Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 16:32 Már Wolfgang Mixa telur að Seðlabankinn ætti að halda áfram vaxtalækkunarferli. Vísir/Egill Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“ Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“
Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira