Leikhús Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Þetta er Laddi! er ný stórsýning eftir Ólaf Egil sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. Í sýningunni hyggst Ólafur Egill í samvinnu við Völu Kristínu Eiríksdóttur skyggnast inn í kollinn á Þórhalli Sigurðssyni, einum ástsælasta listamanni þjóðarinnar. Menning 9.8.2024 20:00 Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“ Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni. Lífið 7.8.2024 14:05 Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Snæbjörn Brynjarsson safnstjóri og leikhúsgagnrýnandi hefur verið ráðinn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hann tekur við starfinu af Söru Martí Guðmundsdóttur sem hefur gegnt hlutverkinu undanfarin tvö ár. Menning 7.8.2024 11:24 Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata. Tónlist 26.7.2024 17:01 Hildur Vala og Kjartan keyptu raðhús í Fossvogi Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir og sambýlismaður hennar, Kjartan Ottósson ráðgjafi hjá KPMG hafa fest kaup á glæsilegu endaraðhúsi við Brúnaland í Fossvogi. Lífið 16.7.2024 09:54 „Þetta er rosaleg sýning“ Flennistórt sirkustjald er risið í Vatnsmýrinni í Reykjavík þar sem sýningar fara fram um helgina. Fyrsta sýning sumarsins fór fram í kvöld og Tómas Arnar fréttamaður okkar var í tjaldinu. Lífið 12.7.2024 20:25 „Ég lofa miklu blóði“ „Ég fékk mikið vampíruæði fyrir nokkrum árum og það mætti segja að þetta hafi verið besta útrásin,“ segir tónlistarmaðurinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Egill Gauti Sigurjónsson. Hann frumsýnir verkið Velkom Yn á morgun. Menning 8.7.2024 13:06 Gera grín að bransanum með „virtustu verðlaunum heims“ Verðlaunahátíðin Strandgate Film festival verður haldin í Háskólabíó í kvöld. Þar munu stærstu myndir ársins keppast um ein virtustu verðlaun heims - að minnsta kosti að sögn skipuleggjenda. Menning 7.7.2024 20:43 Magnús Geir endurráðinn þjóðleikhússtjóri Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni. Menning 25.6.2024 16:13 „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ Eftir að hafa varið degi í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins skrifaði Elínborg Una Einarsdóttir nokkrar blaðsíður um upplifun sína af námskeiðinu. Lokaorð þessara hugleiðinga Elínborgar voru: „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.“ Menning 25.6.2024 08:30 Myndaveisla: Níu líf of stórkostleg fyrir eftirsjá Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. Menning 18.6.2024 13:00 McKellen heill á húfi Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni. Lífið 18.6.2024 08:02 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. Erlent 17.6.2024 22:54 Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. Lífið 15.6.2024 07:01 Krefjandi að semja tónlist um ofbeldi sem þolandi „Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn. Tónlist 3.6.2024 14:26 „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. Lífið 3.6.2024 09:03 Líf og fjör á Grímunni Grímuverðlaunin voru haldin með pomp og prakt í gærkvöldi þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað við hátíðlega athöfn. Leiksýningarnar Saknaðarilmur og Ást Fedru hlutu flest verðlaun á hátíðinni, eða fern verðlaun hver og var Saknaðarilmur meðal annars valin sýning ársins. Menning 30.5.2024 10:13 Ást Fedru og Saknaðarilmur fengu fern Grímuverðlaun hver Grímuverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leiksýningarnar Saknaðarilmur og Ást Fedru hlutu flest verðlaun á hátíðinni, eða fern verðlaun hver. Menning 30.5.2024 00:17 Margrét Helga hlýtur heiðursverðlaun Grímunnar Margrét Helga Jóhannsdóttir hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í kvöld. Það var Guðni Th. Jóhannesson sem veitti leikkonunni verðlaunin í Þjóðleikhúsinu. Menning 29.5.2024 22:13 Eins árs leikhússkóli fyrir ungt fólk stofnaður í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 22 ára. Skólinn er fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Lífið 23.5.2024 13:20 Sungið og sungið á Sauðárkróki Það er mikið sungið á Sauðárkróki þessa dagana en ástæðan er sú að leikfélag staðarins er að sýna Litlu hryllingsbúðina. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni en alls koma um fjörutíu manns að sýningunni á einn eða annan hátt. Lífið 20.5.2024 13:05 Diskóstemming í Bíóhöllinni á Akranesi Það iðar allt af lífi og fjöri á Akranesi þessa dagana þegar diskó er annars vegar því nemendur Brekkubæjarskóla eru að sýna söngleikinn „Diskóeyjan“ í Bíóhöllinni. Lífið 17.5.2024 20:16 Setja upp söngleiki, leikrit og tónleika í Háskólabíó í sumar Sviðslistahúsið Afturámóti var stofnað af þremur vinum sem vantaði rými til þess að setja upp sínar eigin sýningar. Úrvalið var ekki ýkja mikið en þá fengu þeir flugu í hausinn. Lífið 17.5.2024 19:24 Magnús Geir vill fimm ár í viðbót í Þjóðleikhúsinu „Ég er sannarlega glaður hér í Þjóðleikhúsinu og nýt mín vel með mínu samstarfsfólki,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir því að sinna starfinu áfram eftir að skipunartíma hans lýkur í árslok. Innlent 17.5.2024 06:40 Gríman 2024: Saknaðarilmur hlaut flestar tilnefningar Saknaðarilmur í sviðsetningu Þjóðleikhússins hlaut flestar tilnefningar til Grímuverðlauna ársins 2024. Menning 15.5.2024 22:10 Bergur Þór nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gegnt starfinu síðustu í sex árin. Menning 15.5.2024 12:20 Fjögurra ára rússíbanareið að baki Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani. Menning 11.5.2024 07:01 Söngskóli Sigurðar Demetz með Oklahoma í Borgarleikhúsinu Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir kúrekasöngleikinn víðfræga Oklahoma, miðvikudaginn 8. maí á nýja sviði Borgarleikhússins. Lífið 6.5.2024 14:01 „Þetta styrkti mig rosalega en þetta braut mig líka“ „Ég man að hafa hugsað um það hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það?“ segir tónlistarkonan Una Torfadóttir um það þegar hún greindist með krabbamein. Una hefur komið víða að í íslensku tónlistarlífi á undanförnum tveimur árum og var nú að senda frá sér plötuna Sundurlaus samtöl. Blaðamaður ræddi við Unu um hennar listrænu vegferð, ástina, fjölskylduna, veikindin, samband við sjálfa sig og fleira. Tónlist 4.5.2024 07:00 Lolla í Litlu hryllingsbúðinni:„Þetta er auðvitað geggjað hlutverk“ Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, oft þekkt sem Lolla, mun fara með hlutverk tannlæknisins í söngleiknum Litla hryllingsbúðin í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í Samkomuhúsinu í október næstkomandi. Leikstjórn verður í höndum Bergs Þórs Ingólfssonar. Lífið 2.5.2024 14:25 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 27 ›
Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Þetta er Laddi! er ný stórsýning eftir Ólaf Egil sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. Í sýningunni hyggst Ólafur Egill í samvinnu við Völu Kristínu Eiríksdóttur skyggnast inn í kollinn á Þórhalli Sigurðssyni, einum ástsælasta listamanni þjóðarinnar. Menning 9.8.2024 20:00
Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“ Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni. Lífið 7.8.2024 14:05
Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Snæbjörn Brynjarsson safnstjóri og leikhúsgagnrýnandi hefur verið ráðinn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hann tekur við starfinu af Söru Martí Guðmundsdóttur sem hefur gegnt hlutverkinu undanfarin tvö ár. Menning 7.8.2024 11:24
Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata. Tónlist 26.7.2024 17:01
Hildur Vala og Kjartan keyptu raðhús í Fossvogi Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir og sambýlismaður hennar, Kjartan Ottósson ráðgjafi hjá KPMG hafa fest kaup á glæsilegu endaraðhúsi við Brúnaland í Fossvogi. Lífið 16.7.2024 09:54
„Þetta er rosaleg sýning“ Flennistórt sirkustjald er risið í Vatnsmýrinni í Reykjavík þar sem sýningar fara fram um helgina. Fyrsta sýning sumarsins fór fram í kvöld og Tómas Arnar fréttamaður okkar var í tjaldinu. Lífið 12.7.2024 20:25
„Ég lofa miklu blóði“ „Ég fékk mikið vampíruæði fyrir nokkrum árum og það mætti segja að þetta hafi verið besta útrásin,“ segir tónlistarmaðurinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Egill Gauti Sigurjónsson. Hann frumsýnir verkið Velkom Yn á morgun. Menning 8.7.2024 13:06
Gera grín að bransanum með „virtustu verðlaunum heims“ Verðlaunahátíðin Strandgate Film festival verður haldin í Háskólabíó í kvöld. Þar munu stærstu myndir ársins keppast um ein virtustu verðlaun heims - að minnsta kosti að sögn skipuleggjenda. Menning 7.7.2024 20:43
Magnús Geir endurráðinn þjóðleikhússtjóri Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni. Menning 25.6.2024 16:13
„Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ Eftir að hafa varið degi í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins skrifaði Elínborg Una Einarsdóttir nokkrar blaðsíður um upplifun sína af námskeiðinu. Lokaorð þessara hugleiðinga Elínborgar voru: „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.“ Menning 25.6.2024 08:30
Myndaveisla: Níu líf of stórkostleg fyrir eftirsjá Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. Menning 18.6.2024 13:00
McKellen heill á húfi Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni. Lífið 18.6.2024 08:02
Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. Erlent 17.6.2024 22:54
Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. Lífið 15.6.2024 07:01
Krefjandi að semja tónlist um ofbeldi sem þolandi „Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn. Tónlist 3.6.2024 14:26
„Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. Lífið 3.6.2024 09:03
Líf og fjör á Grímunni Grímuverðlaunin voru haldin með pomp og prakt í gærkvöldi þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað við hátíðlega athöfn. Leiksýningarnar Saknaðarilmur og Ást Fedru hlutu flest verðlaun á hátíðinni, eða fern verðlaun hver og var Saknaðarilmur meðal annars valin sýning ársins. Menning 30.5.2024 10:13
Ást Fedru og Saknaðarilmur fengu fern Grímuverðlaun hver Grímuverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leiksýningarnar Saknaðarilmur og Ást Fedru hlutu flest verðlaun á hátíðinni, eða fern verðlaun hver. Menning 30.5.2024 00:17
Margrét Helga hlýtur heiðursverðlaun Grímunnar Margrét Helga Jóhannsdóttir hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í kvöld. Það var Guðni Th. Jóhannesson sem veitti leikkonunni verðlaunin í Þjóðleikhúsinu. Menning 29.5.2024 22:13
Eins árs leikhússkóli fyrir ungt fólk stofnaður í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 22 ára. Skólinn er fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Lífið 23.5.2024 13:20
Sungið og sungið á Sauðárkróki Það er mikið sungið á Sauðárkróki þessa dagana en ástæðan er sú að leikfélag staðarins er að sýna Litlu hryllingsbúðina. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni en alls koma um fjörutíu manns að sýningunni á einn eða annan hátt. Lífið 20.5.2024 13:05
Diskóstemming í Bíóhöllinni á Akranesi Það iðar allt af lífi og fjöri á Akranesi þessa dagana þegar diskó er annars vegar því nemendur Brekkubæjarskóla eru að sýna söngleikinn „Diskóeyjan“ í Bíóhöllinni. Lífið 17.5.2024 20:16
Setja upp söngleiki, leikrit og tónleika í Háskólabíó í sumar Sviðslistahúsið Afturámóti var stofnað af þremur vinum sem vantaði rými til þess að setja upp sínar eigin sýningar. Úrvalið var ekki ýkja mikið en þá fengu þeir flugu í hausinn. Lífið 17.5.2024 19:24
Magnús Geir vill fimm ár í viðbót í Þjóðleikhúsinu „Ég er sannarlega glaður hér í Þjóðleikhúsinu og nýt mín vel með mínu samstarfsfólki,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir því að sinna starfinu áfram eftir að skipunartíma hans lýkur í árslok. Innlent 17.5.2024 06:40
Gríman 2024: Saknaðarilmur hlaut flestar tilnefningar Saknaðarilmur í sviðsetningu Þjóðleikhússins hlaut flestar tilnefningar til Grímuverðlauna ársins 2024. Menning 15.5.2024 22:10
Bergur Þór nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gegnt starfinu síðustu í sex árin. Menning 15.5.2024 12:20
Fjögurra ára rússíbanareið að baki Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani. Menning 11.5.2024 07:01
Söngskóli Sigurðar Demetz með Oklahoma í Borgarleikhúsinu Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir kúrekasöngleikinn víðfræga Oklahoma, miðvikudaginn 8. maí á nýja sviði Borgarleikhússins. Lífið 6.5.2024 14:01
„Þetta styrkti mig rosalega en þetta braut mig líka“ „Ég man að hafa hugsað um það hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það?“ segir tónlistarkonan Una Torfadóttir um það þegar hún greindist með krabbamein. Una hefur komið víða að í íslensku tónlistarlífi á undanförnum tveimur árum og var nú að senda frá sér plötuna Sundurlaus samtöl. Blaðamaður ræddi við Unu um hennar listrænu vegferð, ástina, fjölskylduna, veikindin, samband við sjálfa sig og fleira. Tónlist 4.5.2024 07:00
Lolla í Litlu hryllingsbúðinni:„Þetta er auðvitað geggjað hlutverk“ Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, oft þekkt sem Lolla, mun fara með hlutverk tannlæknisins í söngleiknum Litla hryllingsbúðin í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í Samkomuhúsinu í október næstkomandi. Leikstjórn verður í höndum Bergs Þórs Ingólfssonar. Lífið 2.5.2024 14:25