Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. janúar 2025 22:34 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að rýra traust almennings til kerfisins að menn fái að dvelja hér sem gerst hafi sekir um alvarlega glæpi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. Eftir að mál hins sýrlenska Mohammeds Th. Jóhannessonar, áður Kourani, komst í hámæli hefur verið mikið rætt um stöðu þeirra með alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani var í júlí dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í versluninni OK Market og fjölda annarra brota. Hann hafði meðal annars ofsótt Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara og fjölskyldu um árabil. Kallað var eftir því að Kourani yrði vikið úr landi en þar sem hann er hér með alþjóðlega vernd er það ekki hægt. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hóf athugun á því hvort hægt væri að breyta þeim lögum og afturkalla dvalarleyfi þeirra sem brjóta alvarlega af sér. Nýr dómsmálaráðherra ætlar nú að sjá til þess að sú vinna klarist. „Þar hef ég skoðað hvaða útfærslur eru bestar í þeim efnum. Ein leiðin var sú að samhliða því sem menn eru dæmdir fyrir dómi fyrir þannig brot verði hægt að taka þetta til umfjöllunar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það verði að vera sátt um flóttamannakerfið á Íslandi svo tekið sé vel við fólki í neyð. „Það ógnar stuðningi almennings við þetta kerfi ef hér fá að dvelja menn sem hafa gerst sekir um alvarleg brot og þess vegna ætla ég að fara þessa leið og vonast til þess að þetta geti unnist hratt og vel,“ segir dómsmálaráðherra. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Eftir að mál hins sýrlenska Mohammeds Th. Jóhannessonar, áður Kourani, komst í hámæli hefur verið mikið rætt um stöðu þeirra með alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani var í júlí dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í versluninni OK Market og fjölda annarra brota. Hann hafði meðal annars ofsótt Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara og fjölskyldu um árabil. Kallað var eftir því að Kourani yrði vikið úr landi en þar sem hann er hér með alþjóðlega vernd er það ekki hægt. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hóf athugun á því hvort hægt væri að breyta þeim lögum og afturkalla dvalarleyfi þeirra sem brjóta alvarlega af sér. Nýr dómsmálaráðherra ætlar nú að sjá til þess að sú vinna klarist. „Þar hef ég skoðað hvaða útfærslur eru bestar í þeim efnum. Ein leiðin var sú að samhliða því sem menn eru dæmdir fyrir dómi fyrir þannig brot verði hægt að taka þetta til umfjöllunar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það verði að vera sátt um flóttamannakerfið á Íslandi svo tekið sé vel við fólki í neyð. „Það ógnar stuðningi almennings við þetta kerfi ef hér fá að dvelja menn sem hafa gerst sekir um alvarleg brot og þess vegna ætla ég að fara þessa leið og vonast til þess að þetta geti unnist hratt og vel,“ segir dómsmálaráðherra.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira