Jólatrukkar með tölvuleikjahelli og stofu jólasveinsins 1. nóvember 2011 00:01 Trukkarnir munu leggja fyrir framan stærri verslunarkjarna landsins á hverjum degi út aðventuna. Jólatrukkar Coca-Cola eru tveir stórglæsilegir, sérskreyttir og ríkulega búnir trukkar sem munu ferðast vítt og breitt og heimsækja stærstu verslunarkjarna landsins í aðdraganda jólanna. Jólatrukkar Coca-Cola eru fluttir inn frá Bandaríkjunum og eru þeir ríkulega útbúnir og skreyttir að utan auk þess sem aftan í þeim báðum er Vífilfell búið að koma fyrir sannkölluðu ævintýralandi með það að markmiði að skapa jólastemningu og skemmta landsmönnum. Annar Jólatrukkurinn er helgaður stofu jólasveinsins þar sem sjálfur jólasveinninn mun taka á móti gestum. Á svæðinu verður ljósmyndari sem býður öllum börnum uppá að fá mynd af sér með jólasveininum. Hinn trukkurinn er ekki af verri endanum, en þar geta gestir, ungir sem aldnir, kynnt sér og prófað hina glænýju Playstation Move græju sem byggir á hreyfingu leikmanna og er leiknum varpað upp á stóran skjá með tilheyrandi ljósum og hljóðkerfi. Trukkarnir munu á hverjum degi út aðventuna leggja fyrir framan stærri verslunarkjarna landsins og býðst öllum viðstöddum að kíkja inn og upplifa jólasteminguna. Jólatrukkar Coca-Cola hófu ferðalagið í Fjarðarkaupum um helgina og heimsækja síðan verslunarkjarna á Faxaflóasvæðinu auk þess að hafa viðkomu norður í land til Akureyrar og Sauðárkróks. Aðdáendur hinnar árlegu Jólalestar Coca-Cola þurfa ekki að örvænta því hún verður að sjálfsögðu á sínum stað en Coca-Cola Jólatrukkarnir munu sameinast henni, laugardaginn 18. desember, í glæsilegri för um höfuðborgarsvæðið. Allar nánari upplýsingar um dagskrá Jólatrukka Coca-Cola má finna á heimasíðunni coke.is. Jólafréttir Mest lesið Veittu fjögurra milljóna styrk Jólin Efni í handgerð og kort og heimage Jól Súkkulaðikókoskökur Jól Jói G: Gleði barnanna og rauðkálið hennar mömmu Jólin Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Gerðu mikið úr aðventunni Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin
Jólatrukkar Coca-Cola eru tveir stórglæsilegir, sérskreyttir og ríkulega búnir trukkar sem munu ferðast vítt og breitt og heimsækja stærstu verslunarkjarna landsins í aðdraganda jólanna. Jólatrukkar Coca-Cola eru fluttir inn frá Bandaríkjunum og eru þeir ríkulega útbúnir og skreyttir að utan auk þess sem aftan í þeim báðum er Vífilfell búið að koma fyrir sannkölluðu ævintýralandi með það að markmiði að skapa jólastemningu og skemmta landsmönnum. Annar Jólatrukkurinn er helgaður stofu jólasveinsins þar sem sjálfur jólasveinninn mun taka á móti gestum. Á svæðinu verður ljósmyndari sem býður öllum börnum uppá að fá mynd af sér með jólasveininum. Hinn trukkurinn er ekki af verri endanum, en þar geta gestir, ungir sem aldnir, kynnt sér og prófað hina glænýju Playstation Move græju sem byggir á hreyfingu leikmanna og er leiknum varpað upp á stóran skjá með tilheyrandi ljósum og hljóðkerfi. Trukkarnir munu á hverjum degi út aðventuna leggja fyrir framan stærri verslunarkjarna landsins og býðst öllum viðstöddum að kíkja inn og upplifa jólasteminguna. Jólatrukkar Coca-Cola hófu ferðalagið í Fjarðarkaupum um helgina og heimsækja síðan verslunarkjarna á Faxaflóasvæðinu auk þess að hafa viðkomu norður í land til Akureyrar og Sauðárkróks. Aðdáendur hinnar árlegu Jólalestar Coca-Cola þurfa ekki að örvænta því hún verður að sjálfsögðu á sínum stað en Coca-Cola Jólatrukkarnir munu sameinast henni, laugardaginn 18. desember, í glæsilegri för um höfuðborgarsvæðið. Allar nánari upplýsingar um dagskrá Jólatrukka Coca-Cola má finna á heimasíðunni coke.is.
Jólafréttir Mest lesið Veittu fjögurra milljóna styrk Jólin Efni í handgerð og kort og heimage Jól Súkkulaðikókoskökur Jól Jói G: Gleði barnanna og rauðkálið hennar mömmu Jólin Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Gerðu mikið úr aðventunni Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin