jólamyndum að utan og innan. Óhætt er að segja að listamennirnir séu ungir og upprennandi, því það voru leikskólabörn hvaðanæva að af höfuðborgarsvæðinu sem hönnuðu skreytingarnar. Með þessu verkefni vill Strætó leggja sitt af mörkum til að færa borgina í hátíðarbúning um leið og ungviðið er hvatt til að virkja sköpunargleðina. Jólin 1.11.2011 00:01
Hjá tengdó á aðfangadagskvöld „Ég er aðeins byrjaður að undirbúa jólin með fjölskyldunni, skreyta og þess háttar. Svo er ég að gíra mig upp í að fara út og skreyta trén fyrir utan húsið," segir Sjonni Brink tónlistarmaður sem gefur út plötu fyrir þessi jól, 10 ný íslensk lög eftir hann sjálfan og Guðmund Jónsson. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir þessi jól, hlakka mikið til." Þegar talið berst að aðfangadagskvöldi segir Sjonni: „Ég verð heima hjá tengdamömmu minni á aðfangadagskvöld með fjölskyldunni. Það verður margrétta eins og alltaf, sumir borða rjúpur og aðrir hamborgarahrygg. Jólin eru frekar hefðbundin og heimilsleg hjá okkur. Við reynum að hitta fjölskyldumeðlimi og spila." Jól 1.12.2009 19:04
Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum „Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega en að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel". Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir brosandi aðspurð um eftirminnileg jól sem hún gleymir ekki. Jól 1.12.2009 07:11
Með sínum heittelskaða á jólunum „Það er allur gangur á því. Ég er voða lítið með einhverjar hefðir. En maður skreytir alltaf og gerir kósý heima. Ég, Reynir og Una, fósturdóttir mín, skreytum jólatréð saman. Ég bakaði í fyrra og það var gaman og gefandi," segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona aðspurð um jólahefðirnar á hennar heimili. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Nú til dæmis að baka og finna ilminn og hlusta á klassísk jólalög. Fara í göngutúr með sínum heittelskaða og vera með Unu, - hún er svo skemmtileg." „Við ætlum að vera tvö saman heima hjá okkur þar sem að Una okkar er í útlöndum," segir Elma Lísa spurð með hverjum og hvar hún verður á aðfangadagskvöld. „Góða bók eða gott ilmkerti og ást og hlýju," segir hún að lokum spurð hvaða hana langar í jólagjöf. -elly@365.is Jól 4.12.2009 15:25
Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum „Þegar ég var yngri var það um leið og jólaserían var sett á svalirnar heima og það er ein af þeim hefðum sem ég hef haldið eftir að við konan fórum að búa að setja jólaseríu á svalahandriðið og konan býr alltaf til aðventukrans. Fyrsti í aðventu er því svona sá tímapunktur þar sem jólaundirbúningurinn hefst." Jól 6.12.2009 07:28
Búin að setja seríur í gluggana „Þegar ég hugsa um eftirminnileg jól dettur mér fyrst í hug þegar ég var sirka 11 ára og við bjuggum í Los Angeles þá fékk ég alltaf svo mikla heimþrá á jólunum af því fyrir utan ljós og skreytingar er ekki mjög jólalegt þar," segir leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Jól 7.12.2009 14:27
Jólatrukkar með tölvuleikjahelli og stofu jólasveinsins Þessir vel skreyttu og ríkulega búnu jólatrukkar Coca Cola munu leggja fyrir framan stærri verslunarkjarna landsins og bjóða fólki inn á hverjum degi út aðventuna. Jólin 1.11.2011 00:01
Réttu kvikmyndirnar fyrir jólaskapið Margir nýta jólin til kvikmyndaáhorfs og oftar en ekki verða fyrir valinu myndir sem hverfast með einum eða öðrum hætti um jólin þótt þau séu ekki endilega meginviðfangsefnið. Hér fer listi yfir nokkrar slíkar sem ættu að koma manni í rétta jólaskapið: Jól 25.11.2008 10:44
Salan á jólaöli Carlsberg slær met Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra Jól 16.11.2007 17:17
Litlar jólakringlur Smjör og hveiti hrært saman. Sykur og sítrónubörkur settur í og síðan rjóminn. Hnoðað. Jól 4.12.2009 23:48
Brotið blað um jól Jón Víðis Jakobsson hjá Origami Ísland segir einfalt að útbúa fallegt jólaskraut og jólakort með origami. Fjölskyldan geti hjálpast að og átt notalega föndurstund á aðventunni. Jólin 1.11.2011 00:01
Fyrsta jólatré heimsins Elstu heimildir um skreytt tré í heimahúsum á jólum er frá Suður Þýskalandi á 16. öld en ekki eru nema 200 ár síðan farið var að festa kerti á þessi grenitré. Jólin 1.11.2011 00:01
Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu 1 kg bein hreinsað laxa flak 50 gr smjör 3 msk ólífu olía ½ sítróna 1 kg skrældar kartöflur 2 stk hvítlauksgeirar 200 ml rjómi 150 gr smjör salt ½ krukka súrsað sushi engifer 200ml rjómi Jólin 1.11.2011 00:01
Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Hangikjöt er líklega sú fæða sem lengst hefur fylgt jólahaldi þjóðarinnar og kunnáttan við verkun þess gengur víða í arf milli kynslóða. Þeir Úlfar Helgason, bóndi í Hoffelli í Hornafirði, og Páll Benediktsson, bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, voru inntir eftir aðferðunum. Jól 25.11.2008 11:04
Snjókorn falla Söngvarinn Jón Jónsson tekur hér frábæra útgáfu af jólalaginu Snjókorn falla. Jólin 1.11.2011 00:01
Ekki byrjuð inni ennþá Lítil fjölskylda í Hlíðunum hefur skreytt garðinn sinn jólaljósum í nóvemberrigningunni. „Jólin hafa alltaf verið uppáhaldstími ársins hjá mér, en foreldrar mínir eiga bæði afmæli á aðfangadag,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir, en jólaljósin eru í garðinum heima hjá þeim Ómari Valdimarssyni og Sölku, þriggja ára dóttur þeirra. Jólin 1.11.2011 00:01
Hafdís Huld: Humarkokteillinn hans pabba ómissandi „Við erum með nokkrar jólahefðir heima hjá mér. Til dæmis hlustum við mamma alltaf á jólaplötuna með Jackson 5 í jólaundirbúningnum og höfum gert síðan ég man eftir mér." Jólin 1.11.2011 00:01
Ást og englar allt um kring Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing. Jólin 1.11.2011 00:01
Engar kaloríur Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar. Jól 3.12.2007 16:25
Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. Jól 24.11.2009 07:17
Engar jólagjafir hjá Sálinni „Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan. En við höfum í gegnum tíðina sent reglulega frá okkur nýtt efni og þurfum að æfa það," svarar Stefán Hilmarsson söngvari hljómsveitarinnar og heldur áfram: „Síðan er það nú svo að lögin lög slípast mikið til á tónleikum og þróast yfir tíma. Tónleikarnir eru þannig í senn æfingabúðir." „Fyrsta giggið var 10. mars 1988. Síðan eru liðin nokur ár. Ég og Gummi vorum með frá upphafi, Friðrik og Jens komu inn ári seinna og loks Jóhann árið 1998. Bandið hefur því starfað í núverandi mynd í ellefu ár," segir Stefán Hilmarsson þegar talið berst að aldri hljómsveitarinnar. Gefið þið hvor öðrum jólagjafir? „Nei, það hefur ekki tíðkast." Jól 10.12.2009 16:56
Jólahátíð í Kópavogi - myndir Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi. Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Eins og myndirnar sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldustemning. Jól 29.11.2009 09:33
Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög „Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." Jól 10.12.2009 14:39
Bjarni Haukur: Góður matur og familían „Ég undirbý jólin með því að minnka vinnu," svarar Bjarni Haukur Þórsson leikari afslappaður aðspurður út í undirbúning fyrir hátíðarnar. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Helga Möller á jólin skuldlaust og Pálmi Gunnars kemur sterkur inn á kantinum," svarar hann og bætir við: „Og Skröggurinn hans Ladda. Charles Dickens og Laddi. Það eru jól. „Að kaupa jólatréð með syninum er auðvitað líka málið." Eftirminnileg jól? „Fyrstu jólin með Hauki Bjarnasyni syni mínum," svarar Bjarni Haukur án umhugsunar. „Að upplifa fyrstu jólin með barninu sínu - það er ekkert sem kemst nálægt því. Guð er með þetta!" „Góður matur og familían. Og SMS frá Sigga Hlö: „Gleðileg jól pungur". Svo fer maður bara kannski í bað," segir Bjarni Haukur spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Þessi kæruleysislega ringulreið milli 15-17.55. Umferð, pakkar, matarlykt, bað, símtöl, teiknimyndir. Gotta love it!" segir Bjarni Haukur áður en kvatt er með jólakveðju.-elly@365.is Jól 8.12.2009 15:56
Skreytt á skemmtilegan máta Þegar að skreytingum kemur er oft gaman að leika sér með það sem til er á heimilinu, enda þarf maður ekki að vera á grunnskólaaldri til að njóta þess að munda skæri og lím. Finnið gömlu gjafaborðana og leikið ykkur að því að klippa, hengja upp og líma. Á litlum heimilum getur komið vel út að finna agnarlítið jólatré og setja það síðan upp á borð í blómapott. Á jólatréð er svo til að mynda hægt að setja hvít afmæliskerti, límónur og litlar, skreyttar piparkökur. Barnaherbergi getur verið fallegt að skreyta á einfaldan máta, enda nóg af litríku dóti þar fyrir. Hvað með að setja eitthvað úr piparkökubakstrinum á herðatré og hengja það upp. Jólakúlur í einum hnapp Það getur komið vel út að hengja kúlur saman í tveimur til þremur litatónum, til dæmis rauðu, grænu og gylltu, í einn hnapp á gardínustöng úti í glugga. Veljið stað þar sem birtan er hvað fallegust. - jma. Dugnaðardagatalið má prenta út hér. Jól 24.11.2009 16:30
Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju. Jól 3.12.2007 17:44
Jólatré Gaultiers Jean-Paul Gaultier er margt annað til lista lagt en fatahönnun. Hann hefur til dæmis hannað jólatré árlega hin síðari ár. Flest hefur hann hannað til styrktar góðu málefni og hafa þá trén verið boðin hæstbjóðanda. Trén eru afar ólík og hugmyndaauðgina van Jólin 1.11.2011 00:01