Að því er kemur fram í frétt New York Times hefur stofnunin óskað eftir því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að grímuskylda verði aftur tekin upp en stofnunin segir það nauðsynlegt til að tryggja öryggi í samgöngum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær tilbúinn til að áfrýja málinu ef stofnunin teldi það enn nauðsynlegt. Í tilkynningu í dag segist stofnunin telja að um sé að ræða réttmæta kröfu og að þau hafi lagaheimild til að framfylgja slíkri ákvörðun.
Ákvörðun alríkisdómarans stendur þó enn þar til niðurstaða áfrýjunar liggur fyrir.