Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni mun ekki sæta ákæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2022 07:25 Emmett Till og Carolyn Bryant Donham. AP Ákærukviðdómur í Mississippi í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að það liggi ekki næg sönnunargögn fyrir til að gefa út ákæru á hendur Carolyn Bryant Donham, hvers ásakanir urðu til þess að táningnum Emmett Till var rænt og hann skotinn í höfuðið árið 1955. Fyrr í sumar fundust óútgefnar handtökuskipanir á hendur Donham, þáverandi eiginmanni hennar og mági. Eiginmaðurinn og mágurinn voru handteknir og sýknaðir af morðinu á Till en Donham sætti aldrei gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mennirnir játuðu síðar að hafa orðið Till að bana. Í óútefnum endurminningum Donham kemur fram að hún hafi ekki haft vitneskju um þau örlög sem biðu Till. Donham sagði að mennirnir hefðu komið með Till til sín um miðja nótt til að hún gæti borið kennsl á hann og hún hefði reynt að bjarga honum með því að segja að þetta væri ekki drengurinn sem hefði áreitt hana. Hélt Donham því fram að Till hefði sjálfur komið upp um sig. Við réttarhöldin yfir mönnunum sagði Donham að Till hefði gripið í sig og látið ósæmileg orð falla en hún er sögð hafa játað það seinna að það hefði ekki verið satt. Samkvæmt vitnum ku Till hafa flautað að henni, í mesta lagi. Illa farið lík Till fannst í Tallahatchie-ánni nokkrum dögum síðar og málið komst í heimsfréttirnar þegar móðir hans, Mamie Till Mobley, ákvað að hafa kistu hans opna til vitnisburðar um barsmíðarnar sem hann hafði sætt. Höfðu myndir af líkamsleifum Till gríðarleg áhrif á mannréttindabaráttu svartra þegar þær voru birtar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Mannréttindi Black Lives Matter Erlend sakamál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Fyrr í sumar fundust óútgefnar handtökuskipanir á hendur Donham, þáverandi eiginmanni hennar og mági. Eiginmaðurinn og mágurinn voru handteknir og sýknaðir af morðinu á Till en Donham sætti aldrei gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mennirnir játuðu síðar að hafa orðið Till að bana. Í óútefnum endurminningum Donham kemur fram að hún hafi ekki haft vitneskju um þau örlög sem biðu Till. Donham sagði að mennirnir hefðu komið með Till til sín um miðja nótt til að hún gæti borið kennsl á hann og hún hefði reynt að bjarga honum með því að segja að þetta væri ekki drengurinn sem hefði áreitt hana. Hélt Donham því fram að Till hefði sjálfur komið upp um sig. Við réttarhöldin yfir mönnunum sagði Donham að Till hefði gripið í sig og látið ósæmileg orð falla en hún er sögð hafa játað það seinna að það hefði ekki verið satt. Samkvæmt vitnum ku Till hafa flautað að henni, í mesta lagi. Illa farið lík Till fannst í Tallahatchie-ánni nokkrum dögum síðar og málið komst í heimsfréttirnar þegar móðir hans, Mamie Till Mobley, ákvað að hafa kistu hans opna til vitnisburðar um barsmíðarnar sem hann hafði sætt. Höfðu myndir af líkamsleifum Till gríðarleg áhrif á mannréttindabaráttu svartra þegar þær voru birtar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Mannréttindi Black Lives Matter Erlend sakamál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira