Bandaríkin Volkswagen laug til um nafnabreytingu Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins. Viðskipti innlent 31.3.2021 09:37 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. Erlent 31.3.2021 08:55 Höfuðpaurinn í Watergate-innbrotinu er látinn G. Gordon Liddy, sem hefur verið nefndur höfuðpaurinn þegar kom að innbrotinu á skrifstofur Demókrataflokksins á Watergate-hótelinu í Washington árið 1972, er látinn. Hann varð níutíu ára. Watergate-hneykslið átti eftir að leiða til afsagnar Richards Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta árið 1974. Erlent 31.3.2021 08:16 Hundur Bidens beit starfsmann Hvíta hússins Major, annar hunda Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden konu hans, beit starfsmann Hvíta hússins á mánudaginn var. Þetta er í annað sinn sem Major, sem er þýskur fjárhundur, bítur frá sér eftir komuna í Hvíta húsið. Erlent 31.3.2021 07:10 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. Erlent 30.3.2021 23:14 Uppfært: Breyta ekki nafni bandarísku starfseminnar í Voltswagen Uppfært: Volkswagen laug til um nafnabreytingu. Volkswagen í Bandaríkjunum er ekki að fara að breyta nafni félagsins í Voltswagen líkt og kom fram í fréttum í gær. Um var að ræða markaðsbrellu. Viðskipti erlent 30.3.2021 14:50 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. Erlent 29.3.2021 23:23 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. Erlent 29.3.2021 21:58 Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90% Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin. Erlent 29.3.2021 15:54 Ríkasti maður Tékklands fórst í þyrluslysi Milljarðamæringurinn Petr Kellner, ríkasti maður Tékklands, var í hópi fimm manna sem fórust í þyrluslysi við Knik-jöklulinn í Alaska á laugardaginn. Kellner, sem var stofnandi og meirihlutaeigandi í PPF Group, varð 56 ára gamall. Viðskipti erlent 29.3.2021 07:15 „Er þetta nógu þjóðhollt?“ Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna. Erlent 28.3.2021 20:24 Óttast að fleiri deyi úr krabbameini vegna áhrifa faraldursins Óttast er að fleiri Bandaríkjamenn gætu dáið úr krabbameini á næstu árum en síðustu misseri vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á heilbrigðiskerfi landsins. Erlent 27.3.2021 23:25 Ritstjóri Jama sendur í tímabundið leyfi vegna hlaðvarpshneykslis Howard Bauchner, ritstjóri Journal of the American Medical Association, er kominn í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem aðstoðarritstjórinn Ed Livingston lét falla í hlaðvarpsþætti í febrúar. Erlent 27.3.2021 11:27 Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan. Erlent 27.3.2021 09:48 Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. Erlent 27.3.2021 08:22 Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu. Innlent 27.3.2021 07:43 Hefja daglegt flug til Íslands svo mæta megi þörfum ferðaþyrstra Bandaríkjamanna Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Keflavíkurflugvallar og þriggja bandarískra borga í maí. Mun Delta í fyrsta sinn fljúga beint milli Íslands og Boston auk þess að hefja aftur flug til og frá New York og Minneapolis/St. Paul. Viðskipti innlent 26.3.2021 13:36 Stjórnendur vissu að bílstjórar væru að pissa í flöskur og kúka í poka Það vakti mikla athygli, og hafði raunar þveröfug áhrif, þegar Amazon tísti á dögunum að það væri ekki satt að bílstjórar fyrirtækisins neyddust til þess að pissa í flöskur. Erlent 26.3.2021 11:35 Fimm látnir eftir að skýstrókar gengu yfir í Alabama Að minnsta kosti fimm eru látnir og fjöldi slasaðist eftir að skýstrókar gengu yfir svæði í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Erlent 26.3.2021 08:07 Tvöfaldaði bólusetningarmarkmiðið og staðfesti framboð 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans hygðist útdeila 200 milljón bóluefnisskömmtum á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Það eru tvöfalt fleiri skammtar en Biden hafði áður lofað að yrðu gefnir á sama tímabili. Erlent 25.3.2021 23:50 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. Erlent 25.3.2021 23:17 Arrested Development-stjarnan Jessica Walter er látin Bandaríska leikkonan Jessica Walter, sem í seinni tíð er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, lést í gær. Walter var áttræð og átti að baki feril sem spannaði fimm áratugir. Erlent 25.3.2021 19:52 Bein útsending: Fyrsti blaðamannafundur Joe Biden í embætti Joe Biden forseti Bandaríkjanna heldur sinn fyrsta blaðamannafund nú síðdegis síðan hann tók við embætti forseta. Beina útsendingu af fundinum má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Erlent 25.3.2021 17:28 Rapinoe: Við höfum ekki hugmynd um það hversu langt kvennaíþróttir geta náð Knattspyrnukonan og kvenréttandabaráttukonan Megan Rapinoe er hvergi nærri hætt að berjast fyrir jöfnum launum kynjanna í knattspyrnuheiminum enda er langur vegur að því ófarinn ennþá. Fótbolti 25.3.2021 13:31 Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. Erlent 25.3.2021 09:37 Enn skjóta Norðurkóreumenn eldflaugum Bandarísk og japönsk stjórnvöld segja að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hafi skotið tveimur skotflaugum í Japanshaf þrátt fyrir að henni sé bannað að gera slíkar tilraunir. Þetta er í fyrsta skipti sem Norður-Kórea gerir eldflaugatilraun af þessu tagi eftir að Joe Biden varð forseti Bandaríkjanna. Erlent 25.3.2021 09:04 Leikarinn George Segal er allur Bandaríski leikarinn George Segal er látinn, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs. Lífið 24.3.2021 07:40 „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Lögregluyfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum hafa gefið upp nöfn þeirra tíu sem létust þegar byssumaður réðist inn í matvöruverslun í Boulder. Þrír voru á þrítugsaldri, einn á fimmtugsaldri, þrír á sextugsaldri og þrír á sjötugsaldri. Erlent 23.3.2021 19:15 Harry prins til BetterUp Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala. Viðskipti erlent 23.3.2021 15:15 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. Erlent 23.3.2021 12:24 « ‹ 191 192 193 194 195 196 197 198 199 … 334 ›
Volkswagen laug til um nafnabreytingu Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins. Viðskipti innlent 31.3.2021 09:37
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. Erlent 31.3.2021 08:55
Höfuðpaurinn í Watergate-innbrotinu er látinn G. Gordon Liddy, sem hefur verið nefndur höfuðpaurinn þegar kom að innbrotinu á skrifstofur Demókrataflokksins á Watergate-hótelinu í Washington árið 1972, er látinn. Hann varð níutíu ára. Watergate-hneykslið átti eftir að leiða til afsagnar Richards Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta árið 1974. Erlent 31.3.2021 08:16
Hundur Bidens beit starfsmann Hvíta hússins Major, annar hunda Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden konu hans, beit starfsmann Hvíta hússins á mánudaginn var. Þetta er í annað sinn sem Major, sem er þýskur fjárhundur, bítur frá sér eftir komuna í Hvíta húsið. Erlent 31.3.2021 07:10
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. Erlent 30.3.2021 23:14
Uppfært: Breyta ekki nafni bandarísku starfseminnar í Voltswagen Uppfært: Volkswagen laug til um nafnabreytingu. Volkswagen í Bandaríkjunum er ekki að fara að breyta nafni félagsins í Voltswagen líkt og kom fram í fréttum í gær. Um var að ræða markaðsbrellu. Viðskipti erlent 30.3.2021 14:50
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. Erlent 29.3.2021 23:23
Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. Erlent 29.3.2021 21:58
Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90% Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin. Erlent 29.3.2021 15:54
Ríkasti maður Tékklands fórst í þyrluslysi Milljarðamæringurinn Petr Kellner, ríkasti maður Tékklands, var í hópi fimm manna sem fórust í þyrluslysi við Knik-jöklulinn í Alaska á laugardaginn. Kellner, sem var stofnandi og meirihlutaeigandi í PPF Group, varð 56 ára gamall. Viðskipti erlent 29.3.2021 07:15
„Er þetta nógu þjóðhollt?“ Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna. Erlent 28.3.2021 20:24
