Innlent

Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þrír voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í gærkvöldi.
Þrír voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú síðdegis. Þar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Þeir hafa allir stöðu sakbornings, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Alls hafa nú átta verið handteknir í tengslum við rannsóknina. Einn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem framið var seint á laugardagskvöld.

Þrír menn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í tengslum við rannsóknina í fyrradag. Þeir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í gærkvöldi, eða til 23. febrúar.


Tengdar fréttir

Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest

Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Ræða hvort endur­skoða þurfi vopna­reglur lög­reglu

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum.

Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald

Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×