Efnahagsmál Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opinbera geiranum Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa. Innherji 27.8.2024 06:31 Meir um verðbólgu og ríkisfjármál Í grein eftir Konráð S. Guðjónsson, efnahagráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem birtist á Vísi 23. ágúst svarar hann gagnrýni á grein sína 10 staðreyndir um verðbólgu og ríkisfjármál m.a. frá undirrituðum. Þrátt fyrir glannalega yfirlýsingu í byrjun stígur Konráð mun varlegar til jarðar í þessari grein en í fyrri greininni. Skoðun 26.8.2024 13:02 Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Innlent 25.8.2024 14:43 Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. Viðskipti innlent 23.8.2024 19:04 Ruglað um verðbólgu og ríkisfjármál Þegar viðtekinni visku er ögrað má vænta kröftugra viðbragða. Það virðist hafa gerst annars vegar í grein hér á Vísi og hins vegar á síðum Viðskiptablaðsins í kjölfar greinar minnar um ríkisfjármál og verðbólgu. Skoðun 23.8.2024 07:02 Eins og barinn hundur Á æskuárum mínum dvaldi ég löngum í sveit hjá afa mínum sem þar var bóndi. Helsti leikfélagi minn og vinur á bænum var hundurinn sem fylgdi mér um hvert fótmál. Ég man að mér þótti afskaplega vænt um hann og fagnaði honum á hverjum morgni þegar ég vaknaði. Skoðun 22.8.2024 16:32 DNA verðbólgunnar Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Skoðun 22.8.2024 15:32 Áskorun að fá mannafla í allar framkvæmdir samgöngusáttmála Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans. Innlent 22.8.2024 11:57 Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. Innherji 22.8.2024 08:18 Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil. Innlent 21.8.2024 19:31 Alvarleg vanskil aukist töluvert Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Viðskipti innlent 21.8.2024 18:53 Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. Innlent 21.8.2024 11:55 Hörð peningastefna ekki komið heimilum í vandræði „Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 21.8.2024 11:04 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:27 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Viðskipti innlent 21.8.2024 09:18 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Viðskipti innlent 21.8.2024 08:31 Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Innlent 20.8.2024 22:58 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Innlent 20.8.2024 20:42 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. Innlent 20.8.2024 13:18 Enginn hvati fyrir fyrirtæki til að endurvinna Félag atvinnurekenda (FA) furðar sig á miklum hækkunum í gjaldskrá Sorpu fyrir móttöku á matvælum í umbúðum sem notuð eru til jarðgerðar. FA óskar eftir rökstuðningi fyrir hækkuninni sem nemur rúmlega 86 prósentum frá því á fyrri hluta síðasta árs. Innlent 20.8.2024 10:12 Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. Viðskipti innlent 19.8.2024 23:43 Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Innlent 19.8.2024 22:24 Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. Innlent 19.8.2024 12:00 Mun umfangsmeiri endurskoðun á tölum um kortaveltu en búist var við Endurskoðun Seðlabanka Íslands á tölum um kortaveltu frá upphafi árs 2023 var mun umfangsmeiri en Greining Arion banka vænti. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var kortavelta um 6,1 prósent meiri en áður var talið og staða ferðaþjónustu virðist því betri en reiknað var með. „Yfir sumarmánuðina mælist neysla á hvern ferðamann nú meiri en í fyrra.“ Innherji 19.8.2024 11:49 Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Kortavelta Íslendinga jókst um 3,1 prósent milli ára að raunvirði. Innanlands jókst hún um 1,2 prósent en erlendis um 9,8 prósent. Kortaveltan hefur aukist í hverjum einasta mánuði þetta árið. Neytendur 19.8.2024 10:48 Telja minni líkur á samdrætti í ferðaþjónustu með aukinni kortaveltu Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei verið meiri en hún var í júlí samkvæmt uppfærðum tölum Seðlabankans. Greinendur Landsbankans telja þetta benda til þess að staða í ferðaþjónustu sé ekki eins slæm og af hefur verið látið og minni líkur á samdrætti. Viðskipti innlent 16.8.2024 15:51 „Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. Innlent 16.8.2024 13:58 Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. Viðskipti innlent 16.8.2024 09:08 10 staðreyndir um verðbólgu og ríkisfjármál Síðustu ár hafa verið óvenju sveiflukennd í íslensku efnahagslífi: Fyrst kom heimsfaraldur með tilheyrandi niðursveiflu en síðan uppsveifla þar sem hagvöxtur var sá mesti í hálfa öld. Fylgifiskurinn var lækkun vaxta og síðan hækkun í framhaldi af verðbólguskoti, sem enn er í rénun. Skoðun 16.8.2024 07:00 Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Viðskipti innlent 15.8.2024 23:58 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 71 ›
Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opinbera geiranum Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa. Innherji 27.8.2024 06:31
Meir um verðbólgu og ríkisfjármál Í grein eftir Konráð S. Guðjónsson, efnahagráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem birtist á Vísi 23. ágúst svarar hann gagnrýni á grein sína 10 staðreyndir um verðbólgu og ríkisfjármál m.a. frá undirrituðum. Þrátt fyrir glannalega yfirlýsingu í byrjun stígur Konráð mun varlegar til jarðar í þessari grein en í fyrri greininni. Skoðun 26.8.2024 13:02
Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Innlent 25.8.2024 14:43
Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. Viðskipti innlent 23.8.2024 19:04
Ruglað um verðbólgu og ríkisfjármál Þegar viðtekinni visku er ögrað má vænta kröftugra viðbragða. Það virðist hafa gerst annars vegar í grein hér á Vísi og hins vegar á síðum Viðskiptablaðsins í kjölfar greinar minnar um ríkisfjármál og verðbólgu. Skoðun 23.8.2024 07:02
Eins og barinn hundur Á æskuárum mínum dvaldi ég löngum í sveit hjá afa mínum sem þar var bóndi. Helsti leikfélagi minn og vinur á bænum var hundurinn sem fylgdi mér um hvert fótmál. Ég man að mér þótti afskaplega vænt um hann og fagnaði honum á hverjum morgni þegar ég vaknaði. Skoðun 22.8.2024 16:32
DNA verðbólgunnar Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Skoðun 22.8.2024 15:32
Áskorun að fá mannafla í allar framkvæmdir samgöngusáttmála Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans. Innlent 22.8.2024 11:57
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. Innherji 22.8.2024 08:18
Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil. Innlent 21.8.2024 19:31
Alvarleg vanskil aukist töluvert Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Viðskipti innlent 21.8.2024 18:53
Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. Innlent 21.8.2024 11:55
Hörð peningastefna ekki komið heimilum í vandræði „Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 21.8.2024 11:04
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:27
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Viðskipti innlent 21.8.2024 09:18
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Viðskipti innlent 21.8.2024 08:31
Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Innlent 20.8.2024 22:58
Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Innlent 20.8.2024 20:42
Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. Innlent 20.8.2024 13:18
Enginn hvati fyrir fyrirtæki til að endurvinna Félag atvinnurekenda (FA) furðar sig á miklum hækkunum í gjaldskrá Sorpu fyrir móttöku á matvælum í umbúðum sem notuð eru til jarðgerðar. FA óskar eftir rökstuðningi fyrir hækkuninni sem nemur rúmlega 86 prósentum frá því á fyrri hluta síðasta árs. Innlent 20.8.2024 10:12
Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. Viðskipti innlent 19.8.2024 23:43
Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Innlent 19.8.2024 22:24
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. Innlent 19.8.2024 12:00
Mun umfangsmeiri endurskoðun á tölum um kortaveltu en búist var við Endurskoðun Seðlabanka Íslands á tölum um kortaveltu frá upphafi árs 2023 var mun umfangsmeiri en Greining Arion banka vænti. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var kortavelta um 6,1 prósent meiri en áður var talið og staða ferðaþjónustu virðist því betri en reiknað var með. „Yfir sumarmánuðina mælist neysla á hvern ferðamann nú meiri en í fyrra.“ Innherji 19.8.2024 11:49
Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Kortavelta Íslendinga jókst um 3,1 prósent milli ára að raunvirði. Innanlands jókst hún um 1,2 prósent en erlendis um 9,8 prósent. Kortaveltan hefur aukist í hverjum einasta mánuði þetta árið. Neytendur 19.8.2024 10:48
Telja minni líkur á samdrætti í ferðaþjónustu með aukinni kortaveltu Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei verið meiri en hún var í júlí samkvæmt uppfærðum tölum Seðlabankans. Greinendur Landsbankans telja þetta benda til þess að staða í ferðaþjónustu sé ekki eins slæm og af hefur verið látið og minni líkur á samdrætti. Viðskipti innlent 16.8.2024 15:51
„Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. Innlent 16.8.2024 13:58
Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. Viðskipti innlent 16.8.2024 09:08
10 staðreyndir um verðbólgu og ríkisfjármál Síðustu ár hafa verið óvenju sveiflukennd í íslensku efnahagslífi: Fyrst kom heimsfaraldur með tilheyrandi niðursveiflu en síðan uppsveifla þar sem hagvöxtur var sá mesti í hálfa öld. Fylgifiskurinn var lækkun vaxta og síðan hækkun í framhaldi af verðbólguskoti, sem enn er í rénun. Skoðun 16.8.2024 07:00
Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Viðskipti innlent 15.8.2024 23:58