Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:34 Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira