Lögreglumál

Fréttamynd

Pilturinn látinn laus í fyrradag

Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við.

Innlent
Fréttamynd

Maður á reynslu­lausn hand­tekinn fyrir búðar­hnupl

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann eftir að tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 101 í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maður í annarlegu ástandi hafi þar verið staðinn að því að stela vörum.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um fleiri mál þar sem börn fá greitt fyrir nektar­myndir

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þrjú til sex mál fullorðinna einstaklinga sem greiða fyrir nektarmyndir af börnum til rannsóknar hjá embættinu. Grunur sé um fleiri mál af sama toga.

Innlent
Fréttamynd

Alelda bíll í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á síðasta sólarhring í 117 sjúkraflutninga, þar af voru 22 forgangsverkefni og átta voru vegna Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra

Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Við­bragðs­aðilar lausir úr sótt­kví

Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum

Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. 

Innlent