Bandaríkin

Fréttamynd

Vaxta­lækkanir er­lendis „opna gluggann“ fyrir Seðla­bankann að fylgja á eftir

Með hjaðnandi verðbólgu og vaxtalækkunum erlendra seðlabanka að undanförnu er að „opnast gluggi“ fyrir Seðlabanka Íslands að fylgja í kjölfarið, að mati sérfræðings á skuldabréfamarkaði, en fjárfestar hér innanlands brugðust vel við stórri vaxtalækkun vestanhafs og ávöxtunarkrafa styttri ríkisbréfa féll nokkuð í morgun auk sem hlutabréfaverð hækkaði. Ólíkt stöðunni beggja vegna Atlantshafsins er verðbólgan hér á landi hins vegar enn fyrir utan vikmörk Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina

Vígamenn sem tengjast Al-Qaeda gerðu í vikunni umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa banað rúmlega sjötíu manns auk þess sem þeir brenndu herflugvélar og einnig forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí.

Erlent
Fréttamynd

Selur slapp úr hvalskjafti

Ferðamenn í Hvalaskoðun undan ströndum Washington-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku sáu heldur óhefðbundna sýn þegar þau sáu sel í hvalskjafti. Hnúfubakurinn hafði óvart gleypt selinn en kom aftur upp á yfirborðið til að losna við selinn.

Lífið
Fréttamynd

Harris eykur for­skotið á lands­vísu

Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður.

Erlent
Fréttamynd

„Það spurði þig enginn“

Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig.

Lífið
Fréttamynd

Tupperware lýsir yfir gjald­þroti

Tupperware Brands og nokkur dótturfyrirtæki þess hafa lýst yfir gjaldþroti í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur staðið frammi fyrir gríðarlegu tapi vegna hækkandi kostnaðar og aukinnar samkeppni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Blóðug bar­átta um yfir­ráð yfir Sinaloa-samtökunum

Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Her­foringi kallar eftir inn­rás í Líbanon

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar

Kappræðurnar milli Donalds Trump og Kamölu Harris í síðustu viku virðast hafa haft lítil áhrif á fylgi frambjóðendanna, þó flestir kjósendur séu sammála um að Harris hafi staðið sig betur. Hún hefur enn naumt forskot á Trump á landsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu

Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Tito Jackson er látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn Tito Jackson, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, er látinn.

Lífið
Fréttamynd

Vaktin: Rann­sakað sem bana­til­ræði gegn Trump

Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um banatilræði gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta á golfvelli hans í Flórída. Ýmislegt er á reiki um árásina en fyrir liggur að leyniþjónustumenn skutu í átt að meintum byssumanni. Alríkislögeglan rannsakar árásina sem banatilræði. 

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki ræða verð­miðann

Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið.

Erlent
Fréttamynd

„Sem sam­fé­lag erum við að vakna“

„Við finnum með­byr," segir Helena Sverris­dóttir, ein allra besta körfu­bolta­kona Ís­lands frá upp­hafi, sem á­samt Silju Úlfars­dóttur stendur fyrir á­horf­s­partýi í Mini­garðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fe­ver og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfu­bolta en Caitlin Clark, stór­stjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fe­ver.

Körfubolti
Fréttamynd

Hét því að vísa haítískum inn­flytj­endum til Venesúela

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“.

Erlent
Fréttamynd

Timberla­ke gengst við ölvunar­akstri

Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake viðurkenndi að hafa ekið bíl sínum þrátt fyrir að hann væri ekki í ástandi til þess fyrir dómi í New York í dag. Hann hvatti fólk til að þess að aka ekki ölvað.

Lífið
Fréttamynd

Að­stoðar­utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna á fundum í Reykja­vík

Utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu í dag í Reykjavík um tvíhliða samskipti þjóðanna, stöðu átakanna í Úkraínu og á Gaza. Bandaríski ráðherrann segir stöðuna á Indo-Kyrrhafssvæðinu snerta Evrópubúa þar sem Kína og Norður Kórea styðji stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af samsæringi sem fylgir Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vísa breskum erind­rekum úr landi

Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Chad McQueen er látinn

Bandaríski leikarinn Chad McQueen, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Karate Kid-myndunum, er látinn. McQueen, sem var sonur stórleikarans Steve McQueen, varð 63 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Hafnar frekari kapp­ræðum við Har­ris

Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags.

Erlent