Óttast að fleiri deyi úr krabbameini vegna áhrifa faraldursins Óttast er að fleiri Bandaríkjamenn gætu dáið úr krabbameini á næstu árum en síðustu misseri vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á heilbrigðiskerfi landsins. Erlent 27.3.2021 23:25
Ritstjóri Jama sendur í tímabundið leyfi vegna hlaðvarpshneykslis Howard Bauchner, ritstjóri Journal of the American Medical Association, er kominn í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem aðstoðarritstjórinn Ed Livingston lét falla í hlaðvarpsþætti í febrúar. Erlent 27.3.2021 11:27
Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan. Erlent 27.3.2021 09:48
Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. Erlent 27.3.2021 08:22
Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu. Innlent 27.3.2021 07:43
Hefja daglegt flug til Íslands svo mæta megi þörfum ferðaþyrstra Bandaríkjamanna Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Keflavíkurflugvallar og þriggja bandarískra borga í maí. Mun Delta í fyrsta sinn fljúga beint milli Íslands og Boston auk þess að hefja aftur flug til og frá New York og Minneapolis/St. Paul. Viðskipti innlent 26.3.2021 13:36
Stjórnendur vissu að bílstjórar væru að pissa í flöskur og kúka í poka Það vakti mikla athygli, og hafði raunar þveröfug áhrif, þegar Amazon tísti á dögunum að það væri ekki satt að bílstjórar fyrirtækisins neyddust til þess að pissa í flöskur. Erlent 26.3.2021 11:35
Fimm látnir eftir að skýstrókar gengu yfir í Alabama Að minnsta kosti fimm eru látnir og fjöldi slasaðist eftir að skýstrókar gengu yfir svæði í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Erlent 26.3.2021 08:07
Tvöfaldaði bólusetningarmarkmiðið og staðfesti framboð 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans hygðist útdeila 200 milljón bóluefnisskömmtum á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Það eru tvöfalt fleiri skammtar en Biden hafði áður lofað að yrðu gefnir á sama tímabili. Erlent 25.3.2021 23:50
Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. Erlent 25.3.2021 23:17
Arrested Development-stjarnan Jessica Walter er látin Bandaríska leikkonan Jessica Walter, sem í seinni tíð er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, lést í gær. Walter var áttræð og átti að baki feril sem spannaði fimm áratugir. Erlent 25.3.2021 19:52
Bein útsending: Fyrsti blaðamannafundur Joe Biden í embætti Joe Biden forseti Bandaríkjanna heldur sinn fyrsta blaðamannafund nú síðdegis síðan hann tók við embætti forseta. Beina útsendingu af fundinum má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Erlent 25.3.2021 17:28
Rapinoe: Við höfum ekki hugmynd um það hversu langt kvennaíþróttir geta náð Knattspyrnukonan og kvenréttandabaráttukonan Megan Rapinoe er hvergi nærri hætt að berjast fyrir jöfnum launum kynjanna í knattspyrnuheiminum enda er langur vegur að því ófarinn ennþá. Fótbolti 25.3.2021 13:31
Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. Erlent 25.3.2021 09:37
Enn skjóta Norðurkóreumenn eldflaugum Bandarísk og japönsk stjórnvöld segja að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hafi skotið tveimur skotflaugum í Japanshaf þrátt fyrir að henni sé bannað að gera slíkar tilraunir. Þetta er í fyrsta skipti sem Norður-Kórea gerir eldflaugatilraun af þessu tagi eftir að Joe Biden varð forseti Bandaríkjanna. Erlent 25.3.2021 09:04
Leikarinn George Segal er allur Bandaríski leikarinn George Segal er látinn, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs. Lífið 24.3.2021 07:40
„Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Lögregluyfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum hafa gefið upp nöfn þeirra tíu sem létust þegar byssumaður réðist inn í matvöruverslun í Boulder. Þrír voru á þrítugsaldri, einn á fimmtugsaldri, þrír á sextugsaldri og þrír á sjötugsaldri. Erlent 23.3.2021 19:15
Harry prins til BetterUp Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala. Viðskipti erlent 23.3.2021 15:15
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. Erlent 23.3.2021 12:24