Bandaríkin

Tilkynnti sex ára son sinn týndan en reyndist hafa ekið yfir hann
Brittany Gosner og kærasti hennar gengu inn í lögreglustöð í Middletown í Ohio í Bandaríkjunum um helgina og tilkynntu að sex ára gamall sonur hennar, James Hutchinson, væri týndur. Einungis degi seinna kom í ljós að þau voru að ljúga.

Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak
Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða.

Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir
Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug.

Þrettán fórust í árekstri jeppa og vöruflutningabíls
Þrettán manns eru látnir eftir harðan árekstur jeppa og vöruflutningabíls á hraðbraut í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Talið er að 25 manns hafi verið um borð í jeppanum.

Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar
Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands.

Flugu nýrri tegund dróna sem eiga að vinna með mönnuðum orrustuþotum
Starfsmenn Boeing flugu um helgina nýrri frumgerð dróna í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem herflugvél er þróuð og framleidd í Ástralíu í meira en 50 ár.

Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum
Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum.

Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina
Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag.

Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni
Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni.

Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024.

Læknir hugðist bera vitni á Zoom í miðri aðgerð
Heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu rannsaka nú mál skurðlæknis sem hugðist bera vitni við réttarhöld gegnum Zoom, á meðan hann gerði aðgerð á sjúkling. Dómarinn í málinu sagði fyrirætlun læknisins ekki viðeigandi og frestaði fyrirtökunni.

Bóluefni Janssen fær grænt ljós í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt leyfir fyrir notkun bóluefnis Janssen fyrir Covid-19 í landinu. Um er að ræða þriðja bóluefnið sem samþykkt er í Bandaríkjunum og það fyrsta sem gefið er í einni sprautu. Áður hafa bóluefni Pfizer og Moderna fengist samþykkt í landinu.

Tiger við góða heilsu eftir vel heppnaða aðgerð
Golf goðsögnin Tiger Woods er við góða heilsu eftir vel heppnaða aðgerð á hné í kjölfar alvarlegs bílslyss í Los Angeles í byrjun vikunnar.

Þriðjungur bandaríska hermanna afþakkar bólusetningu
Þriðjungur bandaríska hermanna hefur afþakkað bólusetningu gegn Covid-19. Sums staðar, til dæmis í Fort Bragg í Norður-Karolínu, hefur minna en helmingur látið bólusetja sig.

Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Biden skrefinu nær því að ná björgunarpakkanum í gegn
Björgunarpakkafrumvarp Joes Biden Bandaríkjaforseta var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Frumvarpið gerir ráð fyrir opinberum útgjöldum upp á 1.900 milljarða dollara.

Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi
Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag.

Búast við mikilli aukningu fjárútláta til varnarmála
Sérfræðingar búast við því að ráðamenn í Kína muni tilkynna töluverða hækkun á fjárútlátum til varnarmála í upphafi nýs þings í næsta mánuði. Hækkunin í fyrra var 6,6 prósent, sem var sú lægsta í áratugi.

Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn
Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins.

Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband
Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum.

Tólf leikja bann fyrir að miða byssu á fólk
Malik Beasley, leikmaður Minnesota Timberwolves, hefur verið úrskurðaður í 12 leikja bann í NBA-deildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir að miða byssu á fólk.

Bandaríkjaher gerir loftárás í austurhluta Sýrlands
Bandaríkjaher gerði í gærkvöldi loftárásir á mannvirki við landamærastöð í Sýrlandi sem notuð er af fjölda vígasamtaka sem nýtur stuðnings stjórnvalda í Íran. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist um mannfall.

Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi
John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá.

Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps
Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin.

Segir Tiger áfram geta haft mikil áhrif þó að ferlinum ljúki
Framtíðin verður að leiða í ljós hvort Tiger Woods geti spilað golf á hæsta stigi á nýjan leik eftir bílslysið á þriðjudaginn. Rory McIlroy segir að Woods muni áfram geta haft mikil áhrif á golfíþróttina.

Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt
Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi.

Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra
Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra.

Nýtt afbrigði veirunnar breiðist hratt út í New York
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið upp kollinum í New York og breiðist nú hratt út í borginni. Stökkbreytingin veldur vísindamönnum nokkrum áhyggjum þar sem þeir óttast að hún veiki virkni bóluefna gegn veirunni.

Tiger Woods var ekki fullur þegar hann klessti bílinn
Lögreglustjórinn í Los Angeles sýslu hefur staðfest það að Tiger Woods var ekki drukkinn þegar hann missti stjórn á bíl sínum á þriðjudagsmorguninn.

Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni
Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum.