Minnst tíu skotnir og 29 fluttir á sjúkrahús Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2022 00:00 Margir farþegar lágu í sárum sínum á lestarpöllum eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang. AP/Will B Wylde Minnst 29 voru fluttir á sjúkrahús í dag eftir að maður með gasgrímu henti reyksprengju inn í neðanjarðarlest á háannatíma í Brooklyn í New York og hóf skothríð. Talið er að hann hafi hæft minnst tíu farþega. Fimm eru sagðir vera í alvarlegu ástandi en þó ekki í lífshættu. Óttaslegnir farþegar sáust reyna að flýja að lestina þegar atvikið hófst og féllu sumir máttlausir út úr lestarvögnum. Að sögn AP-fréttaveitunnar leið yfir minnst einn á lestarpallinum fyrir utan. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi, um fimmtán mínútum frá Manhattan. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. „Þegar dyrnar á lestarvagninum mínum opnuðust tóku hörmungar við. Það var reykur og blóð og öskrandi fólk,“ sagði sjónarvotturinn Sam Carcamo. Reykur steig upp frá vagninum þegar dyrnar opnuðu, bætti hann við. Ekki rannsakað sem hryðjuverk Lögregla hóf strax leit að árásarmanninum og fann síðar sendiferðabíl sem talið er mögulega tengist árásinni. Lögregluyfirvöld segja að atvikið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk en að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Ekki sé vitað hvað árásarmanninum gekk til. Lögregla fann skammbyssu og reyksprengjur á vettvangi auk kreditkorts í eigu einstakling sem talinn er tengjast árásinni. Kortið var meðal annars notað til að leigja áðurnefndan sendiferðabíl sem lögregla fann í Brooklyn. Talið er að árásarmaðurinn hafi haft minnst tvö auka skothylki meðferðis en að skotvopnið hafi stíflast og komið í veg fyrir að hann gæti haldið skothríðinni sinni áfram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Talið er að hann hafi hæft minnst tíu farþega. Fimm eru sagðir vera í alvarlegu ástandi en þó ekki í lífshættu. Óttaslegnir farþegar sáust reyna að flýja að lestina þegar atvikið hófst og féllu sumir máttlausir út úr lestarvögnum. Að sögn AP-fréttaveitunnar leið yfir minnst einn á lestarpallinum fyrir utan. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi, um fimmtán mínútum frá Manhattan. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. „Þegar dyrnar á lestarvagninum mínum opnuðust tóku hörmungar við. Það var reykur og blóð og öskrandi fólk,“ sagði sjónarvotturinn Sam Carcamo. Reykur steig upp frá vagninum þegar dyrnar opnuðu, bætti hann við. Ekki rannsakað sem hryðjuverk Lögregla hóf strax leit að árásarmanninum og fann síðar sendiferðabíl sem talið er mögulega tengist árásinni. Lögregluyfirvöld segja að atvikið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk en að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Ekki sé vitað hvað árásarmanninum gekk til. Lögregla fann skammbyssu og reyksprengjur á vettvangi auk kreditkorts í eigu einstakling sem talinn er tengjast árásinni. Kortið var meðal annars notað til að leigja áðurnefndan sendiferðabíl sem lögregla fann í Brooklyn. Talið er að árásarmaðurinn hafi haft minnst tvö auka skothylki meðferðis en að skotvopnið hafi stíflast og komið í veg fyrir að hann gæti haldið skothríðinni sinni áfram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50