Fríverslun og Hong Kong 27. júní 2011 09:30 Nýr fríverslunarsamningur við Hong Kong tryggir til framtíðar algert tollfrelsi íslenskra fiskafurða og iðnaðarvarnings. Hann skapar einnig mun öruggara og auðveldara umhverfi fyrir Íslendinga til almennra viðskipta og fjárfestinga í Hong Kong. Þar eru nú þegar íslensk fyrirtæki með ríflega 800 manns í vinnu. Samningurinn er af nýrri kynslóð fríverslunarsamninga. Í honum eru ákvæði um þjónustuviðskipti, samkeppni og fjárfestingar, opinber útboð sem tryggja jafnræði á markaði, og um hugverkavernd. Viðskiptaumhverfið verður því mun tryggara en áður. Fyrir íslenska hagsmuni var mikilvægt að ramma formlega inn þau gæði sem felast í samningnum. Þau geta stuðlað að því að margefla viðskipti, ekki síst á sviði sjávarfangs. En sala á sjávarfangi til Hong Kong hefur verið í örum vexti á allra síðustu árum. Þangað eru t.d. seldar lýsis-afurðir og sæbjúgu, sem nýlega er farið að nýta hér við land. Varðandi framtíðina er rétt að undirstrika tvennt: Í fyrsta lagi er Hong Kong vaxandi miðstöð viðskipta inn á hin öflugu og rísandi markaðssvæði í Suðaustur-Asíu. Í öðru lagi hefur Hong Kong, sem síðan 1997 er hluti Kínverska Alþýðulýðveldisins, sett í sérstakan forgang aukin viðskiptatengsl við meginland Kína. Tækifærin sem nýi fríverslunarsamningurinn opnar liggja því ekki aðeins í aðgangi að mörkuðum Hong Kong. Þau felast líka í tækifærunum sem hann skapar til að koma íslenskri framleiðslu á framfæri gegnum frumkvöðla í Hong Kong á hinn risastóra markað á meginlandi Kína, og Suðaustur-Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýr fríverslunarsamningur við Hong Kong tryggir til framtíðar algert tollfrelsi íslenskra fiskafurða og iðnaðarvarnings. Hann skapar einnig mun öruggara og auðveldara umhverfi fyrir Íslendinga til almennra viðskipta og fjárfestinga í Hong Kong. Þar eru nú þegar íslensk fyrirtæki með ríflega 800 manns í vinnu. Samningurinn er af nýrri kynslóð fríverslunarsamninga. Í honum eru ákvæði um þjónustuviðskipti, samkeppni og fjárfestingar, opinber útboð sem tryggja jafnræði á markaði, og um hugverkavernd. Viðskiptaumhverfið verður því mun tryggara en áður. Fyrir íslenska hagsmuni var mikilvægt að ramma formlega inn þau gæði sem felast í samningnum. Þau geta stuðlað að því að margefla viðskipti, ekki síst á sviði sjávarfangs. En sala á sjávarfangi til Hong Kong hefur verið í örum vexti á allra síðustu árum. Þangað eru t.d. seldar lýsis-afurðir og sæbjúgu, sem nýlega er farið að nýta hér við land. Varðandi framtíðina er rétt að undirstrika tvennt: Í fyrsta lagi er Hong Kong vaxandi miðstöð viðskipta inn á hin öflugu og rísandi markaðssvæði í Suðaustur-Asíu. Í öðru lagi hefur Hong Kong, sem síðan 1997 er hluti Kínverska Alþýðulýðveldisins, sett í sérstakan forgang aukin viðskiptatengsl við meginland Kína. Tækifærin sem nýi fríverslunarsamningurinn opnar liggja því ekki aðeins í aðgangi að mörkuðum Hong Kong. Þau felast líka í tækifærunum sem hann skapar til að koma íslenskri framleiðslu á framfæri gegnum frumkvöðla í Hong Kong á hinn risastóra markað á meginlandi Kína, og Suðaustur-Asíu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar