Hampiðjan

Fréttamynd

Gengi Hamp­iðjunnar rýkur upp vegna upp­færslu í vísi­tölum FTSE

Tvö íslensk félög í Kauphöllinni munu bætast við vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Hampiðjunnar, annað af félögunum sem verður tekið inn í vísitölurnar, hefur rokið upp á markaði í dag en búast má við talsverðu innflæði fjármagns frá erlendum vísitölusjóðum við uppfærsluna.

Innherji
Fréttamynd

Telur norður­slóðir eiga eftir að verða eitt mikil­vægasta efna­hags­svæði veraldar

Vegna landfræðilegrar legu og öflugra innviða er Ísland í kjörstöðu til að nýta sér þau tækifæri sem við blasa í þróun efnahagsuppbyggingar á norðurslóðum, útskýrði Ólafur Ragnar Grímsson á ráðstefnu í London fyrr í þessum mánuði, sem hann telur að sé óðum að verða eitt af mikilvægustu efnahagssvæðum heimsins. Forstjóri Stoða brýndi fyrir erlendum fjárfestum mikilvægi þess að finna „réttan samstarfsaðila“ þegar fjárfest væri á Íslandi og nefndi að vegna sterkrar stöðu íslenska þjóðarbúsins þá ætti gjaldmiðillinn ekki að vera vandamál.

Innherji
Fréttamynd

Seldi í Hamp­iðjunni á níu prósenta „af­slætti“ skömmu eftir að sölubann rann út

Aðeins rétt ríflega tveimur mánuðum eftir að sölubann á liðlega sjö prósenta hlut FSN Capital í Hampiðjunni rann út, sem það fékk sem greiðslu fyrir sölu á Mørenot fyrr á árinu, hefur norski fjárfestingasjóðurinn selt um tvo þriðju af stöðu sinni til hóps íslenskra fjárfesta fyrir vel á fjórða milljarð. Væntingar um að sjóðurinn sé enn með talsvert framboð af bréfum til sölu gæti haldi niðri gengi bréfa Hampiðjunnar.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir sækjast eftir að stækka við hlut sinn eftir út­boð Hamp­iðjunnar

Ríflega einum mánuði eftir að hlutafjárútboði Hampiðjunnar lauk hefur mikill meirihluti íslenskra lífeyrissjóða, einkum Festa og LSR, haldið áfram að stækka við eignarhlut sinn í félaginu. Kaup lífeyrissjóðanna hafa meðal annars átt sinn þátt í að drífa áfram mikla hækkun á gengi bréfa Hampiðjunnar á eftirmarkaði að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins er upp um nærri 23 prósent frá því gengi sem almennum fjárfestum bauðst að kaupa í útboðinu.

Innherji
Fréttamynd

Fimm sjóðir keyptu nær helming seldra bréfa í útboði Hamp­iðjunnar

Íslenskir lífeyrissjóðir voru fyrirferðamestir í hlutafjárútboði Hampiðjunnar sem lauk í byrjun þessa mánaðar og keyptu stóran hluta þeirra bréfa sem var úthlutað til stærri fjárfesta. Þar munaði mestu um LSR sem er kominn í hóp allra stærstu hluthafa veiðarfæraframleiðandans eftir kaup sjóðsins.

Innherji
Fréttamynd

Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar

Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna.

Innherji
Fréttamynd

Hampiðjan fer í vísitöluna First North 25 við upphaf nýs árs

Hampiðjan mun fara í vísitöluna First North 25 við upphaf nýs árs. Um er að ræða vísitölu þeirra fyrirtækja sem eru stærst og mest viðskipti er með á Nasdaq First North og First North Premier mörkuðunum á Norðurlöndunum. Þau lönd sem tilheyra þessum mörkuðum eru Danmörk, Finnland, Ísland og Svíþjóð.

Innherji
Fréttamynd

Hamp­iðjan stefnir á aðal­markað eftir kaup á norsku fé­lagi

Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Hvals sjöfaldast og nemur 3,5 milljörðum eftir sölu í Origo

Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni, jókst um meira en sjöfalt á síðasta fjárhagsári fjárfestingafélagsins og nam tæplega 3,5 milljörðum króna borið saman við 490 milljónir á árinu áður. Þar munar mikið um sölu Hvals á öllum 13 prósenta hlut félagsins í Origo sumarið 2021 en bókfærður hagnaður vegna hennar var yfir 2,2 milljarðar.

Innherji