Össur Skarphéðinsson Nýr milljarður í þróunarhjálp Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Skoðun 17.9.2012 22:10 Norðurslóðamál á fljúgandi ferð Nú er rúmt ár liðið síðan að Alþingi samþykkti einróma þingsályktunartillögu mína um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Með stefnunni var brotið blað. Þar eru í fyrsta sinn skilgreindir hagsmunir og stefnumið Íslands á norðurslóðum með tilliti til alþjóðasamvinnu, auðlindanýtingar, siglinga og umhverfisverndar. Þar eru norðurslóðir skilgreindar sem svæði sem Ísland ætlar að nýta til framleiðslu á miklum verðmætum í Skoðun 12.9.2012 17:06 Klók leið ríkisstjórnarinnar til að skapa störf í kreppunni Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Skoðun 10.9.2012 16:49 Ben Stiller og Þórey Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Skoðun 7.9.2012 17:10 Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Skoðun 10.2.2012 16:52 Utanríkisþjónustan lætur verkin tala Skugga kalda stríðsins lagði löngum yfir samskipti Íslands og Rússlands. Í dag eru engar viðsjár í okkar heimshluta. Rússar sýna vaxandi vilja til að eiga nána og góða samvinnu við Vesturlönd. Ég hef því sem utanríkisráðherra skilgreint Rússland sem eitt þeirra landa sem Ísland vill í framtíðinni eiga náin tengsl við á sviði viðskipta og menningar og um norðurslóðir. Óhætt er að segja að Rússar hafa tekið skýrri stefnu minni tveimur höndum. Í kjölfar stórbatnandi samskipta hafa viðskipti blómstrað allra síðustu árin. Heimsókn mín til Rússlands í síðustu viku í boði góðs vinar og samstarfsfélaga, Sergei Lavrov utanríkisráðherra, var sérlega árangursrík varðandi enn frekara samstarf og viðskipti. Skoðun 5.12.2011 16:47 Palestína - verkin tala Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Skoðun 28.11.2011 17:41 Stóra myndin Evrópumálin snúast um framtíðina. Þau snúast um hvort við Íslendingar ætlum að taka skrefið fram á við og treysta samband okkar við önnur sjálfstæð ríki innan vébanda Evrópusambandsins, eða hvort við ætlum að standa í stað og láta EES-samninginn duga. Sjá til, vona það besta og gera enn eina tilraun með sjálfstæða örmynt á sameiginlegum markaði, með eða án gjaldeyrishafta. Svo eru þeir sem vilja stíga skrefið tilbaka, segja upp EES- og Schengen-samningunum. Halda á heiðina eins og Bjartur forðum daga. Fram á við, standa í stað, afturábak. Um þetta snýst valið. Skoðun 18.11.2011 21:38 Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Skoðun 21.10.2011 16:54 Einstök Íslandsveisla í Frankfurt Ísland er í heiðursæti á Bókamessunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska framlagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les. Skoðun 14.10.2011 17:35 Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár. Skoðun 10.10.2011 22:32 Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Skoðun 28.9.2011 22:03 Staðráðin í að gera betur Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. Skoðun 4.9.2011 22:12 Eistneski kúrinn Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. Skoðun 2.9.2011 21:47 Ísland á betra skilið Þó að atvinnuleysi minnki, kaupmáttur aukist, auknum hagvexti sé spáð, útflutningsgreinar séu í bullandi stuði, fjárlagahalli minnki samkvæmt áætlun, skuldir Íslands séu á niðurleið, og ríkisstjórninni hafi með fyrirhyggju tekist að tryggja allar greiðslur landsins fram til ársins 2016, þá sjá hinir neikvæðu ungu menn sem leiða stjórnarandstöðuna aldrei til sólar. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð eru njörv Skoðun 29.8.2011 20:15 Fríverslun og Hong Kong Nýr fríverslunarsamningur við Hong Kong tryggir til framtíðar algert tollfrelsi íslenskra fiskafurða og iðnaðarvarnings. Hann skapar einnig mun öruggara og auðveldara umhverfi fyrir Íslendinga til almennra viðskipta og fjárfestinga í Hong Kong. Þar eru nú þegar íslensk fyrirtæki með ríflega 800 manns í vinnu. Skoðun 26.6.2011 22:24 Nýjar áherslur í utanríkisstefnu Íslands Varðstaða um hagsmuni Íslands í breiðum skilningi og barátta fyrir auknum mannréttindum eru hin sígildu stef í utanríkisstefnu Íslands. Þrátt fyrir niðurskurð hefur ráðuneytið af fullum krafti sinnt fyrri klassískum verkefnum, s.s. pólitískum samskiptum við önnur ríki, þjónustu við atvinnulífið, gerð viðskiptasamninga, loftslagsáherslum Íslands, stuðningi við mannréttindi að ógleymdu Palestínuverkefninu sem nú er í deiglu. Á síðustu tveimur árum hefur líka verið hrundið í framkvæmd breyttum áherslum og nýjum verkefnum. Þetta hefur gengið mjög vel, þrátt fyrir stífan niðurskurð, einkum vegna hnitmiðaðrar mannauðsstjórnar, skapandi hreyfanleika á mannskap, skarpari forgangsröðun en mest þó líklega vegna vinnuanda í ráðuneytinu sem minnir á aflahrotur í sjómennskunni í gamla daga. Skoðun 7.6.2011 21:54 Ísland, Evrópusambandið, norðurslóðir og Kína Mér hefur fundist athyglisvert að skoða fullyrðingar ýmissa mótherja Evrópusambandsins um að umsókn okkar þjóni ekki íslenskum hagsmunum af því hún komi í veg fyrir nánari samvinnu Íslands við lönd norðurskautsins Skoðun 27.5.2011 16:33 Clinton, Ísland og norðurslóðir Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Skoðun 19.5.2011 18:12 Indversk-íslenska skapalónið Indland er meðal þeirra ríkja sem hafa jafnan reynst Íslendingum vel. Sögulega ber hæst drengilegan stuðning Indverja við okkur í þorskastríðunum, þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna. Skoðun 25.4.2011 17:12 Líbía og stuðningur Íslands Óvenju mikil eindrægni ríkti á fundi um fimmtíu utanríkisráðherra og fulltrúa alþjóðastofnana um málefni Líbíu sem ég sat í síðustu viku í London. Skoðun 6.4.2011 17:37 Íslensk vefgátt að norðurslóðum Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir Skoðun 7.3.2011 15:56 Samvinnustjórn á norðurslóðum Íslenska ríkisstjórnin hefur lagt fram skýra stefnu um norðurslóðir í þingsályktunartillögu sem nú er fjallað um á Alþingi. Mér þótti í senn Skoðun 1.2.2011 17:38 Norðurslóðir í deiglunni Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi Skoðun 19.1.2011 22:44 Heimssögulegur fundur í Lissabon Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Skoðun 22.11.2010 17:20 „…tillit til sérstöðu Íslands og væntinga…“ Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands.„ Skoðun 12.11.2010 22:23 Hvert Evrópuskref eykur atvinnu Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra Skoðun 4.11.2010 21:43 Erlendar fjárfestingar og Evrópa Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Skoðun 26.10.2010 22:07 Opið og aðgengilegt samningaferli Í aðdraganda viðræðna okkar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hef ég kappkostað að hafa sem mest samráð. Gildir það jafnt um Alþingi, almenning, sveitarfélög, hagsmunasamtök í atvinnugreinum og félagasamtök, forystu einstakra stjórnmálaflokka og aðra sem málið varðar. Ég hef líka gætt þess að upplýsa þá granna okkar og samstarfsþjóðir sem eins og við standa enn þá utan sambandsins. Það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að hafa allar upplýsingar á takteinum fyrir almenning, eftir því sem mögulegt er. Þó að Íslendingar hafi síðustu fimmtán árin verið í stöðugt nánara samstarfi við Evrópusambandið, og séu í reynd með hálfgildings aukaaðild að því gegnum EES-samninginn, þá er ákvörðun um að ráðast í samninga um fulla aðild stórt skref fyrir þjóðina. Skoðun 19.10.2010 21:41 Við tryggjum ekki eftir á Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Skoðun 10.10.2010 22:19 « ‹ 1 2 3 ›
Nýr milljarður í þróunarhjálp Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Skoðun 17.9.2012 22:10
Norðurslóðamál á fljúgandi ferð Nú er rúmt ár liðið síðan að Alþingi samþykkti einróma þingsályktunartillögu mína um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Með stefnunni var brotið blað. Þar eru í fyrsta sinn skilgreindir hagsmunir og stefnumið Íslands á norðurslóðum með tilliti til alþjóðasamvinnu, auðlindanýtingar, siglinga og umhverfisverndar. Þar eru norðurslóðir skilgreindar sem svæði sem Ísland ætlar að nýta til framleiðslu á miklum verðmætum í Skoðun 12.9.2012 17:06
Klók leið ríkisstjórnarinnar til að skapa störf í kreppunni Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Skoðun 10.9.2012 16:49
Ben Stiller og Þórey Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Skoðun 7.9.2012 17:10
Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Skoðun 10.2.2012 16:52
Utanríkisþjónustan lætur verkin tala Skugga kalda stríðsins lagði löngum yfir samskipti Íslands og Rússlands. Í dag eru engar viðsjár í okkar heimshluta. Rússar sýna vaxandi vilja til að eiga nána og góða samvinnu við Vesturlönd. Ég hef því sem utanríkisráðherra skilgreint Rússland sem eitt þeirra landa sem Ísland vill í framtíðinni eiga náin tengsl við á sviði viðskipta og menningar og um norðurslóðir. Óhætt er að segja að Rússar hafa tekið skýrri stefnu minni tveimur höndum. Í kjölfar stórbatnandi samskipta hafa viðskipti blómstrað allra síðustu árin. Heimsókn mín til Rússlands í síðustu viku í boði góðs vinar og samstarfsfélaga, Sergei Lavrov utanríkisráðherra, var sérlega árangursrík varðandi enn frekara samstarf og viðskipti. Skoðun 5.12.2011 16:47
Palestína - verkin tala Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Skoðun 28.11.2011 17:41
Stóra myndin Evrópumálin snúast um framtíðina. Þau snúast um hvort við Íslendingar ætlum að taka skrefið fram á við og treysta samband okkar við önnur sjálfstæð ríki innan vébanda Evrópusambandsins, eða hvort við ætlum að standa í stað og láta EES-samninginn duga. Sjá til, vona það besta og gera enn eina tilraun með sjálfstæða örmynt á sameiginlegum markaði, með eða án gjaldeyrishafta. Svo eru þeir sem vilja stíga skrefið tilbaka, segja upp EES- og Schengen-samningunum. Halda á heiðina eins og Bjartur forðum daga. Fram á við, standa í stað, afturábak. Um þetta snýst valið. Skoðun 18.11.2011 21:38
Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Skoðun 21.10.2011 16:54
Einstök Íslandsveisla í Frankfurt Ísland er í heiðursæti á Bókamessunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska framlagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les. Skoðun 14.10.2011 17:35
Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár. Skoðun 10.10.2011 22:32
Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Skoðun 28.9.2011 22:03
Staðráðin í að gera betur Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. Skoðun 4.9.2011 22:12
Eistneski kúrinn Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. Skoðun 2.9.2011 21:47
Ísland á betra skilið Þó að atvinnuleysi minnki, kaupmáttur aukist, auknum hagvexti sé spáð, útflutningsgreinar séu í bullandi stuði, fjárlagahalli minnki samkvæmt áætlun, skuldir Íslands séu á niðurleið, og ríkisstjórninni hafi með fyrirhyggju tekist að tryggja allar greiðslur landsins fram til ársins 2016, þá sjá hinir neikvæðu ungu menn sem leiða stjórnarandstöðuna aldrei til sólar. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð eru njörv Skoðun 29.8.2011 20:15
Fríverslun og Hong Kong Nýr fríverslunarsamningur við Hong Kong tryggir til framtíðar algert tollfrelsi íslenskra fiskafurða og iðnaðarvarnings. Hann skapar einnig mun öruggara og auðveldara umhverfi fyrir Íslendinga til almennra viðskipta og fjárfestinga í Hong Kong. Þar eru nú þegar íslensk fyrirtæki með ríflega 800 manns í vinnu. Skoðun 26.6.2011 22:24
