Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum 1. nóvember 2011 00:01 „Stefnan er að baka eina til tvær sortir af smákökum, búa til piparkökuhús með fólkinu mínu og skreyta heimilið með seríum," segir Unnur Birna. „Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega," svarar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir aðspurð um eftirminnileg jól. „En að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel"," segir hún brosandi og heldur áfram: „Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan." „Falleg jólatónlist og góður félagsskapur," svaraði Unnur Birna þegar hún var spurð hvað kemur henni í hátíðarskap. Hvernig undirbýrð þú jólin? „Ég er svona að móta mínar eigin jólahefðir og stefnan er að baka eina til tvær sortir af smákökum, búa til piparkökuhús með fólkinu mínu og skreyta heimilið með seríum, kertum og greni, ásamt því að setja upp lifandi jólatré." Unnur Birna og Tindur. Hefðbundið aðfangadagskvöld „Aðfangadagskvöldið í ár verður hefðbundið. Svínasteik með puru og með því hjá mömmu þar sem síðan verða opnaðar jólagjafir. Það verður sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með Helgu Sóley litlu systur, (2 ára), taka þátt í þeim gjörning. Síðbúin kvöldganga, ef veður leyfir, er svo ómissandi." Hvað kemur þér í jólagírinn? „Falleg jólatónlist og góður félagsskapur. Ég ætla einmitt á Frostrósir í ár, eins og hálf þjóðin, um leið og ég er búin í lokaprófum í háskólanum," segir Unnur Birna. „En það að heyra kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex á aðfangadagskvöld kemur mér í mesta hátíðarskapið."-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Rjúpur og rómantík Jólin Erfið leiðin að jólaskónum Jól Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin
„Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega," svarar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir aðspurð um eftirminnileg jól. „En að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel"," segir hún brosandi og heldur áfram: „Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan." „Falleg jólatónlist og góður félagsskapur," svaraði Unnur Birna þegar hún var spurð hvað kemur henni í hátíðarskap. Hvernig undirbýrð þú jólin? „Ég er svona að móta mínar eigin jólahefðir og stefnan er að baka eina til tvær sortir af smákökum, búa til piparkökuhús með fólkinu mínu og skreyta heimilið með seríum, kertum og greni, ásamt því að setja upp lifandi jólatré." Unnur Birna og Tindur. Hefðbundið aðfangadagskvöld „Aðfangadagskvöldið í ár verður hefðbundið. Svínasteik með puru og með því hjá mömmu þar sem síðan verða opnaðar jólagjafir. Það verður sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með Helgu Sóley litlu systur, (2 ára), taka þátt í þeim gjörning. Síðbúin kvöldganga, ef veður leyfir, er svo ómissandi." Hvað kemur þér í jólagírinn? „Falleg jólatónlist og góður félagsskapur. Ég ætla einmitt á Frostrósir í ár, eins og hálf þjóðin, um leið og ég er búin í lokaprófum í háskólanum," segir Unnur Birna. „En það að heyra kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex á aðfangadagskvöld kemur mér í mesta hátíðarskapið."-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Rjúpur og rómantík Jólin Erfið leiðin að jólaskónum Jól Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin