Færð á vegum

Fréttamynd

Dregur hratt úr úr­komu og vindi eftir há­degi

Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hring­veg­in­um á tveim­ur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Hellisheiði opnuð á ný

Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum

Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Vegir víða ó­færir eða lokaðir

Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir fyrir sunnan

Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi í kvöld. Spáð er austan stormi og snjókomu á báðum landsvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum

Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hring­veg­in­um verið lokað á á milli Skóga og Vík­ur og milli Lómagnúps og Jök­uls­ár­lóns. Hálkublettir eru víða.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni

Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús.

Innlent
Fréttamynd

„Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“

Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að skriðuspýjur fari á vegi

Veðurstofan varar við skriðuhættu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða mikilli úrkomu og leysingum. Skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni telur ekki hættu á að skriður falli í byggð en að einhverjar spýjur gætu farið á vegi.

Innlent
Fréttamynd

„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“

Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar.

Innlent
Fréttamynd

Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag

Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að losa fjölda fastra bíla

Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn tóku þátt í tugum verkefna vegna óveðursins í gær. Flest útköllin snérust um fasta bíla sem voru inni á lokunarsvæðum.

Innlent