Nýjar áherslur í utanríkisstefnu Íslands Varðstaða um hagsmuni Íslands í breiðum skilningi og barátta fyrir auknum mannréttindum eru hin sígildu stef í utanríkisstefnu Íslands. Þrátt fyrir niðurskurð hefur ráðuneytið af fullum krafti sinnt fyrri klassískum verkefnum, s.s. pólitískum samskiptum við önnur ríki, þjónustu við atvinnulífið, gerð viðskiptasamninga, loftslagsáherslum Íslands, stuðningi við mannréttindi að ógleymdu Palestínuverkefninu sem nú er í deiglu. Á síðustu tveimur árum hefur líka verið hrundið í framkvæmd breyttum áherslum og nýjum verkefnum. Þetta hefur gengið mjög vel, þrátt fyrir stífan niðurskurð, einkum vegna hnitmiðaðrar mannauðsstjórnar, skapandi hreyfanleika á mannskap, skarpari forgangsröðun en mest þó líklega vegna vinnuanda í ráðuneytinu sem minnir á aflahrotur í sjómennskunni í gamla daga. Skoðun 7.6.2011 21:54
Ísland, Evrópusambandið, norðurslóðir og Kína Mér hefur fundist athyglisvert að skoða fullyrðingar ýmissa mótherja Evrópusambandsins um að umsókn okkar þjóni ekki íslenskum hagsmunum af því hún komi í veg fyrir nánari samvinnu Íslands við lönd norðurskautsins Skoðun 27.5.2011 16:33
Clinton, Ísland og norðurslóðir Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Skoðun 19.5.2011 18:12
Indversk-íslenska skapalónið Indland er meðal þeirra ríkja sem hafa jafnan reynst Íslendingum vel. Sögulega ber hæst drengilegan stuðning Indverja við okkur í þorskastríðunum, þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna. Skoðun 25.4.2011 17:12
Líbía og stuðningur Íslands Óvenju mikil eindrægni ríkti á fundi um fimmtíu utanríkisráðherra og fulltrúa alþjóðastofnana um málefni Líbíu sem ég sat í síðustu viku í London. Skoðun 6.4.2011 17:37
Íslensk vefgátt að norðurslóðum Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir Skoðun 7.3.2011 15:56
Samvinnustjórn á norðurslóðum Íslenska ríkisstjórnin hefur lagt fram skýra stefnu um norðurslóðir í þingsályktunartillögu sem nú er fjallað um á Alþingi. Mér þótti í senn Skoðun 1.2.2011 17:38
Norðurslóðir í deiglunni Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi Skoðun 19.1.2011 22:44
Heimssögulegur fundur í Lissabon Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Skoðun 22.11.2010 17:20
„…tillit til sérstöðu Íslands og væntinga…“ Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands.„ Skoðun 12.11.2010 22:23
Hvert Evrópuskref eykur atvinnu Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra Skoðun 4.11.2010 21:43
Erlendar fjárfestingar og Evrópa Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Skoðun 26.10.2010 22:07
Opið og aðgengilegt samningaferli Í aðdraganda viðræðna okkar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hef ég kappkostað að hafa sem mest samráð. Gildir það jafnt um Alþingi, almenning, sveitarfélög, hagsmunasamtök í atvinnugreinum og félagasamtök, forystu einstakra stjórnmálaflokka og aðra sem málið varðar. Ég hef líka gætt þess að upplýsa þá granna okkar og samstarfsþjóðir sem eins og við standa enn þá utan sambandsins. Það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að hafa allar upplýsingar á takteinum fyrir almenning, eftir því sem mögulegt er. Þó að Íslendingar hafi síðustu fimmtán árin verið í stöðugt nánara samstarfi við Evrópusambandið, og séu í reynd með hálfgildings aukaaðild að því gegnum EES-samninginn, þá er ákvörðun um að ráðast í samninga um fulla aðild stórt skref fyrir þjóðina. Skoðun 19.10.2010 21:41
Við tryggjum ekki eftir á Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Skoðun 10.10.2010 22:19
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent