Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Elín Margrét Böðvarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. febrúar 2021 20:07 Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/samsett mynd Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira