Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 12:00 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Aukning verðbólgu um 0,4 prósentustig á milli mánaða þýðir ekki að verðbólga sé farin aftur á skrið. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka sem segir mælinguna í takti við væntingar og að hún búist ekki við því að hún hafi áhrif á vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum eða 4,2 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir þessi tíðindi þó ekki þýða að verðbólgan sé farin á skrið að nýju. Aukning sem tengist páskum „Auðvitað er verðbólga að aukast en ég held að við þurfum aðeins að anda með nefinu, það er alveg eðlilegt að hún aukist aðeins á milli einstakra mánaða, svo lengi sem hún er að hjaðna hina mánuðina. Hún er alveg að aukast aðeins meira en við gerðum ráð fyrir og aðrir greiningaraðilar en helsta ástæðan fyrir því er reiknaða húsaleigan sem er leiguverðið, við það er að hækka svolítið á milli mánaða.“ Verðbólga hafi hjaðnað hratt síðan á síðasta ári, þó með undantekningum líkt og nú. „Það er alveg eðlilegt að hún aukist milli einstakra mánaða. Við sáum þetta seinast gerast í júlí, annars hefur hún verið að hjaðna nokkuð hratt og við gerum ráð fyrir að hún haldi áfram að hjaðna, þetta sé svona þessi mánuður þar sem hún aukist lítillega, flugfargjöldin eru til dæmis að hafa þau áhrif, þau eru að hækka svolítið á milli mánaða og það er vegna páska, þannig það er svona árstíðabundin hækkun.“ Gerir enn ráð fyrir lækkun Um er að ræða síðustu verðbólgumælinguna fyrir næsta fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður 21. maí. Stýrivextir eru nú 7,75 prósent. Bergþóra segist ekki telja að mælingin muni hafa neikvæð áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Við erum eins og ég segi að spá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni þótt að ein mæling auki verðbólguna, auðvitað horfir peningastefnunefnd til fleiri þátta, hún horfir til verðbólguvæntinga, hvernig hún er uppsett og svo framvegis, þannig hún er ekki að stressa sig heldur yfir þessu þannig jájá við gerum ráð fyrir að lækkunarferlið haldi áfram, mögulega taka þau minna lækkunarskref og þar finnst okkur 0,25 prósent ekkert ólíklegt.“ Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum eða 4,2 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir þessi tíðindi þó ekki þýða að verðbólgan sé farin á skrið að nýju. Aukning sem tengist páskum „Auðvitað er verðbólga að aukast en ég held að við þurfum aðeins að anda með nefinu, það er alveg eðlilegt að hún aukist aðeins á milli einstakra mánaða, svo lengi sem hún er að hjaðna hina mánuðina. Hún er alveg að aukast aðeins meira en við gerðum ráð fyrir og aðrir greiningaraðilar en helsta ástæðan fyrir því er reiknaða húsaleigan sem er leiguverðið, við það er að hækka svolítið á milli mánaða.“ Verðbólga hafi hjaðnað hratt síðan á síðasta ári, þó með undantekningum líkt og nú. „Það er alveg eðlilegt að hún aukist milli einstakra mánaða. Við sáum þetta seinast gerast í júlí, annars hefur hún verið að hjaðna nokkuð hratt og við gerum ráð fyrir að hún haldi áfram að hjaðna, þetta sé svona þessi mánuður þar sem hún aukist lítillega, flugfargjöldin eru til dæmis að hafa þau áhrif, þau eru að hækka svolítið á milli mánaða og það er vegna páska, þannig það er svona árstíðabundin hækkun.“ Gerir enn ráð fyrir lækkun Um er að ræða síðustu verðbólgumælinguna fyrir næsta fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður 21. maí. Stýrivextir eru nú 7,75 prósent. Bergþóra segist ekki telja að mælingin muni hafa neikvæð áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Við erum eins og ég segi að spá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni þótt að ein mæling auki verðbólguna, auðvitað horfir peningastefnunefnd til fleiri þátta, hún horfir til verðbólguvæntinga, hvernig hún er uppsett og svo framvegis, þannig hún er ekki að stressa sig heldur yfir þessu þannig jájá við gerum ráð fyrir að lækkunarferlið haldi áfram, mögulega taka þau minna lækkunarskref og þar finnst okkur 0,25 prósent ekkert ólíklegt.“
Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Sjá meira