Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum 29. september 2011 06:00 Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun