Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:34 Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira