Orkumál

Fréttamynd

Gull og gráir skógar

Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki.

Skoðun
Fréttamynd

Skila sex hundruð milljónum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljón króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Ís­landi

KPMG og Orkuklasinn boða til fundar um stöðu og þróun í vindorku á Íslandi og framtíðarsýn í málaflokknum undir yfirskriftinni „Með byr í seglum“. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra ávarpar fundinn. Dagskrá hefst klukkan 9:30 og verður í beinni á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar

Á sextíu ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundur fyrirtækisins um reynslu sem það hefur öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn þess og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum. Ársfundur Landsvirkjunar 2025 verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 4. mars klukkan 14 til 15:30 og má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vönduð vinnu­brögð í um­hverfis­málum

Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni.

Skoðun
Fréttamynd

Búr­fells­lundur verður Vaðöldu­ver

Landsvirkjun hefur ákveðið að gefa fyrsta vindorkuveri landsins sem nú er að rísa heitið Vaðölduver. Hingað til hefur það gengið undir vinnuheitinu Búrfellslundur en þar eiga að rísa 28 vindmyllur á næstu tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Olíu­notkun er þjóðaröryggismál

Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur lagt fram frum­varp og ætlar að eyða ó­vissunni

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Öllum skerðingum af­létt

Landsvirkjun hefur tilkynnt öllum stórnotendum raforku á suðvesturhluta landsins að skerðingum á afhendingu raforku verði aflétt frá og með morgundeginum 7. febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Norska stjórnin gæti sprungið í dag

Líklegt er talið að samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi springi jafnvel strax í dag. Þrátefli er sagt uppi á milli flokkanna um hvort innleiða eigi Evróputilskipanir sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðar­bungu­kerfinu

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu.

Innlent
Fréttamynd

Eldingar á Ís­landi

Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Vatnsbúskapurinn fer batnandi

Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun upp­fylli ekki skil­yrði

Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Al­manna­heill ?

Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­hver heimili enn keyrð á varaafli

Nokkrir viðskiptavinir RARIK á Austurlandi fá sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við rafmagnslínur sem skemmdust í óveðrinu sem hófst á sunnudag. 

Innlent